Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654.
Undanfarin ár hafa miklar
breytingar átt sér stað í huga fólks
varðandi umhverfisáhrif við
framleiðslu malbiks og þar af leið-
andi starfsumhverfi malbikunar
hér á landi og í heiminum öllum.
„Þótt einstaklingar leiði alla jafna
ekki hugann að því þarfaþingi
sem malbik er, þá eru f lestir í dag-
legri snertingu við malbikið, til
dæmis á vegum og göngustígum
landsins. Í dag er nauðsynlegt
að hugsa um umhverfið og það
kolefnisspor þeirrar vöru sem við
skiljum eftir við veru okkar hér á
jörðinni. Það er á þína ábyrgð að
gera allt til að sporna við þeirri vá
sem vofir yfir í loftslagsmálum,“
segir Vilhjálmur Þór Matthíasson,
eigandi og framkvæmdastjóri
Malbikstöðvarinnar.
Vilhjálmur er enginn nýgræð-
ingur í bransanum og hefur í tæp
40 ár lifað og hrærst í malbikinu.
„Ég byrjaði tólf ára að vinna á
vegum landsins og mín æskuár
bera mikinn keim af því umhverfi
enda gerði pabbi minn vel á þess-
um starfsvettvangi, frá því áður
en ég fæddist, og það er í raun
ekki langt síðan hann stimplaði
sig út af sinni síðustu vakt. Ég er
heppinn að því leyti að ég komst í
tæri við bransann ungur og þetta
varð áhugamál, allavega á þann
háttinn að ég vildi og vil enn gera
mitt besta til að gera vegi landsins
á eins umhverfisvænan máta og
hægt er. Ég hef líklega verið ögn
á undan minni samtíð í þessum
efnum, en árið 2011 settum við
hjá Malbikstöðinni upp endur-
vinnslustöð fyrir malbik og á
þeim tíma náði sú starfsemi litlu
sem engu f lugi, enda áhuginn þá
á heitu endurunnu malbiki ekki
til staðar.
Í dag er sem betur fer allt annað
uppi á teningnum og takturinn
orðinn sá að markaðurinn er
miklu móttækilegri fyrir þessum
hugmyndum. Það er frábært mál
og vil ég ekki meina að ég sé að
taka of stórt upp í mig þegar ég
segi að í raun er það glæpsamlegt
gagnvart umhverfinu að vera á
móti endurvinnslu malbiks. Svo
nauðsynleg er endurvinnslan
fyrir umhverfið og allt það sem í
umhverfinu býr,“ segir Vilhjálmur.
Græni malbikshringurinn
er ekki bara slagorð
Fyrir um það bil ári síðan gerðu
Vilhjálmur og samstarfsfólk
hans hjá Malbikstöðinni orðin
„Græni malbikshringurinn“ að
einu af slagorðum fyrirtækisins.
Það lýsir vel þeim hugmyndum,
undirbúningi og þeirri vinnu sem
Vilhjálmur hefur á annan áratug
viljað hrinda almennilega í fram-
kvæmd, með áherslu á umhverfis-
mál, gæði og öryggi í forgrunni.
„Það hefur sýnt sig og er alveg
borðleggjandi að alla framleiðslu
og lagningu malbiks má gera, og
ætlum við að gera, mun grænni.
Þetta er ekki eitthvað sem ég hef
bara bitið í mig og neita að gefast
upp á, því þetta er vel hægt, og
það eina gáfulega í stöðunni fyrir
okkur sem erum í þessum bransa
er að keyra í þetta verkefni af öllu
afli.
Malbikstöðin okkar að Esjumel-
um er þannig uppsett að í henni er
mögulegt að vinna malbik á eins
umhverfisvænan máta og hægt
er og er hún svo gott sem full-
komnasta malbikstöð landsins.
Þar tökum við til dæmis á móti
malbiksafgöngum og uppbroti til
endurvinnslu. Við erum og ætlum
að vera áfram leiðandi á okkar
markaði þegar kemur að umhverf-
isvernd og þar sem Malbikstöðin
er sífellt að stækka og eflast sem
fyrirtæki er hægt að setja meiri
þunga í þessa vinnu. Við erum
meðvituð, við erum ákveðin og
höfum styrkinn til að sýna lit og
láta verkin tala í þessum efnum.
Það er bara ekkert f lóknara en svo
Vilhjálmur er
óhræddur við
að staðhæfa
að það sé í raun
glæpsamlegt
gagnvart um-
hverfinu að vera
á móti endur-
vinnslu malbiks.
Fréttablaðið/
Ernir
Græni malbiks-
hringurinn er
eitt slagorða
Malbikstöðvar-
innar enda
setur fyrirtækið
umhverfismálin
í fyrsta sæti.
