Mosfellingur - 22.12.2022, Qupperneq 4

Mosfellingur - 22.12.2022, Qupperneq 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 aðfangadagur 24. desember Kl. 13: Jólastund barnanna í Lágafells- kirkju. Umsjón: Sr. Henning Emil. Kl. 18: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Arndís Linn. Kl. 23:30: Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Jóladagur 25. desember Kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta í Lága- fellskirkju. Sr. Arndís Linn. Kirkjukór Lágafellssóknar. Kl. 16: Hátíðarguðsþjónusta í Mosfells- kirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. gamlársdagur 31. desember Kl. 17: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. sunnudagur 8. janúar 2023 - upphaf barnastarfsins. Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Kl. 13: Sunnudagaskólinn í SAFNAÐAR- HEIMILINU, ÞVERHOLTI 3. Kl. 17: Batamessa í Lágafellskirkju. Foreldramorgnar Hefjast aftur á nýju ári miðvikudaginn 11. janúar kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Barnakór lágaFellskirkJu Æfingar hefjast aftur 9. janúar, fyrir krakka í 1.- 6. bekk. Brennur yfir hátíðar - tímasetningar Loksins verður hægt að halda brennur í Mosfellsbæ eftir sam- komutakmarkanir síðustu ár. Á gamlárskvöld verður áramóta- brenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrett- ándabrennan er árlega. Mosfells- bær stendur fyrir brennunni í samstarfi við handknattleiksdeild Aftureldingar en kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hin árlega þrettándabrenna fer fram á sama stað föstudaginn 6. janúar 2023. Blysför leggur af stað frá Miðbæjar- torginu kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla og Leppalúði og fleiri verða á svæðinu. Björgunar- sveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda. Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins Val á Mosfellingi ársins 2022 stend- ur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 18. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni og hvað við- komandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa þessi hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir, Greta Salóme, Kaleo, Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, Sigrún Þ. Geirs- dóttir, Guðni Valur Guðnason, Jón Kalman Stefánsson, Óskar Vídalín Kristjánsson, Hilmar Elísson, Sigmar Vilhjálmsson og Elva Björg Pálsdóttir. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði ársins 2023, fimmtudaginn 12. janúar. Skemmtikraftarnir og Mosfellingarnir Steindi Jr. og Dóri DNA gerðu sér lítið fyrir og unnu spurningaþáttinn Kviss á Stöð 2. Strákarnir kepptu fyrir hönd Aftur- eldingar en í þáttunum keppa þekktir Íslendingar fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þátturinn er í umsjón Björns Braga Arnarssonar. Afturelding mætti KR í úrslitaviðureign- inni og höfðu Vesturbæingar yfirhöndina lengi vel. Steindi og Dóri áttu hinsvegar magnaða endurkomu og staðan var hnífjöfn þegar ein spurning var eftir. Eftir þessa ótrúlegu dramatík höfðu Mos- fellingarnir betur og er Afturelding því sigurvegari þriðju þáttaraðar Kviss. skemmtikraftarnir steindi jr., björn bragi og dóri dna afturelding vann kviss Steindi Jr. og Dóri DNA Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður formlega fimmtudaginn 8. des- ember eftir endurbætur og breikkun. Með framkvæmdinni stóreykst umferðaröryggi í gegnum bæinn. Vígðir voru tveir áfangar, tæpir 2 kíló- metrar frá Skarhólabraut að Kóngsvegi (Reykjavegi), en framkvæmdirnar eru hluti af verkefnum Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Verkið gekk mjög vel. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust í lok maí 2020 og lauk í desember það sama ár. Seinni áfangi fór af stað í febrúar á þessu ári og lauk formlega við opnunina þann 8. desember. Í fyrri áfanga, sem náði frá Skarhólabraut að Langatanga, var akreinum fjölgað úr þremur í fjórar og þannig komið í veg fyrir umferðarteppur sem oft mynduðust við Lágafellskirkju. Í seinni áfanganum, sem náði frá Langatanga að Kóngsvegi, voru fjórar akreinar fyrir en þörf á endurbygg- ingu vegarins. Stærsta breytingin er sú að akstursstefnur eru nú aðskildar með vegriði á allri leiðinni sem stóreykur umferðarör- yggi á veginum. Verktaki í báðum áföngum var Loftorka Reykjavík ehf. klippt á borða á afrein að krikahverfi Sigurður Ingi Sigurðarson innviðaráð- herra, Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar, Davíð Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Betri samgangna, og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar klipptu á borða á nýrri afrein að Krikahverfi og mörkuðu þannig formlega opnun. Við það tækifæri sagði Sigurður Ingi meðal annars: „Með Samgöngusáttmálan- um, sem að standa ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, var blásið til stór- sóknar í samgöngumálum á svæðinu. Það er mjög ánægjulegt að sjá uppskeru hans líta dagsins ljós sem eykur umferðaröryggi og afköst vegarins.“ Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mos- fellsbæjar var einnig ánægð: „Við erum hæstánægð með þessa framkvæmd þar sem hún bætir umferðaflæðið auk þess sem lýsing og vegrið auka öryggi til muna. Hljóðvarnir hafa líka verið bættar og við fengum biðstöðvar Strætó beggja vegna vegarins við Hlíðartúnshverfi og Skálahlíð sem er mikill kostur.“ Formleg opnun Vesturlandsvegar í gegnum bæinn • 20-30 þúsund bílar á dag stóraukið umferðaröryggi í gegnum Mosfellsbæ regína ásvaldsdóttir bæjarstjóri og sigurður ingi innviðaráðherra skæraverðirnir þórhildur karen og dagbjört lilja

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.