Mosfellingur - 22.12.2022, Page 8

Mosfellingur - 22.12.2022, Page 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 Jólafrí félagsstarfsins 2022 Síðasti dagur félagsstarfsins fyrir jól er fimmtudagurinn 22. des. Opnum síðan aftur mánudaginn 2. jan 2023 kl. 13:00. Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur. Gleðileg jól kæru vinir og þökkum samfylgdina á liðnu ári. Opið hús/menningarkvöld Tunglið og ég: Djass í Hlégarði. Opið hús/menningarkvöld verður mánudaginn 9. janúar í Hlégarði kl. 20:00. Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson píanóleikari flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand (1932-2019), en hann er helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarnir samdir af Árna Ísakssyni og Braga Valdimar Skúlasyni. Kaffi- nefndin verður svo með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er kr. 1.500 (posi er ekki á staðnum). Með kveðju, Menningar- og skemmti- nefnd FaMos Hugur og heilsa Íþróttanefnd FaMos. Hugur og heilsa, 12 vikna námskeið 3 sinnum í viku hefst 9. janúar 2023. Verð fyrir tímabilið er kr. 15.000. Skráning hefst 3. janúar í síma 895 4656 og 845 7490 frá kl. 10 til 12. Þeir sem hafa þegar skráð sig þurfa ekki að panta tíma. Vatnsleikfimi byrjar 16. jan. Ringó byrjar 10. jan. Boccia byrjar 18. jan. Púttæfingar byrja 9. jan. Gönguferðir alla miðvikudaga kl. 13.00 frá Fellinu við Varmá. leikfimi á Eirhömrum hjá Karin sjúkraþjálfara byrjar 5. janúar kl. 10:45 og 11:15. Allir velkomnir. Fyrirlestur með ara Trausta Í Safnaðarheimilinu 3. hæð 12. janúar kl. 14:00 með Ara Trausta sem ræðir um ýmislegt áhugavert varðandi manninn og náttúruna, allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Promennt Erum á fullu að skrá á Promennt snjallnámskeiðin sem byrja aftur eftir áramót. Kennt er í 4 skipti á Apple eða Android snjalltæki. Aðgangur á námskeiðin er ókeypis. Skráning og upplýsingar í síma 6980090 eða á elvab@mos.is. STJórn FaMOS Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com Jólasveinaheimsókn á aðfangadag Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Heimsókn- artíminn er laugardag- urinn 24. des á milli kl. 10:00 og 14:00. Hægt er að láta þessa skemmtilegu jólasveina afhenda pakka. Heimsóknin kostar 5.000 krónur en panta þarf í vef- verslun Aftureldingar fyrir klukkan 16:00 á Þorláksmessu. Allar nánari upplýsingar eru á afturelding.is Halldóra í 40 ár á Reykjalundi Reykjalundur heiðraði nýlega Halldóru S. Árnadóttur en á þessu ári náði hún þeim merka áfanga að hafa starfað á Reykjalundi í 40 ár. Halldóra starfar nú sem gjaldkeri en á þessum árum hefur hún unnið ýmis skrifstofustörf. Reykjalundur vill þakka Halldóru kærlega fyrir góð og gegn störf í þágu Reykja- lundar á þessum árum. Stormsveitin, sem er rokkkarlakór, er um þessar mundir að leggja lokahönd á plötu með lögum sem samin eru og útsett af Arn- óri Sigurðarsyni og textar eftir stórskáldið Kristján Hreinsson. „Formlega er kórinn orðin 10 ára. Við erum fjórraddaður lítill karlakór sem syngur hefðbundin karlakóralög sem og önnur lög við undirleik rokkhljómsveitar. En við höfum samt margoft komið fram órafmagnaðir,“ segir Sigurður Hansson forsprakki kórsins. Sonur hans Arnór hefur frá stofnun kórsins séð um tónlistarhliðina og útsetningu á lögum. Platan kemur út á Spotify „Frá upphafi hef ég verið tónlistarstjóri Stormsveitarinnar, hef séð um að útsetja fyrir hljómsveitina. Svo þróaðist þetta út í að ég varð kórstjórinn líka,“ segir Arnór. „Ég fann það svo í Covid-ástandinu þar sem við vorum alltaf að byrja og hætta að við þurftum einhverja áskorun. Það varð úr að ég samdi nokkur lög fyrir kórinn og fékk svo Kristján Hreinsson til að semja textana. Platan kemur út á Spotify á næstu dögum en svo er hugmyndin að fara af stað með söfnun á Karolina Fund eftir áramót þar sem hægt verður að tryggja sér plötuna á vínil,“ segir Arnór sem samdi öll lögin á plöt- unni nema eitt en það lag er samið af föðurbróður hans, saxafónleik- aranum Jens Hanssyni. Útgáfu- og þrettánda- tónleikar í Hlégarði Laugardaginn 7. janúar verða útgáfu- og þrett- ándatónleikar í Hlégarði hjá Stormsveitinni. „Það er hefð hjá okkur að vera með þrettándatónleika og í ár bætum við um betur og flytjum nýju plötuna í heild sinni fyrir hlé og svo eftir hlé tökum við þau lög sem okkur hefur fundist skemmtilegast að syngja þau 10 ár sem Stormsveitin hefur starfað. Við erum með flotta hljómsveit með okkur, auk Arnórs verða Jens Hansson á saxann, Þórir Úlfarsson á hljómborð, Páll Sólmundur á gítar og Jakob Smári á bassa. Við lofum góðri skemmtun og miklu stuði. Miðasala er hafin á Tix.is og eru miðarnir tilvalin jólagjöf,“ segir Siggi og vonast eftir góðri mætingu á tónleikana. Rokkaður karlakór í 10 ár • Halda stóra tónleika ásamt hljómsveit í Hlégarði 7. janúar stormsveitin gefur út plötu með frumsömdum lögum feðgarnir arnór og siggi hansa

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.