Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 2
Inga er að rannsaka áhrif stafrænnar fram- þróunar á jaðarhópa í doktorsnámi sínu. 19% Íslenska liðið var með nítján prósenta sigur- hlutfall undir stjórn Arnars Þórs. Fær loksins húsnæði Það voru sannkölluð tímamót í Silfursmára í gær þegar Margrét Sigríður Guðmundsdóttir tók á móti lyklunum að íbúð sinni sem Ármann Ólafsson frá Brynju leigufélagi afhenti henni. Hún hefur verið í baráttu við Kópavogsbæ og ríkið undanfarin ár vegna úrræðaleysis og getur nú loksins flutt út af hjúkrunarheimil- inu sem hún hefur búið á síðastliðin tvö ár. Vonir standa til að hún flytji inn eftir páskana og því stutt í flutningana. Fréttablaðið/anton brink N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. ser@frettabladid.is samfélag Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fær aðgengisviður- kenningu Reykjavíkur 2022, en viðurkenninguna hlýtur hún fyrir baráttu sína fyrir bættu aðgengi í stafrænum heimi. Verðlaunahafinn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að stafræn vegferð samfélagsins þjóni öllum og skilji engan út undan, en hún rann- sakar nú í doktorsnámi sínu áhrif þessa á jaðarhópa. Inga Björk þakkaði fyrir viður- kenninguna og benti á hversu mikil- vægt væri að gerður yrði rammi um stafræn aðgengis- og réttindamál er varða mannréttindi í breiðum skilningi. n Ingu Björk launað baráttuþrekið Inga er að rannsaka áhrif stafrænnar þróunar á jaðarhópa hér á landi. Arnar Þór Viðarsson var rekinn sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í gær. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ákvörðunina hafa verið erfiða en nauðsynlega því trúin á að Arnar væri réttur maður á réttum stað var ekki lengur til staðar. hordur@frettabladid.is helgifannar@frettabladid.is fótbolti „Ég skil gagnrýnina á tímasetninguna. En þegar stjórnin hefur ekki trú og traust og við höldum ekki að þjálfarinn sé rétti maðurinn þá verðum við að taka svona ákvörðun,“ segir Vanda Sigur- geirsdóttir, formaður KSÍ, en í gær ákvað stjórn sambandsins að víkja Arnari Þór Viðarssyni úr starfi. Arnar Þór stýrði íslenska karla- landsliðinu frá því undir lok árs 2020. Síðasti leikur hans sem lands- liðsþjálfara var gegn Liechtenstein, sem vannst 7–0, sá stærsti í sögunni. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Arnars Þórs. Margir héldu að metsigurinn myndi lægja öldurnar en Vanda bendir á að fáir landsliðsþjálfarar hafi lent í eins miklu mótlæti og Arnar Þór. „Það er margt sem hann má vera stoltur af, líka í starfi sem sviðsstjóri knattspyrnusviðs. Hann kemur með afreksáætlun og alls konar. Það gerir þetta enn erfiðara. Það breytir því ekki að ef stjórn knatt- spyrnusambandsins er sannfærð um að hann sé ekki rétti maðurinn þá verðum við að gera breytingar, eins erfitt og það er,“ segir Vanda. Arnar hefur þurft að byggja upp nýtt landslið undanfarin ár og fékk hann tíma til þess. Vanda sagði á ársþingi KSÍ á Ísafirði í febrúar að nú væri kominn tími á að ná í úrslit. „Við vorum í uppbyggingu og ákváðum að við þyrftum að sýna ákveðna þolinmæði vegna þeirra aðstæðna og breytinga sem voru. Mikilvægi þess að karlalandsliðið komist aftur á stórmót er gríðarlegt. Það er okkar hlutverk að finna leið- irnar til að gera allt til að það takist. Til þess var talið að þyrfti að skipta um þjálfara,“ segir Vanda. KSÍ er ekki búið að ræða við neinn og leitin að nýjum landsliðsþjálfara er því hafin. „Við erum ekki búin að ræða við neinn. En við förum á stúfana. Þó að næsti leikur sé 17. júní er þetta fljótt að líða.“ Arnar var allt annað en vinsæll hjá íslensku þjóðinni eins og sam- félagsmiðlar og kommentakerfi fréttamiðla sýna og sanna. Vanda segir að KSÍ hafi verið meðvituð um þennan storm. „Við erum í þessu samfélagi og við heyrum þetta allt saman. Í raun var þetta svona frá byrjun, frá því hann var ráðinn. Þetta snýst meira um þá trú sem við höfum. Við teljum að við þurfum annan þjálfara til að ná markmiðum okkar. Trúin á að Arnar væri rétti maðurinn var ekki lengur til staðar,“ segir Vanda. n KSÍ bar ekki lengur traust til Arnars landsliðsþjálfara Arnar Þór tók við liðinu í árslok 2020. Liðið fékk strax skell í fyrstu umferð undankeppni EM 2024 á dögunum í 0-3 tapi gegn Bosníu og Hersegóvínu. Fréttablaðið/anton brink kristinnpall@frettabladid.is Náttúruvá Rýming hélt áfram á Austurlandi í gær og var óvissu- og hættustig í gildi víðs vegar um landshlutann. Margrét María Sig- urðardóttir, lögreglustjóri á Austur- landi, segir að björgunaraðilar upp- lifi æðruleysi hjá fólki sem hefur þurft að þiggja aðstoð og er spennt að þetta verði yfirstaðið. „Það eru allir að reyna að vinna að þessu og vinna þetta vel. Auð- vitað er þetta erfitt, en flestir taka þessu af miklu æðruleysi að mér skilst,“ segir Margrét. Hún er sjálf í aðgerðastjórn og því ekki úti við björgunarstörf. Aðspurð segir hún að það eigi eftir að gæta áhrifa þessa veðurfars á andlega heilsu eftir að þessu verði lokið. „Það er heilmikil vinnsla eftir við að vinna úr þessum áfalli.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, tekur í sama streng og segir stöðuna fordæma- lausa á Austfjörðum. „Þetta hefur gífurlegar afleiðingar fyrir fólk sem þarna býr. Við biðjum fólk að láta vita þegar það fer og fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu og almannavörnum.“ n Rýming heldur áfram á Austurlandi Frá björgunaraðgerðum á Austur- landi í gær. Mynd/landsbjörg 2 FRéttIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. mARs 2023 FÖStUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.