Mosfellingur - 08.12.2022, Side 40
- Basar og aðsendar greinar40
Fyrsti fundur menningar- og
lýðræðisnefndar var haldinn 15.
nóvember sl. en nefndin hét áður
menningar- og nýsköpunarnefnd.
Hin nýja nefnd fer með menn-
ingar- og lýðræðismál og á meðal
annars að gera tillögur til bæjar-
stjórnar um menningarmál, um
stefnu í lýðræðismálum, hafa
eftirlit með starfsemi stofnana
sem vinna að menningarmálum
og fleira.
Á fyrsta fundi nefndarinnar
lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins fram tillögu um að farið yrði í
framkvæmdir á sviði Hlégarðs og
því breytt þannig að hljóðburður
þar sé það góður, að hægt sé að
bjóða upp á ólíka tónlistar- og menning-
arstarfsemi í húsinu. Einnig var lagt til
að skoðað verði að setja fellistúku sem
hægt væri að nýta fyrir viðburði í húsinu.
Þessum tillögum var synjað með þremur
atkvæðum meirihluta Framsóknar,
Samfylkingar og Viðreisnar.
Tillögur þessar voru lagðar
fram þar sem það er mat okkar
og margra annarra, að Hlégarð sé
hægt að nýta mun betur og meira
en nú er gert, og að húsið bjóði
upp á mikla möguleika í þágu allra
bæjarbúa og gesta. Fyrstu skrefin
að okkar mati í þeirri vinnu eru að
laga sviðið í húsinu og aðstöðu í
sætum til að taka á móti gestum.
Samkvæmt bókun meirihlutans
liggur ekki fyrir hvaða starfsemi
húsið á að hýsa, né hver á að sjá
um reksturinn. Stefnumótum
stendur nú yfir varðandi þessi mál
og bíðum við spennt eftir niður-
stöðu þeirra stefnumótunarvinnu.
Franklín Ernir Kristjánsson og Helga Möller
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í menningar- og lýðræðisnefnd
Hlégarður - næstu skref
Ég vil vekja athygli á hversu gott
það er að vera unglingur í bæ
en ekki í borg. Það geri ég vegna
væntanlegra aðgerða Reykjavík-
urborgar í niðurskurði á opnunar-
tíma félagsmiðstöðva, sem er að-
för að barna- og unglingavelferð.
Við í stjórn SAMFÉS – samtaka
félagsmiðstöðva og ungmenna-
húsa á Íslandi gagnrýnum þetta harðlega
ásamt öllum þeim sem koma að þessum
vettvangi.
Unglingar í Mosfellsbæ eru einstaklega
heppnir þegar kemur að félagsmiðstöðv-
arstarfi. Hvergi á landinu er jafn mikill
opnunartími félagsmiðstöðva. Mosfellsbær
býður upp á þetta mikla starf til að tryggja
að börn og unglingar hafi samastað í öruggu
umhverfi þar sem bæði fer fram formlegt
og óformlegt frístundastarf. Þar er hægt að
tryggja mikilvægt samstarf barna/unglinga,
skóla, foreldra og félagsmiðstöðva.
Það sem Mosfellsbær býður upp á um-
fram flest, ef ekki öll, bæjarfélög er heils-
dagsopnun félagsmiðstöðva. Nú hugsa
eflaust margir um hvers vegna félagsmið-
stöð sé að opna klukkan 9:00 á morgnana
þegar börnin eiga að vera í skóla? Í hugum
margra er félagsmiðstöðin geymslustaður
fyrir unglinga eftir skóla og fram á kvöld.
Þar sem unglingarnir eru best geymdir til
að drepa tímann.
Ég hitti reglulega fyrrum unglinga sem
koma til að þakka fyrir að starfsmenn
Bólsins voru alltaf til staðar og benda á að
Bólið bjargaði þeim á svo margan hátt. Oft
eru þetta unglingar sem pössuðu ekki inn í
ramma skólans eða voru ekki svo heppnir
að búa við hin fullkomnu skilyrði heima
fyrir. Hver sem ástæðan var, þá áttu þeir
öruggt athvarf í Bólinu.
Það sem félagsmiðstöðvarstarf snýst
um er að vinna með einstaklinga og hópa
á jafnréttisgrundvelli. Án stífra ramma en
alltaf með virðingu að leiðarljósi. Félags-
miðstöðin er staður þar sem unglingar
geta komið og opnað sig, tjáð tilfinningar,
áhyggjur og sorgir. Staður þar sem er hlust-
að er á þá og ef á þarf að halda, staður þar
sem starfsmenn koma erfiðum málum í rétt
ferli, þannig að hægt sé að tryggja velferð
og öryggi barna og unglinga. Staður þar
sem starfsfólk er vinir, en á sama
tíma fagfólk sem getur gripið inn
í óæskilega hegðun. Starfsmenn
sem eru vinir en þekkja mörk
og heilbrigð samskipti og geta
miðlað því áfram til unglinganna.
