Mosfellingur - 08.12.2022, Síða 30
- Fréttir af Mosfellingum30
til sölu
toyota yaris
Hybrid
Lítið keyrður og vel með farinn
Nýkominn úr þjónustuskoðun og ávallt þjónustaður hjá Toyota.
Árgerð 2017 og keyrður aðeins 49 þúsund kílómetra.
Verð: 2.370.000 kr.
Upplýsingar í síma 867-0679
Stjórn Hollvinasamtaka Reykjalundar færði
sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar nýlega
nýjan fjölþjálfa (cross-trainer) að gjöf. Fjöl-
þjálfi er mikilvægt tæki við endurhæfingu
sem veitir góða þol- og styrktarþjálfun fyrir
mjög breiðan hóp notenda.
Tæki sem þetta eru í notkun nánast allan
daginn á Reykjalundi en þau gefa mjúka og
eðlilega hreyfingu, með lágmarksálagi á liði
og nýtast sérstaklega vel þeim sem búa við
takmarkaða hreyfigetu.
Starfsfólk Reykjalundar sendir þakklætis-
kveðjur til stjórnar og allra félaga í Holl-
vinasamtökunum.
Hollvinasamtökin gefa
Reykjalundi nýjan fjölþjálfa
Mikilvægt tæki við endurhæfingu • Í notkun allan daginn
stjórn hollvinasamtakanna
ásamt fulltrúum reykjalundar
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfells-
bæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvem-
ber, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19
heimsfaraldursins. Að vanda var vel mætt
en ríflega 200 gestir hlýddu á lestur úr glæ-
nýjum jólabókum í notalegu umhverfi.
Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Al-
exandersson og Birgir Steinn Theodórsson
ljúfa tóna á gítar og kontrabassa.
Fimm rihöfundar lásu upp úr bókum
Rithöfundar kvöldsins voru þau Benný
Sif Ísleifsdóttir með bók sína Gratíana,
Einar Kárason með Opið haf, Ragna Sigurð-
ardóttir með Þetta rauða, það er ástin, Sig-
ríður Hagalín Björnsdóttir með Hamingja
þessa heims og Stefán Máni með Hungur.
Sunna Dís Másdóttir, skáld og gagnrýn-
andi Kiljunnar, stýrði umræðum af mikilli
fimi að lestri loknum.
Gestir skemmtu sér vel og nutu góðra
bókmennta og veitinga í viðeigandi um-
hverfi.
Ríflega 200 gestir mættir eftir tveggja ára hlé
Vel heppnað Bók-
menntahlaðborð
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la
rithöfundarnir ásamt
stjórnanda kvöldsins
ljúfir tónar
bókasafnið fullsetið
lesið í salinn