Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 16
Hafnarfjarðarbær stefnir
að því að vera í fararbroddi
sveitarfélaga á Íslandi við
verndun náttúrunnar, auð-
linda og menningarminja.
Þá er sjálfbær þróun höfð
að leiðarljósi við skipulag,
framkvæmdir og starfsemi í
bænum.
elin@frettabladid.is
Hafnarfjörður hefur verið framar-
lega í því að skipuleggja hjóla- og
göngustíga og er áhersla bæjarins
lögð á útivistarsvæði enda er vilji til
að auka hlut gangandi og hjólandi
vegfarenda. Íbúar eru hvattir til
útivistar allt árið en bærinn hefur
stuðlað að uppbyggingu gönguleiða
á undanförnum árum.
Sem liður í þessari þróun er
uppbygging á nýjum göngustíg
við Ásvallabraut í Hafnarfirði.
Í verkið er notað malbik sem er
blandað lífrænu efni, PTO, sem er
hliðarafurð úr pappírsvinnslu, út í
hefðbundið stungubik sem notað
er til blöndunar á malbiki meðal
annars á Íslandi. Hafnarfjarðarbær
tekur þátt í þessu tímamótaverk-
efni á Íslandi og hefur malbik með
umræddu bindiefni verið framleitt
og lagt út á nýja göngustíginn við
Ásvallabraut.
Verkið er unnið í samstarfi við
Colas Ísland og er rannsóknar-
verkefni. Þetta er tilraun með
kolefnishlutlaust bindiefni í malbik
og mikilvægt skref í baráttunni
við losun kolefnis í umhverfið. Við
þessa nýju blöndun mýkist hið
hefðbundna stungubik og mikil-
vægir eiginleikar þess breytast.
Stungudýpt, sem er mælikvarði
fyrir stífni, hækkar en mýkingar-
markið lækkar. Á Íslandi eru tvær
gerðir stungubiks notaðar til mal-
biksframleiðslu, í daglegu tali nefnt
hart bik og mjúkt bik. Þegar PTO
er blandað út í „hart bik“ mýkist
stungubikið og verða eiginleikar
þess svipaðir og í „mjúku biki“ sem
er notað hlutfallslega mest hér á
landi. Það mikilvægasta við þetta
verkefni er að vegna uppruna PTO
er það með neikvætt kolefnisspor,
svo neikvætt reyndar að við 12%
íblöndun verður blandan, það er
bindiefnið sem notað er í malbikið,
kolefnishlutlaus og jafnvel nei-
kvæð, að því er segir að heimasíðu
Hafnarfjarðarbæjar.
„Græn sýn Hafnarfjarðar endur-
speglast í skipulagi, stefnum og
aðgerðaáætlunum og mótar grunn-
inn í heildstæða stefnumótun fyrir
sveitarfélagið til ársins 2035. Þátt-
taka í þessu tilraunaverkefni með
Colas er eitt af fjölmörgum grænum
skrefum sem sveitarfélagið er að
taka þessa dagana. Við erum þriðja
stærsta sveitarfélag landsins og að
fullu meðvituð um ábyrgð okkar
í stóra samhenginu. Við ætlum
okkur að vera í fararbroddi í sjálf-
bærni og umhverfismálum og
leggja okkar 100% af mörkum við
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda og myndunar úrgangs.
Hér er um að ræða framsækið
frumkvæði hjá Colas í samstarfi við
sveitarfélagið,“ sagði Rósa Guð-
bjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, við þetta tækifæri
Vonir standa til að í framtíðinni
aukist notkun bindiefnis sem
inniheldur PTO í malbiksfram-
leiðslu og er það mikilvægur þáttur
í baráttunni við losun kolefnis út í
umhverfið. Samhliða því að auka
notkun á endurunnu malbiki í nýtt
malbik, stígur malbiksiðnaðurinn
stórt skref í átt að markmiði sínu
um 30% minnkun losunar á CO2
fyrir árið 2030.
Ásvallabraut liggur um nýjustu
hverfi Hafnarfjarðar, Skarðshlíð og
Hamrahverfi, en vegurinn nær frá
Ásbraut yfir á Kaldárselsveg. n
Grænt malbiksskref stigið í Hafnarfirði
Rósa Guð-
bjartsdóttir
bæjarstjóri
með fulltrúum
Hafnarfjarðar-
bæjar og Colas
Ísland.
Framkvæmdin er tímamótaverkefni á Íslandi og mikilvægt skref í baráttunni
við losun kolefnis í umhverfið. MYNDIR/HAFNARFJARÐARBÆR
Við ætlum okkur
að vera í farar-
broddi í sjálfbærni og
umhverfismálum.
Af heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar
Óseyri 18 • 603 Akureyri • S: 896 5332 • malbikun@malbikun.is
Förum um land allt
4 kynningarblað 31. mars 2023 FÖSTUDAGURMalbik