Starfsmenn sem eru vinir, en
eru ófeimnir við að nálgast erfið
umræðuefni sem unglingurinn
er ekki tilbúinn til að ræða við foreldra/
aðstandendur.
Það sem gerist á daginn í félagsmið-
stöðinni er að unglingarnir koma til okkar
í frímínútum, í eyðum, í félagsfærni eða
þeir koma í þau valfög sem við kennum.
Valfögin eru alls konar. Þar má nefna kyn-
fræðslu, fatahönnun, félagsfærni og félags-
lega styrkingu. Auk þess þá tökum við alla
bekki unglingadeildanna til okkar í fræðslu
tengda fræðsluherferðum okkar.
Til að koma aftur að upphafspunktin-
um, þá er ég svo þakklát fyrir langtímasýn
stjórnenda Mosfellsbæjar. Með niðurskurði
á þessum vettvangi er verið að kasta krón-
um til að spara aura. Ráðuneytin eru með-
vituð um að staða barna og unglinga eftir
heimsfaraldur er ekki eins og við óskum
okkur. Til að bregðast við, þá sit ég ásamt
öðrum sem vinna að málefnum barna
og unglinga í ótal vinnuhópum á vegum
ráðuneytanna um hvernig megi bregðast
við þessari þróun sem er meðal annars
aukin áhættuhegðun, kvíði og félagsleg
einangrun. Þrátt fyrir þetta þá ætlar Reykja-
víkurborg að skera niður fjárveitingu, sem
er með öllu óskiljanlegt.
Því vil ég enn og aftur þakka fyrir að
stjórnendur Mosfellsbæjar sjái og meti
það góða og mikilvæga starf sem félags-
miðstöðvar sinna. Þó svo enn sé vinna fram
undan við að koma starfseminni á þann
stað sem okkar börn og unglingar eiga skil-
ið, þá er Mosfellsbær orðinn það bæjarfélag
sem horft er til á þessum vettvangi.
Hrós til Mosfellsbæjar - ég er þakklát
fyrir að unglingarnir mínir fái að alast upp
í bæjarfélagi sem er tilbúið að styrkja und-
irstöðuna, sem er unga fólkið okkar.
Virðingarfyllst,
Guðrún Helgadóttir
Forstöðumaður Bólsins
Það er betra að vera
unglingur í bæ en í borg Skipulagsnefnd fundar aðra hverja
viku og hefur nefndin fundað
aukalega í ár vegna endurskoðun-
ar aðalskipulags. Endurskoðun að-
alskipulags Mosfellsbæjar er langt
komin og er áformað að vinnunni
ljúki fyrri hluta næsta árs.
Nefndinni hafa borist þónokkur
erindi er tengjast endurskoðun
aðalskipulagsins og er mögulegt
að sjá þessi erindi í fundargerðum
nefndarinnar.
Skipulagsnefnd berast erindi
er varða til dæmis breytingar á
deili- og/eða aðalskipulagi Mos-
fellsbæjar, en þar sem nefndin
er einnig umferðarnefnd, koma
málefni er tengjast umferðarmál-
um í Mosfellsbæ einnig til nefndarinnar.
Á fundi skipulagsnefndar í nóvember sl.
kom fram samantekt um hraðamælingar
lögreglunnar hér í Mosfellsbæ, sem fram-
kvæmdar voru fyrr á árinu. Niðurstöður
þessara hraðamælinga voru því miður
ekki góðar. Hraðamælingar fóru fram á 12
stöðum hér í bænum og kom í ljós að 7-
38% ökumanna óku of hratt, mismunandi
eftir götum og hverfum. Á einum stað þar
sem hámarkshraði er 70 km/klst. var til
dæmis ekið á allt að 124 km hraða.
Þetta er því miður of hátt hlutfall
og of mikill umferðarhraði. Við
hvetjum alla bæjarbúa til að virða
umferðarhraða og umferðarreglur
í bænum okkar því við verðum að
sýna gott fordæmi, sérstaklega nú
í skammdeginu.
Meðal verkefna sem eru í
vinnslu og undirbúningi hjá skipu-
lagsnefnd má nefna deiliskipulag
6. áfanga Helgafellshverfis, deili-
skipulagsbreytingar við Bjarkar-
holt og miðbæjargarð, skipulag
Borgarlínu og umferðar í miðbæ
Mosfellsbæjar, umferðaröryggis-
áætlun fyrir bæinn, uppbyggingu
á athafnasvæði Blikastaðalands,
uppbyggingu Hamraborgar við Langatanga
og 5. áfanga Helgafellshverfis.
Í nýsamþykktri samþykkt um stjórn
Mosfellsbæjar hafa skipulagsfulltrúa nú
verið fengnar víðtækari heimildir en áður
til afgreiðslu erinda sem berast, sem er
mjög jákvætt og mun stuðla að enn betri
og skilvirkari þjónustu við bæjarbúa.
Ásgeir Sveinsson og Helga Jóhannesdóttir, bæjar-
fulltrúar D-lista og fulltrúar í skipulagsnefnd
Ert þú á löglegum hraða?
svipmyndir
basar
hjá eldri
borgurum
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la