Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2023, Blaðsíða 6
Það er litið á útlend- inga sem vinnudýr, ódýrt vinnuafl. Ekkert annað en græðgi skýrir hve starfsaðstæður þessa fólks eru ömur- legar. Valur Jónsson, rútubílstjóri AðAlfundur KEA verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:00 Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðal- fundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningur verða aðgengileg á heimsíðu félagsins www.kea.is viku fyrir aðalfund. helgisteinar@frettabladid.is Ísrael Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, hafa undanfarna daga deilt um áætlun ísraelsku ríkisstjórnarinnar um að draga úr völdum hæstaréttar landsins. Biden hefur gagnrýnt áætlun Net- anjahú en sá síðarnefndi segir Ísraela vera sjálfstæða þjóð sem taki eigin ákvarðanir óháð utanaðkomandi þrýstingi. Forsetinn hefur ekki í hyggju að bjóða Netanjahú í Hvíta húsið á næstunni og var óvenju harðorður í garð forsætisráðherra eftir þau verk- föll og fjöldamótmæli sem hafa geng- ið yfir landið undanfarnar vikur. „Eins og margir aðrir dyggir stuðningsmenn Ísraels hef ég miklar áhyggjur. Þeir geta ekki haldið áfram á þessari braut og ég hef verið skýr með það. Vonandi mun forsætis- ráðherrann bregðast við með þeim hætti að hægt verði að koma á ein- hvers konar málamiðlun.“ n Netanjahú ekki boðið í Hvíta húsið Biden fékk hlýjar kveðjur í Tel Aviv. fréttablaðið/epa Rútubílstjóri segir Samtök ferðaþjónustunnar gefa upp rangar tölur um vinnuafl vísvitandi til að fegra raun- veruleikann. Launaþjófnaður kemur formanni Eflingar ekki á óvart. bth@frettabladid.is Ferðaþjónusta Valur Jónsson rútubílstjóri segist gáttaður á þeim ummælum um hlutfall erlends vinnuafls sem höfð voru eftir fram- kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar í Fréttablaðinu. „Hann [Jóhannes Þór] segir að hlutfall útlendinga sem starfar í ferðaþjónustu hér sé þriðjungur. Sannleikurinn er sá að það eru nán- ast allir sem starfa við ferðaþjónust- una útlendingar,“ segir Valur. Valur segir að sá sem gisti á hót- elum hringinn í kringum landið sjái vart Íslending starfandi á gisti- stöðum nema að morgni til að taka við peningum. „Þá kemur einhver hátt settur.“ Rútubílaf lotinn sé gerður út til helminga með erlendu vinnuaf li en hlutfall fólks af erlendum upp- runa á gististöðum og mörgum veitingahúsum, einkum úti á landi, sé nær því að vera 95 prósent en þriðjungur. „Það dugar ekki að sækja upplýs- ingar um þessi mál til Jóhannesar Þórs hjá Samtökum ferðaþjónust- unnar af því að hann vinnur við að láta ferðaþjónustuna líta vel út.“ Valur er á áttræðisaldri, hefur ekið rútubíl síðan 1977 með einu hléi og er enn að. Hann hefur hitt hótelstjóra sem sagði: „Það þýðir ekkert að ráða Íslendinga því þeir þurfa alltaf að vera fríi.“ Skuggahliðin að sögn Vals er að margt erlent fólk hér í ferðaþjón- ustunni fái launatekjur langt undir lágmarkstaxta. Sumir útlending- anna séu með „botnlausar vaktir“ og búi í gámum. Þeir komist vart frá vinnustaðnum meðan á ver- tíðinni stendur og séu þeirri stund fegnastir þegar þeir komast aftur til síns heimalands. „Ein kona sagði við mig að mán- aðarkaupið væri 1.450 evrur, fyrir ótakmarkaða vaktavinnu,“ segir Valur. Samkvæmt gengi dagsins í gær eru 1.450 evrur ígildi 216.000 króna. „Það er litið á útlendinga sem vinnudýr, ódýrt vinnuafl. Ekkert annað en græðgi skýrir hve starfs- aðstæður þessa fólks eru ömur- legar,“ segir Valur og heldur því fram að starfsmannaleigur f lytji inn fólk í stórum stíl. Þær leigi fólkið til atvinnurekenda. „Svo eru þessir aðilar alltaf tilbúnir að senda þann í hvelli heim til sín sem slasast eða veikist.“ Þó nefnir Valur að sum fyrir- tæki standi sig vel, sem dæmi Frið- heimar í Biskupstungum. Þar sé vel búið að erlendum starfsmönnum enda koma þeir sumar eftir sumar til baka. Á f lestum stöðum sé þó gríðarleg mannavelta. „Því vitan- lega forðar fólk sér þegar það getur.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, segir á ábyrgð atvinnu- rekenda að passa upp á að fólk sé í stéttarfélagi. „Ef þetta er eins og maðurinn lýsir er um að ræða grafalvarlegan launa- þjófnað en það kemur svo sem ekki á óvart,“ segir Sólveig Anna. Samkvæmt taxta Eflingar á þerna sem þrífur hótelherbergi í Reykjavík ekki að fá lægri laun en um 410.000 krónur á mánuði. n Segir útlendinga líða fyrir fjölmörg brot Íslendinga Dæmi eru um fyrirtæki sem standa sig vel í starfsmannaþjónustu við ferðamenn að sögn Vals Jónssonar bílstjóra. Hitt er þó algengara og einkum úti á landi að illa sé farið með erlent starfsfólk að hans sögn. fréttablaðið/anton brink Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar Valur Jónsson er ómyrkur í máli er kemur að aðbúnaði fólks sem flutt er til Íslands gagngert til að starfa á gististöðum og veitingahúsum. mynd/aðsend ser@frettabladid.is rÍKIsFjÁrMÁl St jór n Félag s atvinnurekenda segir alltof skammt gengið í hagræðingu á gjaldahlið í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar og hvetur stjórnvöld til að ganga harðar fram í lækkun ríkisút- gálda og fækkun ríkisstarfsmanna. Til þess þurfi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og gera þannig starfs- mannahald ríkisins sveigjanlegra og nútímalegra. Nóg séu tækifærin til aðhalds í þessum efnum, enda hafi ríkisstarfsmönnum fjölgar úr hófi fram á undanförnum árum. Ný skýrsla á vegum félagsins sýni að ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað um meira en fimmtung frá 2015 á sama tíma og starfsmönnum á almennum vinnumarkaði hafi fjölgað um innan við fimm prósent. Því séu það vonbrigði að ríkis- stjórnin grípi í staðinn til skatta- hækkana á fyrirtæki. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrir- heit um að tryggingagjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun,“ segir í tilkynningu frá stjórn þess. Þá séu það einnig vonbrigði að ekki finnist stafkrókur í fjármála- áætluninni um lækkun tolla til að stuðla að aukinni samkeppni, lægra matarverði og lækkandi verðbólgu. „Stjórnvöld virðast kjósa að gæta þröngra sérhagsmuna fremur en að horfa á almannahag.“ n Telja alltof skammt gengið í hagræðingu Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður Félags atvinnu- rekenda 6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 31. mARs 2023 fÖSTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.