Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 4
Fljótlegra ferli og
aðgengilegra en að
fletta upp lyfjum á
erlendum vefsíðum.
Hanna Rut
Sigurjónsdóttir,
viðskiptastjóri
heilbrigðis-
lausna hjá Origo
jonthor@frettabladid.is
DÓMSMÁL Fyrrverandi kærasta
mannsins sem lést í Barðavogsmál-
inu greindi frá fyrri samskiptum
hans við Magnús Aron Magnússon,
sakborning málsins, sem er grun-
aður um að hafa valdið honum bana
síðasta sumar.
Ágreiningur er um hvort þeir hafi
átt í samskiptum fyrir átök sem
leiddu til andlátsins.
Konan bar vitni fyrir dómi í gær,
en hún var í sambandi með hinum
látna frá því janúar 2020 þangað til
rétt fyrir áramót 2021.
Í vitnisburði sínum sagðist konan
hafa dvalið eitthvað í íbúð manns-
ins í Barðavogi. Hún vildi meina að
í eitt skipti hefði maðurinn, sem bjó
í kjallaraíbúð hússins, farið upp til
Magnúsar, sem bjó á efstu hæðinni,
til að kvarta yfir hávaða. „Þetta
hljómaði ekki eins og partístand,“
útskýrði konan sem sagði að maður-
inn hefði útskýrt fyrir Magnúsi að
hann byggi með öðru fólki og mætti
ekki vera með læti. Magnús hefði
beðist afsökunar og sagst ætla að
gera betur. „Hann sagðist hafa verið
að eiga slæma viku,“ tók hún fram.
Í fyrradag fullyrti Magnús fyrir
dómi að hann hefði ekki átt í sam-
skiptum við manninn áður en til
átaka kom á milli þeirra, sem leiddu
til andlátsins. Þá liggja fyrir texta-
skilaboð milli mannsins og annars
nágranna þar sem hann segist ekki
hafa hitt Magnús áður, einungis séð
hann.
Spurð hvort maðurinn væri lík-
legur til að leysa vandamál á átaka-
miðaðan hátt sagði konan svo ekki
vera. „Hann var alls ekki skapstór.
Hann var mikill rólyndismaður og
diplómatískur. Hann reyndi alltaf
tala við alla og leysa málin,“ sagði
hún. n
Lýsti fyrri samskiptum hins látna við Magnús Aron
Magnús Aron Magnússon, sak-
borningur í Barðavogsmálinu, á leið í
dómsal í gær. Fréttablaðið/ernir
ÍÞRÓTTAVIKAN
MEÐ BENNA BÓ
FÖSTUDAGA KL. 21.00
Fjögur helstu deilumálin sem tengjast störfum Jóns sem dómsmálaráðherra
Útlendingafrumvarpið Þrátt
fyrir mótmæli fyrir utan þingið
þegar atkvæðagreiðslan fór
fram var umdeilt útlendinga-
frumvarp Jóns samþykkt fyrr
í mánuðinum. Frumvarpið
var mikið hitamál og var deilt
um stöðu fylgdarlausra barna
sem koma til landsins þar sem
stjórnarandstæðingar töldu að
breytingar Jóns myndu auka
óöryggi þeirra og brjóta á Mann-
réttinda- og Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna.
rafbyssur Eitt af helstu hita-
málunum í ráðherratíð Jóns
hefur verið ákvörðun hans um
að veita lögreglunni heimild til
notkunar á rafbyssum. Jón til-
kynnti fyrirhugaða breytingu í
aðsendri grein í Morgunblaðinu
án þess að vera búinn að láta
aðra ríkisstjórnarmeðlimi vita.
Það var kallað eftir afsögn Jóns
en málið er enn til skoðunar.
aðdróttun um mútur þing-
manna Jón sakaði nefndar menn
alls herjar- og mennta mála-
nefndar og aðra þing menn
minni hlutans um að þiggja þakk-
lætis vott frá fólki sem hefur
verið veittur ríkis borgara réttur
eftir að nefndin sakaði hann
um lög brot þegar hann kom í
veg fyrir að Út lendinga stofnun
af henti gögn í tengslum við
veitingu ríkis borgara réttar. Jón
baðst afsökunar á ummælunum.
Meint hindrun upplýsinga Jón
viðurkenndi opinberlega að hafa
sagt Útlendingastofnun að af-
henda Alþingi ekki gögn um um-
sækjendur um ríkisborgararétt,
sem þingið hafði óskað eftir.
Samkvæmt minnisblaði skrif-
stofu Alþingis, sem hafði borist
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis, fór Jón í bága við lög
þegar hann kom í veg fyrir af-
hendingu gagnanna og hindraði
með því störf þingsins.
Sem oft áður er ólgusjór í
kringum Jón Gunnarsson.
Prófessor í stjórnmálafræði
segir að það virðist sem svo að
hann sé að ýta á að koma mál-
efnum í gegn enda hefur verið
rætt um að Guðrún Hafsteins-
dóttir bíði á hliðarlínunni.
bth@frettabladid.is
StjÓrnMÁL Tímabundin skipan
Jóns Gunnarssonar sem dómsmála-
ráðherra hefur leitt til margs konar
átaka um störf hans og embættis-
færslur.
