Víkurfréttir - 04.01.2023, Síða 1

Víkurfréttir - 04.01.2023, Síða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA studlaberg.is // 420-4000 Drög að viðauka við samning milli heilbrigðisráðuneytis og Reykja- nesbæjar um byggingu hjúkr- unarheimilis á Nesvöllum í Reykja- nesbæ voru lögð fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viðaukinn felur meðal annars í sér fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 80. Bæjarráð samþykkti viðaukann á fundinum og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undir- rita samninginn. Velferðarráð Reykjanesbæjar tók m.a. fjölgun hjúkrunarrýma til um- fjöllunar á fundi ráðsins í desember, þar sem meirihluti ráðsins bókaði: „Meirihlutinn í velferðarráði fagnar því að samkvæmt fundargerð öld- ungaráðs sem haldinn var þann 8. desember sl. er unnið að nýju hjúkr- unarheimili. Einnig að á 1395. fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 1. desember sl. hafi verið samþykkt að fjölga hjúkrunarrýmum úr 60 í 80. Þarna er verið að horfa í að þörfin sé brýn og nauðsynleg svo að vinda þarf ofan af biðlistum og horfa til framtíðar. En til þess að allt þetta gangi upp þurfa Reykjanesbær og heilbrigðisráðuneytið að vinna vel saman t.d. að deiliskipulagi og komast að samkomulagi um kostn- aðarskiptingu milli sveitarfélagsins og ríkisins.“ Undir bókunina rita þau Sigurrós Antonsdóttir, Andri Fannar Freysson og Birna Ósk Óskarsdóttir. Fjölga nýjum rýmum úr 60 í 80 Enn stærra hjúkrunarheimili á Nesvöllum Vetur konungur hefur heldur betur minnt a sig síðustu daga. Mesti snjór á Suðurnesjum í áratugi hefur fallið frá því í vikunni fyrir jól. Berta Svansdóttir tók þessa táknrænu vetrarmynd í Reykjanesbæ af vetrarsól og snjó. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum tóku fyrstu skóflustunguna að hjúkrunarheimilinu um miðjan maí á síðasta ári. VF-mynd/pket. Gleðilegt nýtt ár! Hver verður maður ársins á Suðurnesjum 2022? Ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2022“ má senda á tölvupóstfangið vf@vf.is. Á síðasta ári hlutu Björgunarsveitin Þor- björn og Slysavarnadeildin Þórkatla í Grindavík nafnbótina. Hver er Suðurnesjamaður ársins 2022? Íþrótta- og tómstundaráð Suður- nesjabæjar leggur til við bæjar- stjórn Suðurnesjabæjar að farið verði í tilraunaverkefni á vorönn 2023 þar sem boðið verður upp á frían frístundaakstur milli kl. 13:30 og 16:30 á milli byggðarkjarna í Suðurnesjabæ og til Reykjanes- bæjar. Þátttaka barna í íþróttum og frí- stundabíll voru til umræðu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar. Freyja Þorvaldar- dóttir starfsmaður Maskínu var gestur á fundinum og kynnti niður- stöður könnunar sem lögð var fyrir í október og nóvember 2022 fyrir foreldrum grunnskólabarna um frí- stundastarf og frístundaakstur í Suðurnesjabæ. Skoða frían frí- stundaakstur í Suðurnesjabæ Gönguskíðagarpar á Suðurnesjum geta nú notast við gönguskíðabraut við golfvöllinn á Ásbrú og á golfvell- inum í Leiru en þar voru opnaðar brautir á dögunum. Í tilkynningu á síðu Reykjanesbæjar kemur fram að sporin séu ekki fullkomin eftir fyrstu umferð en til stendur að laga þau þegar færi gefst. Gönguskíðabrautir á Ásbrú og í Leiru opnar „Eftir samdráttartíma frá falli WOW Air 2019 og síðan heims- faraldur Covid-19 sem hófst í árs- byrjun 2020, sem olli samdrætti í atvinnustarfsemi og miklu at- vinnuleysi á svæðinu þá hefur á örstuttum tíma orðið alger við- snúningur. Eftir að öll höft voru af- lögð og alþjóðaflug fór aftur á flug, hafa umsvif á alþjóðaflugvellinum í Suðurnesjabæ aukist mjög mikið með jákvæðum áhrifum á ýmsa a f l e i d d a a t - vinnustarfsemi og m.a. leitt til fjölgunar starfa. G e r t e r rá ð fyrir að mikil aukning verði á umsvifum á og við flugvöllinn í nánustu framtíð, en nú standa yfir miklar framkvæmdir við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til að mæta þeim auknu umsvifum sem fyrirsjáanlegt er að verði,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, í áramótapistli sem hann skrifar á vef sveitarfélagsins. Þá segir í pistlinum: „Sjávarútveg- urinn hefur gengið vel og atvinnu- starfsemi almennt hefur gengið vel á árinu. Allt hefur þetta orðið til að fjölga störfum og skapa eftirspurn eftir vinnuafli, sem hefur haft mjög jákvæð áhrif ef litið er til atvinnu- stigs og atvinnuþátttöku á svæðinu. Með mikilli fjölgun ferðamanna sem sækja Ísland heim hefur ferða- þjónustan blómstrað á nýjan leik og fjölgaði veitingastöðum í Suðurnes- jabæ á árinu þegar tveir nýir veit- ingastaðir hófu starfsemi.“ — Sjá nánar á vf.is. – segir Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Suðurnesjabæ í áramótapistli Aukin umsvif á alþjóðaflugvellinum í Suðurnesjabæ 5.–8. janúar Miðvikudagur 4. janúar 2023 // 1. tbl. // 44. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.