Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 27
Þótt Meredith Grey segi
skilið við Grey’s Anatomy
eftir nítján seríur þá virðist
læknadramað eiga nóg eftir
á tanknum. Vert er að spyrja
hvenær þessir háöldruðu
þættir voru upp á sitt besta.
arnartomas@frettabladid.is
Á dögunum var tilkynnt um að líf-
seiga læknasápan Grey’s Anatomy
hafi verið endurnýjuð enn á ný og
sigli nú inn í tuttugustu seríuna.
Þættirnir eru fyrir margt löngu
komnir í öldungadeild sjónvarpsins
en alls hafa verið framleiddir 411
þættir.
Í nýju seríunni verða þó þau tíma-
mót að aðalpersónan Meredith
Grey mun segja skilið við þættina,
að minnsta kosti sem föst persóna.
Það er kannski ekki skrítið að Ellen
Pompeo, sem leikur Meredith, hafi
loksins fengið sig fullsadda eftir
átján ár.
„Ég er 53 ára. Heilinn á mér er
orðinn eins og eggjahræra,“ sagði
Pompeo í viðtali aðspurð um ástæð-
una fyrir því að hún væri að yfirgefa
þættina og bætti við að hún yrði að
gera eitthvað nýtt, annars myndi
hún missa vitið. Það er ekki hægt
að álasa henni eftir átján ár af sama
hlutverkinu.
Dalandi gæði
Elín Ingibjörg Magnúsdóttir, doktor
í taugavísindum og sérfræðingur
hjá sænsk u ly f jastof nuninni,
fylgdist vel með Grey’s Anatomy á
árunum 2005 til 2010 en datt síðan
alveg út. Þegar Covid skall á nýtti
hún samkomutakmarkanir til að
leggja í hámhorf af stærri gerðinni
og fór í gegnum alla þættina á met-
hraða.
„Ég horfði á Grey’s í gamla daga,
torrentaði einum þætti á viku og
fann ákveðna huggun í því þegar
mér fannst lyfjafræðinámið stremb-
ið að læknanemagreyin í Grey’s
höfðu það nú enn þá verra,“ rifjar
Elín upp. „Ég hætti að horfa þegar ég
var komin upp í sirka tíundu seríu
en byrjaði aftur frá byrjun í Covid.“
Elín segist ekki hafa séð eftir því
að horfa aftur á gömlu þættina en
að nýju þættirnir séu afskaplega
misjafnir.
„Það er mjög áberandi í nýrri
þáttunum að höfundarnir vilja
vekja athygli á og ræða mál sem
eru efst á baugi í samfélaginu,
samanber Black lives matter, rétt-
indi trans fólks og skert aðgengi að
fóstureyðingum í Bandaríkjunum,
til að nefna örfá dæmi,“ segir hún.
„Það er frábært þegar vel tekst til,
það er þegar höfundarnir ná að
skrifa áhugaverða sögu sem grípur
áhorfandann með sér og ná þannig
að nýta miðilinn á besta veg.“
Elín segir að því miður verði þetta
þó oft að fimm mínútna löngum
einræðum eða stirðum samræðum
til að koma boðskapnum á fram-
færi.
„Mér finnst það vera merki um
letileg skrif og er klaufalegt og
leiðinlegt sjónvarp.“
Furðulegt hvarf Karev
Hafandi horft á allar seríurnar með
stuttu millibili er hún því vel í stakk
búin að segja til um hvenær þætt-
irnir voru upp á sitt besta.
„Ég myndi segja að svipað og
með Simpsons sé blómaskeiðið
einfaldlega fyrri seríurnar, upp í
svona seríu 7,“ svarar Elín sem segir
þættina hafa farið niður á við eftir
seríu 10 þegar Christina Yang, sem
er uppáhald Elínar, hættir. „Covid-
serían var afskaplega skrýtin og
leiðinleg, en það endurspeglar nú
reyndar raunveruleikann.“
Þá hefur snið þáttanna stundum
verið brotið upp með tilrauna-
kenndri uppbyggingu.
„Söngleikjaþátturinn í sjöundu
seríu var kjánalegt innslag, á meðan
mér fannst mockumentary-þáttur
í sömu seríu heppnast vel,“ segir
Elín. „Það hvernig Alex Karev var
skrifaður út úr þáttunum hlýtur
þó að vera einn mest áberandi lág-
punkturinn.“
Sterkar kvenpersónur
Það er ekki sjálfgefið að þættir nái
jafnháum aldri og Grey’s Anatomy
Ég myndi segja að
svipað og fyrir Simp-
sons sé blómaskeiðið
einfaldlega fyrri serí-
urnar, upp í svona
seríu 7.
Elín Ingibjörg
Magnúsdóttir,
doktor í tauga-
vísindum
Málarar
Við erum löggiltir málarar.
Tökum að okkur öll verkefni,
stór og smá. Gerum tilboð eða
tímavinnu og erum mjög sann-
gjarnir. Endilega hafa samband
í síma 782 4540 eða í
loggildurmalari@gmail.com
Nudd Nudd Nudd
Slökunarnudd í miðbæ
Reykjarvíkur. Lausir tímar.
Sími 694 7881, Janna.
Grey fólkið
trukkar áfram
Strollan úr fyrstu seríu kitlar eflaust nostalgíuna hjá ansi mörgum.
Af upphaflegu persónunum eru nú aðeins þrjár eftir. Elín segir tímabært að gefa þeim verðskuldaða hvíld.
Grey’s Anatomy hefur
alltaf notið mikilla vin-
sælda en aldrei meiri
en í annarri seríu þegar
38 milljónir horfðu á
sextánda þáttinn, It’s
the End of the World.
svo þeir eiga það augljóslega ein-
hverju að þakka.
„Þetta er náttúrulega algjör sápa,
með öllum þeim kostum og ókost-
um og dramatík sem því fylgir,“
segir Elín. „Eins og ég nefndi hér
á undan þá er tekist á við málefni
líðandi stundar í þáttunum, með
misjöfnum árangri. Það er auð-
vitað sorglegt að þurfa að segja það
en ég var þakklát fyrir að sjá þarna
sterkar og klárar kvenpersónur sem
fengu allavega pínulítið rými til að
vera eitthvað annað en kærustur,
eiginkonur og mömmur, þó að allar
séu þær að sjálfsögðu ofurmódel í
útliti.“
Þá segir Elín að læknisfræðin í
þáttunum sé ekki alveg út úr kú,
raunverulegir sjaldgæf ir sjúk-
dómar eru kynntir og vitnað í fræg
og áhugaverð tilfelli. „Aðferðirnar
sem læknarnir í þáttunum, sem
auðvitað eru snillingar öll með
tölu og heimsklassa vísindamenn
í aukastarfi, finna upp eru þó oft
frekar í líkingu við vísindaskáld-
skap en eitthvað sem er raunveru-
lega í gangi.“
Annað sem Elín telur úr takti við
raunveruleikann er allt fjörið sem
gífurlega vel þjálfaðir unglækna-
kropparnir stunda stanslaust í vakt-
herbergjum spítalans.
„Ég þekki marga lækna og þau
þvertaka öll fyrir að það sé svona
mikið stuð, tja, allavega á Land-
spítalanum og Akademiska sjuk-
huset hérna í Uppsölum.“ n
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Fréttablaðið lífið 1531. mars 2023
fÖSTUDAGUR