Mosfellingur - 08.12.2022, Síða 44

Mosfellingur - 08.12.2022, Síða 44
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Hermann Orri Hjörleifsson fæddist 29. ágúst 2022. 4.550 gr og 54 cm. Fyrsta barn foreldra sinna sem eru Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir og Hjörleifur Þórðarson. HM Í MOSÓ Það er skemmtilegt að hugsa til þess hvað Katar sem heldur heimsmeist- aramótið í fótbolta í ár er lítið land og kannski minna en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Það má segja Katar sé níu sinnum minna en Ísland sem segir manni það að ef nægir peningar væru til þá gætum við vel haldið heimsmeistaramótið á Íslandi. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá myndi ég aldrei vilja fá þessa keppni til Íslands, það skilur eftir sig stóra og mikla íþróttaleikvanga og skapar mikla atvinnu en er ekki ágætt að fara bara til Bandaríkjana eða Japan og sjá þessi stóru mannvirki þar, þó það væri rosalegt að fara niður í Varmá og þar væri kominn leikvangur sem tæki 60 þúsund manns í sæti. En ef ég fer aðeins aftur í landið sjálft Katar þá er það umdeilt og að fjalla eitt- hvað um umdeilt land er kannski ekkert spennandi en það sem er áhugavert er að þar ríkir kóngur og það er enginn skógur í Katar. Landið er mjög flatt en þarna undir öllu liggja stærstu jarðolíubirgðir heims og hefur það kannski eitthvað með það að gera að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims. Ekki er bara talað illa um þetta umdeilda land en ef leitað er eftir besta flugfélagi heims þá er talað um Qatar Airways en flugfélagið er þekkt fyrir örugg og góð flug. Qatar Airways er líka þekkt fyrir að vera eitt af yngstu flugfé- lögum sem flýgur til allra heimsálfa en þetta flotta flugfélag var stofnað 1993 og hefur 234 flugvélar undir sínu nafni sem er rosalega mikið. Ef þetta er borið saman við íslensku flugfélögin þá er Play með 8 vélar og Icelandair með 43 flugvélar. Bragi Þór - Heyrst hefur...44 Í eldhúsinu Alexía og Aron skora á Viktoríu og Hafstein Gylfa að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Alexía Gerður Valgeirsdóttir og Aron Emil Sigurðsson deila með okkur Mosfellingum uppskrift að þessu sinni. Hráefni: • 500 g skrúfupasta • 1 stk brokkolíhaus • 1 rauð paprika • ½ laukur • 1 stk mexíkóostur • 500 ml matreiðslurjómi • 250 g skinka • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk • Olía Aðferð: Byrjið á að sjóða pasta. Saxið laukinn og skerið brokkolí og papriku í bita. Steikið svo laukinn upp úr olíu og kryddið með salti og pipar, bætið svo brokkolí og paprikunni saman við. Steikið þar til grænmetið er farið að mýkjast og setjið þá yfir í skál. Rífið mexíkóost og sjóðið með rjómanum á pönnunni þar til osturinn er bráðinn. Gott að krydda með salti, pipar og hvítlauksdufti. Skerið skinku í teninga og setjið skinkuna, grænmetið og pastað út á pönnuna og blandið vel.  Verðiykkuraðgóðu! Skinkupasta AlexÍu og Aroni Heyrst Hefur... ...að búið sé að loka Subway á N1 í Háholti, þar eigi að opna Ísey skyrbar á nýju ári. ...að minkur hafi fundist í Reykja- byggð á dögunum sem hefur líklega sloppið úr minkabúi. ...að ekkert hafi orðið úr auglýstum íbúafundi um aðstöðuleysi að Varmá en forystufólki bæjarins hafi verið verulega misboðið við fregnirnar. ...að Sverrir í Varmadal hafi orðið átt- ræður 1. des. og því hafi verið fagnað í viku eins og tíðkaðist til forna. ...að Villi naglbítur verði veislustjóri á Þorrablóti Aftureldingar sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023. ...að Mosfellingurinn Sjafnar Björgvins sé kominn áfram í Idolinu. ...að búið sé að opna Blik með nýjum rekstraraðilum og fyrrum heims- meistara barþjóna innanborðs. ...að Grýla sitji sveitt við að sauma búninga á Aftureldingarsveinana sem verða á ferðinni á aðfangadag. ...að Mugison sé búinn að halda sína fyrstu tónleika í sínum nýja heimabæ. ...að hestamannafélagið Hörður bjóði Mosfellingum í opið hús á sunnudag- inn og reiðsýningu í höllinni. ...að verið sé undirbúa skemmtiskokk í Mosó á gamlársdag. ...að Stormsveitin verði með útgáfu- og þrettándatónleika laugardags- kvöldið 6. janúar. ...að Steindi Jr. og Dóri DNA séu komnir í úrslitaþátt KVISS þar sem Afturelding mætir KR í beinni útsendingu á laugardaginn. ...að jólabingó fullorðna fólksins fari fram á Barion fimmtudagskvöldið 15. desember. ...að jólaskógurinn í Hamrahlíð opni með látum á laugardaginn kl. 12:30 þar sem jólasveinar, álfar og söngur verða á boðstólum. ...að búið sé að senda starfsmann á Hömrum í leyfi frá störfum vegna gruns um ofbeldi gagnvart skjólstæðingum. ...að íþróttafréttamaðurinn Gunni Birgis sé komin í nefndina sem velur íþróttamann og -konu Aftureldingar. ...að Gunni Mall hafi fengið starfs- mann Stjörnunnar á sig í fagnaðar- látum eftir síðasta sigurleik. ...að Greta Salóme sé orðin móðir. ...að hestamenn haldi aðventukvöld fyrir 60+ í Harðarbóli næsta miðviku- dagskvöld. ...að Bjartmar Elí úr Bólinu hafi lent í öðru sæti í Rímnaflæði. ...að Brúarhóll sé til sölu. ...að Mosfellingurinn og jógakennar- inn Íris Dögg sé með skemmtilegt jógadagatal í desember. ...að 50 manns hafi sótt um stöðu umsjónarmanns Listasals Mosfells- bæjar sem er verið að ráða í. mosfellingur@mosfellingur.is j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is jólagjafirnar færðu á jakosport.is

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.