Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 22
- Bæjarblað sem skiptir máli22
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la
Árlegur jólamarkaður Ásgarðs fór fram laugardaginn 3. desember og var að vanda margt
um manninn. Allar handsmíðuðu vörurnar í Ásgarði voru til sýnis og sölu auk þess sem
hægt að fara að fá sér rjúkandi heitt kaffi.
Vinsæll jólamarkaður
haldinn í Álafosskvos
Ásgarður handverkstæði með árlega veislu á aðventu
Mosfellingurinn og rithöfundurinn Eva Rún
Þorgeirsdóttir hefur gefið út fjórar bækur á
árinu og allar eru þær ætlaðar krökkum.
Í vor kom út gamansagan Stúfur fer í
sumarfrí, sem er þriðja bókin í seríunni um
jólasveininn Stúf og nú fer hann til Ítalíu og
lendir í ýmsum fjörugum ævintýrum. Sum-
arþrautabók Stúfs kom út á sama tíma þar
sem er að finna þrautir sem tengjast
bókinni.
Í haust gaf Eva Rún út spennu-
söguna Skrímslin vakna, sem
gerist í framtíðinni árið 2222,
þar sem íslensk þjóðsagna-
skrímsli vakna til lífsins og
aðalsögupersónan Kata þarf
að bjarga þeim.
Og nú fyrir stuttu kom
út Sögur fyrir jólin, sem
er jóladagatal á Stor-
ytel. Þar opnast einn
kafli sögunnar á dag í
desember. Sögur fyrir
jólin er lágstemmd
og notaleg saga, í
sama stíl og Sögur
fyrir svefninn sem
hafa verið mjög vin-
sælar á Storytel, og tilvalið að hlusta á í lok
dags til að skapa ró.
Hvergi betra að skrifa en í Mosfellsbæ
Auk skrifanna fæst Eva Rún við að kenna
krökkum að skrifa sögur, ásamt Blævi sam-
starfskonu sinni sem er teiknari. „Við höld-
um námskeiðin Svakalega sögusmiðjan og
heimsóttum Bókasafn Mosfellsbæjar í
haust. Þá héldum við virkilega vel
heppnaða hrekkjavöku-sögu-
smiðju.
Allar bækurnar mínar
skrifa ég hér í Mosfellsbæ,
enda hvergi betra að skrifa
en í Mosó, og þessa dagana
er ég að lesa upp úr bók-
unum mínum í grunn-
skólum Mosfellsbæjar,“
segir Eva Rún.
Þá hefur hún einnig
verið að taka upp þætti
fyrir KrakkaRÚV með Skóla-
hljómsveit Mosfellsbæjar.
Þeir þættir hafa verið sýndir
í Stundinni okkar í vetur og
fleiri þættir væntanlegir á
næsta ári.
Eva Rún Þorgeirsdóttir með fjórar nýjar bækur á árinu
Nýjar barnabækur úr Mosó
Kjarna - Þverholti 2 - Sími: 846 3424
Velkomin
til starfa
Við viljum bjóða Steinunni Helgadóttur
velkomna til starfa á GK snyrtistofu
Steinunn er með sveinspróf
í snyrtifræði og tekur á móti
Mosfellingum og nærsveitung
um af fagmensku og tekur að
sér alla almenna snyrtingu.
Hægt er að bóka tíma hjá henni
á noona.is eða í síma 8463424