Síðan Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisf lokksins, til-
kynnti ráðherralista sinn að loknum
síðustu kosningum hafa mörg deilu-
mál komið upp. Samkvæmt áætlun
Bjarna leysir Guðrún Hafsteinsdóttir
senn Jón af hólmi en Jón hefur komið
miklu í verk á skömmum tíma þótt
sum störf hans þyki orka tvímælis.
Ekki færri en fimm umdeild mál
hafa leitt til þess að Jón hefur stigið
krappan dans undanfarið og auk
annarra helstu mála sem rakin eru
hér á síðunni má nefna skipan Karls
Gauta Hjaltasonar sem lögreglu-
stjóra í Eyjum sem hefur vakið hörð
viðbrögð.
„Það er eins og að Jón sé í sprett-
hlaupi og ætli sér að klára heilt kjör-
tímabil á einu og hálfu ári,“ segir
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórn-
málafræði við Háskólann á Bifröst.
Eiríkur segir að kannski njóti Jón
þess að ekki sé tekið á málum hans
sem skyldi vegna þess að hann sé á
útleið.
„Það er ógurlegur sprengur í þessu
öllu saman.“
Þeir sem standa næst Jóni segja
hann mikinn verkmann, líkt og
embættisfærslur hans sem dóms-
málaráðherra sýni. Þá sé kostur hve
óhræddur hann sé við að berjast
fyrir málum sem hann trúi á að verði
að koma fram, óháð áliti minnihlut-
ans og jafnvel almennings. n
Jón aftur lentur í kröppum dansi
Jón Gunnarsson er ekki allra en hann hefur verið duglegur að taka veigamiklar ákvarðanir á því eina og hálfa ári sem
hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Íslands. Fréttablaðið/sigtryggur ari
lovisa@frettabladid.is
HEILBrIGÐISMÁL Lyfjavísir er ný
lausn í sjúkraskrárkerfinu Sögu sem
einfaldar læknum og heilbrigðis-
starfsfólki að skoða milliverkanir
lyfja. Með lausninni verður áhættu-
stýring í lyfjameðferðum auðveldari
og öryggi sjúklinga betur tryggt með
því að minnka líkur á alvarlegum til-
vikum vegna milliverkana.
Á vef Lyfjastofnunar kemur fram
að notkun tveggja eða f leiri lyfja
samtímis getur leitt til þess að ólík lyf
hafi áhrif hvert á annað. Þetta getur
orðið til þess að auka eða draga úr
verkun lyfjanna og um leið valdið
aukaverkunum.
„Með Lyfjavísi er hægt að fletta
lyfi upp í sjúkraskrá um leið og því
er ávísað til að sjá hvort það hafi
hættulegar milliverkanir við önnur
lyf sem sjúklingurinn er þegar á.
Minnka líkur á milliverkunum
ser@frettabladid.is
nEytEnDur Bónus var oftast með
lægsta verð á páskaeggjum í verð-
könnun verðlagseftirlits ASÍ sem
gerð var í byrjun vikunnar, í öllum
tilvikum nema fjórum, en þar var
Krónan með lægsta verðið.
Krónan og Bónus reyndust vera
með lægsta meðalverð á páskaeggj-
um en Fjarðarkaup og Nettó með
næstlægsta meðalverðið sem var að
meðaltali um 5 prósentum hærra.
Iceland var oftast með hæsta
verðið á páskaeggjum en Heimkaup
voru með hæsta meðalverðið . n
Ódýrustu eggin í
lágvöruverslunum
Margir eru farnir að huga að páska-
eggjakaupum. Fréttablaðið/ernir
benediktarnar@frettabladid.is
vIÐSkIptI Halldór Benjamín Þor-
bergsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, hefur sagt upp
starfi sínu, þetta kom fram í til-
kynningu frá honum í gær. Halldór
hefur gegnt starfinu í sjö ár en hefur
störf hjá fasteignafélaginu Regin á
næstunni.
„Starfið hjá SA hefur verið mjög
lær dóms ríkt og skemmti legt en það
er á sama tíma engum hollt að vera
í slíku starfi of lengi,“ sagði Hall dór
í til kynningunni. n
Halldór Benjamín
hættir hjá SA
Mun fljótlegra ferli og aðgengilegra
en að fletta upp lyfjum á erlendum
vefsíðum eins og áður var raunin,“
segir Hanna Rut Sigurjónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og viðskipta-
stjóri heilbrigðislausna hjá Origo þar
sem Lyfjavísir var hannaður.
Hún segir að þróun á Lyfjavísi
hafi verið komið af stað til að svara
kalli lækna um forrit sem auðveld-
aði uppflettingar á milliverkunum.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var
meðal lækna og birt í Læknablaðinu
voru tæplega 80 prósent aðspurðra
þeirrar skoðunar að það vantaði
milliverkunarforrit tengt sjúkraskrá.
Í kjölfarið var ákveðið að fara í þróun
á Lyfjavísi, sem tengist gagnagrunn-
inum FEST í Noregi sem dreift er af
Lyfjastofnun til notkunar á Íslandi. n
nánar á frettabladid.is
4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 31. mARs 2023
fÖStUDAGUr