Mosfellingur - 22.12.2022, Síða 48

Mosfellingur - 22.12.2022, Síða 48
Handknattleiksdeild neðan Holtahverfis við Leirvog á sama stað og árleg þrettándabrenna - Aðsendar greinar48 Kæru Mosfellingar Gjöfin Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki augað sem glaðlega hlær, Hlýja í handartaki, hjartað sem örar slær. Allt sem þú hugsar heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi fegurð og yl. Úlfur Ragnarsson Okkur í Framsókn langar að óska ykk- ur kæru sveitungar gleðilegra jóla og megi nýja árið færa ykkur gleði, heilsu og hamingju. Munum að hamingjan er val, hamingjan er lífstíll og hamingjan er ákvörðun en allt er það vinna. Fyllum líf okkar af því sem okkur þykir gaman að gera. Eitthvað sem gerir okkur glaðari, ánægðari eða eitthvað sem nærir okkur. Það er líka mikilvægt að stað- setja sig sólarmegin í lífinu þannig að gleði, jákvæðni og þakklæti séu til staðar alla daga. Já við þurfum að staldra aðeins við og njóta allra einföldu hlutanna sem eru allt í kringum okkur, þeir eru lífið. Njótum þess! Gefum af okkur, vöndum framkomu okkar við aðra því þannig gerum við gott samfélag betra. Eigið góða daga, alla daga og megi gæfan umvefja ykkur. Með jólakveðju, Framsókn í Mosfellsbæ. Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknar Kæru Mosfellingar Fyrir hönd sjónvarpsþáttarað- arinnar Aftureldingar langar mig að þakka kærlega fyrir okkur. Þið hafið væntanlega orðið vör við umstangið og vesenið, fólk í snjó- göllum að reykja, fræga leikara að spígspora um Kjarnann að þykjast eiga heima þar, síðskeggjaða ljósamenn í stríði við skammdegið; þetta eru allt sam- an við, fólkið sem er að gera Aftureldingu - sjónvarpsþátt sem gerist að öllu leyti í Mosfellsbæ og verður frumsýndur á RÚV um páskana. Þátturinn er svokölluð dramedía um handboltafólk - saga af vígvelli kynjastríðs- ins, saga um börn, foreldra og harpix. Það er ótrúlegt hvernig tekið hefur verið á móti okkur. Hvert sem við komum stend- ur fólk með útbreiddan arminn boðið og búið að aðstoða hvernig sem er. Sérstaklega langar mig að þakka hersingunni í íþróttahúsinu, en þar hefur starfslið hússins og þáttanna einhvernveginn runnið saman í eitt. Ótrúlegt, ég segi með sanni að við gætum ekki gert þessa þætti án bæjarbúa hér í Mosfellsbæ. Við lofum að láta ykkur í friði um jól- inn, en birtumst svo öðru hvoru megin við þrettándann og klárum síðustu tvær vikurnar. Verð líka að segja….djös andi í bænum núna. Gleðileg jól! Dóri DNA Hátíðarkveðja Takk fyrir okkur Boðið var upp á tónleika í Lágafellskirkju fimmtu- dagskvöldið 15. desember. Þeir félagar Andrés Þór á gítar, Karl á píanó og Jón á bassa, fluttu útsetn- ingar sínar af þekktum jólalögum og sálmum með jassívafi svo unun var á að hlýða. Notalegt spjall þeirra félaga um efnisskrána gaf ágætum tónleikum þeirra enn meira gildi. Takk fyrir yndisstund, sem fáir komu til að njóta. Jórunn og Birgir Hátíðarnótt - tónleikar

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.