Mosfellingur - 08.12.2022, Page 8

Mosfellingur - 08.12.2022, Page 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 aðVENTUHÁTÍð Opið hús/menningarkvöld í Hlégarði mánudaginn 12. desember kl. 20:00. Sr. Arndís Linn mun flytja okkur jólahugvekju til að koma öllum í jólaskap. Vorboðarnir undir stjórn Hrannar Helgadóttur taka svo við með jólalegum söng og undirspili Helga Hannessonar. Kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir kr. 1.500 (posi ekki á staðnum). Kveðja, Menningar- og skemmtinefnd FaMos. JÓlaBINgÓ Á BarION Miðvikudaginn 14. desember kl 15. Bingónefnd FaMos ásamt Hilmari Gunnarssyni gestabingóstjóra ætla að halda skemmtilegt jólabingó á Barion, Þverholti 1. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og innifalið er 1 stk. bingó- spald, kaffi og meðlæti. Aukaspjald á 300 kr. Glæsilegir vinningar í boði. Hlökkum til að sjá þig. Bingónefnd FaMos og félagsstarfið Mosfellsbæ. Jólafrí félagsstarfsins 2022 Síðasti dagur félagsstarfsins fyrir jól er fimmtudagurinn 22. des. Opnum síðan aftur mánudaginn 2. jan 2023 kl. 13:00. Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur. Gleðileg jól, kæru vinir. SNJallNÁMSKEIð Erum á fullu að skrá á Promennt snjallnámskeiðin sem byrja aftur eftir áramót. Kennt er í 4 skipti á Apple eða Android snjalltæki. Skráning og upplýsingar í síma 698 0090 eða á elvab@mos.is. Aðgangur á námskeið- in er ókeypis. FélagSVIST Félagsvist er spiluð alla föstudaga kl. 13:00 hjá okkur í borðsal Eirhamra Hlaðhömrum 2. Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis en auðvitað er alltaf frír kaffisopi og vinningur ef heppnin er með þér. ÚTSaUMUr Og POSTUlÍN Minnum á frábæru hópana okkar, postulínshópur sem kemur saman og málar á postulín þriðjudaga og fimmtudaga til skiptis og einnig útsaumshópur sem hittist alla mið- vikudaga kl. 12:30. Allir velkomnir að vera með. SÖNgSKEMMTUN Nemendur í Listaskóla Mosfellbæjar ætla að koma og syngja nokkur lög og spila fyrir okkur í borðsal Eirhamra 15. des. kl .13:30. Hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkomnir. BaSarVÖrUr Enn er nóg til af fallegum basar- vörum til sölu í handverksstofu Félagsstarfsins Hlaðhömrum 2, alla virka daga frá 11:00-16:00, föstudaga 13:00-16:00. Verið velkomin að skoða. Við erum með posa á staðnum. STJÓrN FaMOS Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com Opnum fundi Aftur­ eldingar frestað Opnum fundi um aðstöðumál Aftureldingar sem átti fara fram 23. nóvember var frestað. Fund- urinn var boðaður eftir vonbrigði Aftureldingar eftir að fjárhagsáætl- un Mosfellsbæjar var lögð fram. Í kjölfar fundar formanna Aftureld- ingar með fulltrúum meirihlutans í Mosfellsbæ tveimur dögum fyrir áætlaðan fund samþykktu formenn félagsins að fresta íbúafundinum fram í febrúar. Það var gert til að veita meirihlutanum aukið svigrúm til að fullmóta og leggja fram ásætt- anlega tillögu að brýnum úrbótum í aðstöðumálum Aftureldingar á kjörtímabilinu. Í framhaldinu kom samráðshópur Aftureldingar og Mosfellsbæjar saman og var þar kynnt að farið yrði í að skipta út gervigrasinu eftir áramót og undir- búningur hefjist strax á nýju ári við að skipta út grasinu á aðalvellinum fyrir gervigras svo völlurinn yrði klár til notkunar vorið 2024. Að sögn Birnu Kristínar formanns Aftur- eldingar hefur félagið lagt mesta áherslu á þjónustubyggingu og því hefur nú lofað að henni verði flýtt og framkvæmdir gætu hafist næsta haust. „Vissulega á eftir að fara í síð- ari umræðu fjárhagsáætlunarinnar og vonandi opnar þessi umræða augu fólks fyrir því hvernig staðan hjá okkur er á Varmársvæðinu.“ Mannréttindadagur haldinn í Útialtarinu Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna er laugardaginn 10. desember. Það hefur skapast hefð á Kjalarnesi að koma saman á þessum degi í Útialtarinu í Esjubergslandi. Dæmi um óréttlæti sem fólk þarf að þola er ritað á miða, því kastað á eldinn og eytt þannig á táknrænan hátt. Gjörningurinn var fyrst haldinn 10. desember 2017. Sem fyrr heldur Sögufélagið Steini á Kjalarnesi upp á daginn sem fram fer á laugardaginn kl. 15 í Útialtar- inu, undir fögrum Esjuhlíðum. Þar verður ýmislegt á dagskrá, nú með jólaívafi; formaður Sögufélagsins Hrefna Sigríður flytur mannrétt- indapistil, sr. María Rut og félagar í kirkjukór Brautarholtskirkju sjá um helgistund og söng. „Óréttlæti“ kastað á eldinn, jólalög, gengið í kringum, kaffi/kakó og meðlæti, líka fyrir Esjubergshrossin. Öll vel- komin og fjölskyldufólk sérstaklega. Sverrir í Varmadal varð áttræður þann 1. desember og var mikið um veisluhöld í Varmadal í tilefni þess. Fagnað var í heila viku eins og til forna. Sverrir nýut tilverunnar alla daga og mætir á kóræfingar og fer í sund. Hann gerðist vörubílstjóri hjá Þrótti 22 ára gamall og keyrir enn þann dag í dag á glænýjum vörubíl. Í viðtali í Mosfellingi fyrir nokkrum árum sagði Sverrir: „Mér er sagt að það hafi verið kalt skammdegi daginn sem ég fæddist árið 1942. Faðir minn hafi verið tilbúinn með tvo eldishesta skaflajárnaða til ferðar að Laxnesi í Mosfellsdal ef aðstoðar ljósmóður þyrfti fyrirvaralaust sem og varð tilfellið. Brýrnar voru að vísu komnar á Leirvogs- ána og Köldukvísl en vegalengdin löng, svartamyrkur og frost. Helga ljósmóðir var vakin með því að guða á glugga, hún útbjó sig í skyndi í hnakkinn á aukahestinum til að aðstoða móður mína við komu mína í þennan heim.“ Jón Sverrir Jónsson fagnaði með vinum og samferðafólki Áttræður í Varmadal sverrir með börnum sínum, björgvini, elísabetu og jóni á afmælisdaginn guðjón haralds og jón sverrir í afmælisveislu

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.