Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Qupperneq 35

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Qupperneq 35
Danir mældu og kortlögðu island. Undirstaðan (grmdvöllurinn) var þríhyminga- net, sem hafði í rauninni það eina hlutverk að bera uppi kortagerð í mæli- kvarða 1:100.000 og í vissum tilvikum 1:50.000. Það er þess vegna til of mikils mælst að ætlast til þess að hægt sé að nota þessar mælingar og niður- stöður þeirra sem undirstöðu við tæknilegar framkvæmdir með þeirri nákvæmni sem nútíma tækni krefst. Menn tóku því fljótlega til þess ráðs að nota staðbundin kerfi til þess að ná þeirri nákvæmni sem var nauðsynleg vegna framkvæmdar verkefnisins og væntanlega voru allar mælingar gerðar með tilliti til þess. Á mörgiim stöðum, og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, hafa safnast saman upplýsingar og verið skráðar á kort og margvíslega uppdrætti og í ýmsum staðbundnum kerfum. Stundum og ekki ósjaldan hafa fleiri en einn aðili verið að safna og skrásetja upplýsingar um svipuð atriði á sama svæði og hvorugur veit um hinn eða hina. Nútíma tækni krefst meiri og betri upplýsinga um svæði sem taka á til með- ferðar. Þessar upplýsingar eru til og í flestum tilfellum aðgengilegar en í þessum umræddu mismianandi kerfum. Nútíma tækni og vísindi gera mönnum það kleift að samræma þetta í eitt og sama kerfi og safna saman öllura gögnum á einn stað þannig að æskileg gögn verði aðgengileg fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Til þess að þetta sé hægt verður að velja kerfi sem er hentugt til skrá- setningar og yfirfærslu og umreikninga eldri kerfa í þetta nýja kerfi. Landmælingar íslands hafa nú í nokkur ár framkvæmt allar nýmælingar og út- reikninga í svokölluðu Gauss-Kruger kerfi. Gauss-Kruger er réttara sagt vörpun (hnettinum varpað á láréttan flöt) og verður lýst hér á eftir. Þessi lýsing er úrdráttur úr erindi, sem haldið var á fundi með Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins. Gauss-Krúger-vörpun. Gauss-Krúger er þverstæð homsönn hólkvörpun (Mercator) . Þessari vörpun má ekki blanda saman við U.T.M. (Universal-Transversal-Mercator) vörpun en skyldleiki er þarna á milli. Munurinn á þessu tvennu er sá, að lengdar- baugurinn svæðismiðjunnar í Gauss-Krúger vörpun hefur mælikvarðann 1.0000000 en sami baugur hefur mælikvarðann 0,9996 í U.T.M. Mælikvarði lengda breyttist með fjarlægð frá miðjubaug og miðast við miðju mældrar línu eða m = j (y2/R2) U.T.M. kerfið var upphaflega ætlað til hernaðarlegra nota. Mælikvarðinn ákveðinn fyrir kortagerð á suðlægum breiddargráðum. Hér á íslandi er óheppilegt að nota U.T.M. vegna þess að fjarlægð milli lengdarbauga er það stutt að mæ1ikvarðinn verður aldrei 1.000000. 1 U.T.M. vörpu er hnettinum skipt í 6 gráðu belti. Það er hagkvæmt að nota sömu beltaskiptingu þegar Gauss-Krúger kerfið er notað. 1 báðum þessum kerfxmi eru lóðhnit (x) miðuð við miðbaug, (munur sést á meðf. korti), láhnit hafa viðbót = 500.000 m miðað við miðjubaug (21*). Þessi beltaskipting er nær eingöngu notuð við kortagerð. Það verður að gera mun á hnitakerfi til kortagerðar og hnita- kerfi sem nota á við tæknimælingar. Erlendis hefur þetta verið gert og þá eru notuð belti, sem eru mest 3 gráður, sumsstaðar 2,5 gon(nýgráður) eða 2,25 gráður, (þetta gert til þess að lengdarleiðréttingar verði ekki of stórar). Athugun hefxir leitt x ljós að heppilegt er að nota Gauss-Krúger vörpun með 6 gráðu beltaskiptingu þegar um kortagerð er að ræða. Landið lendir aðallega í tveim beltum, miðlengdarbaugar eru 21 W.GR. og 15 W.GR. Leiðrétting lengda vegna fjarlægðar frá miðju beltisins 21* i stefnu Austur- Vestur er á Reykjavíkursvæðinu um 29 mm/km. eða leiðrétt lengd 1.000029xlengd. Á reykjanessvæðinu yrði sama leiðrétting um 75 mm/km. leiðrett lengd 1.000075xlengd.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.