Þegar við skoðuð
um stíginn sást að
hann er enn vel lokaður
og því greinilegt að
endurunna malbikið er
gæðavara.
Hreinn Sigurjónsson
að uppáhaldslitur okkar hjá Mal-
bikstöðinni er grænn og við erum
stolt af því,“ segir hann.
Rúmlega ellefu ára göngustígur
úr endurunnu heitu malbiki
„Ef hægt er að segja að göngustígur
sé búinn að standa sig frábærlega
þá á þessi stígur skilið þá yfirlýs-
ingu,“ segir Hreinn Sigurjónsson,
hjá þjónustu- og skipulagssviði Sel-
tjarnarnesbæjar. Seltjarnarnes var
fyrsta bæjarfélagið sem tók þátt í
grænu verkefni með Vilhjálmi og
Malbikstöðinni og lagði fyrirtækið
stíg úr 100% endurunnu heitu mal-
biki, sem liggur samsíða Suður-
strönd á Nesinu og var lagður fyrir
ellefu árum.
„Núna áðan þegar við Vil-
hjálmur skoðuðum stíginn sást að
hann er enn vel lokaður og fínn og
því greinilegt að endurunna mal-
bikið er gæðavara og vandað hefur
verið til verka við lagninguna.
Starfsmaður bæjarins sem tók
ákvörðun um lagningu stígsins
með Vilhjálmi er hættur störfum,
en endurunni malbiksstígurinn
stendur enn og gott betur en það,
hann stendur sig með stakri prýði.
Það veit á gott og sýnir að ákvörð-
un starfsmannsins var rétt og það
er einn liður í því að við horfum
sífellt frekar til þess að vænka
hag umhverfisins þegar kemur
að vörukaupum og þjónustu hér í
bænum,“ segir Hreinn.
Seltjarnarnesbær hefur undan-
farin ár valið umhverfisvænni
kosti, til að mynda keypt raf-
magnsbíla, rafmagnssláttuvélar
og rafmagnsorf. „Við vitum að það
er nauðsynlegt að horfa til fram-
tíðar og tökum þátt í að grænka
umhverfið á sem heilbrigðastan
máta,“ segir hann. Vilhjálmur
tekur í sama streng og segir sam-
starf við Seltjarnarnesbæ alltaf
hafa verið ánægjulegt. „Bærinn
hafði þor á sínum tíma til að láta
leggja stíginn úr 100% endurunnu
heitu malbiki og sýndi þannig að
það er ekkert alltaf best að leyfa
öllu að vera eins og það hefur alltaf
verið, af því að þannig er það bara.
Að sjálfsögðu þarf að vanda til
verka við endurvinnsluna, eins
og með alla aðra endurvinnslu.
Ekki er hægt að safna öllu í stóran
haug og keyra hann svo í gegn án
hreinsunar og flokkunar, eins og
því miður hefur gerst hér á landi,
því það kemur niður á gæðum og
trúverðugleika endurvinnslunnar.
Tímarnir breytast og verklag og
annað þróast sem betur fer og
þetta er allavega eitt gott dæmi um
að oft er hægt að gera mun betur
með öðruvísi áherslum,“ segir Vil-
hjálmur.
Malbik er 100% endurvinnanlegt
Rannsóknir sýna og fjölmörg
dæmi sanna að malbik er að öllu
leyti endurvinnanlegt og má líta til
þess að í Bandaríkjunum er mal-
bikað slitlag mest endurunna efnið
þar í landi. Vilhjálmur segir Banda-
ríkin ekki neina undantekningu
þegar kemur að ríkri endurvinnslu
malbiks. „Á heimsvísu er malbik
eitt af mest endurvinnanlegu
byggingarefnunum sem notuð eru
og hefur þann eiginleika að hægt
er að endurvinna malbiksvegi
aftur og aftur – út í hið óendanlega.
Rannsóknir NAPA, National
Asphalt Pavement Association,
hafa einnig sýnt að vegir úr endur-
vinnanlegu heitu malbiki eru jafn
góðir og öruggir og jafnvel enn
betri en vegir sem lagðir eru með
glænýju malbiki. NAPA gaf út að
yfirlag sem inniheldur 30% endur-
unnið heitt malbik vinnur jafn
vel og glænýjar malbiksblöndur
sem lagðar eru og segir það mikið
um að menn eru að öðlast reynslu
sem kemur af því að láta árin líða
og fylgjast með hvernig malbikið
kemur út. Ef enginn þorir að prófa,
þá kemur engin reynsla,“ segir
Vilhjálmur og heldur áfram: „Það
er til mikils að vinna að hafa trú
á þessu og láta slag standa. Það er
verkkaupum, verksölum og sam-
félaginu öllu í hag,“ segir hann. n
2 kynningarblað 31. mars 2023 FÖSTUDAGURMalbik