Mosfellingur - 08.12.2022, Síða 2
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
Héðan og þaðan
NÝR SKÓLI Á VARMÁRHÓL
Fyrsta skóflustungan tekin 20. júní árið 1970
Hafist er handa við byggingu Gagnfræðaskóla í Mosfells-
sveit og honum fenginn staður á Varmárhól í grennd við
Barnaskólann að Varmá - Varmárskóla.
Arkitekt er Birgir Breiðdal og verkfræðingur Guðmundur
Óskarsson. Þeir starfa á Teiknistofu húsameistara
ríkisins. Skólinn er samstarfsverkefni Mosfellshrepps,
Kjalarness og Kjósarhrepps. Einnig koma nemendur úr
Þingvallahreppi. Heimavist er starfrækt við skólann.
Heimildir: Dagblöð í júní 1970 og Askur - skólablað
Brúarlandsskóla
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 22. desember
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Jólin eru eftir rúmar tvær vikur,
hver hefði trúað því? Tíminn er allt
of fljótur að líða og áreitið og ruglið
í desember fer nú að ná hámarki. Í
amstri dagsins er oft
gott að staldra við og
reyna að njóta að-
ventunnar. Samvera
er nefnilega eitt það
mikilvægasta sem
við getum gefið
hvert öðru.
Um helgina
langar
mig að mæla
með nokkrum
viðburðum í Mosfellsbæ. Á morgun
föstudag, leika bæði handboltalið
kvenna og karla að Varmá. Á laugar-
daginn býður hestamannafélagið
Mosfellingum í heimsókn. Á laugar-
daginn opnar skógræktarfélagið
Jólaskóginn í Hamrahlíð. Jólasveinar,
álfar, söngur og súkkulaði á boðstól-
um. Alla sunnudaga lesa rithöfundar
upp úr bókum sínum á Gljúfrasteini.
Upplýsingar um allt þetta og margt
fleira í blaðinu í dag.
Síðasta blað fyrir jól kemur út 22.
desember. Þá hringjum við inn
jólin. Netfangið okkar er sem fyrr
mosfellingur@mosfellingur.is.
Við kveikjum einu kerti á
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
6 - Fréttir úr bæjarlífinu2
Í síðasta blaði var óskað eftir upplýsingum um
skopmyndateiknara og höfðu nokkrir samband.
PEBS stendur fyrir Pétur B. Snæland.
Til vinstri: Gylfi Pálsson skólastjóri Gagnfræðaskólans
að Brúarlandi 1966-1972 og Gagnfræðaskólans
í Mosfellssveit 1972-1991. Lárus Halldórsson
skólastjóri í Mosfellssveit 1922-1966.
Til hægri: Lárus Halldórsson fyrrverandi
skólastjóri tekur fyrstu skóflustunguna.