Víkurfréttir - 04.01.2023, Síða 2
Stjórn Reykja-
neshafnar
leggur mikla
áherslu á að
öryggistæki
sjófarenda
geti sinnt hlut-
verkum sínum.
Skerðing á
því öryggi
sem ljósgeisli
Vatnsnesvita veitir við siglingar
meðfram strönd Reykjanesbæjar
er óásættanleg. Ef uppbygging
mannvirkja á Vatnsnesi hefur
slíkt í för með sér þarf að beita
mótvægisaðgerðum til að tryggja
öryggi sjófarenda. Stjórn Reykja-
neshafnar samþykkir að vinna að
slíkum mótvægisaðgerðum með
hagsmunaaðilum og felur hafnar-
stjóra að fylgja málinu eftir.
Þetta var samþykkt samhljóða í
kjölfar erindis frá Jóni Stefáni Ein-
arssyni f.h. Vatnsnesfront ehf. og
annarra hagsmunaaðila varðandi
nýja staðsetningu á rauðum ljós-
geisla Vatnsnesvita vegna fyrirhug-
aðrar uppbyggingar á Vatnsnesi.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Hlutfall íbúa af erlendum uppruna í Reykjanesbæ hefur hækkað og er nú orðið 29%. Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri kom inn á í nýársræðu sinni mikla íbúafjölgun í bæjarfélaginu á síðustu átta
árum en hún nemur 46%. Því fylgi miklar áskoranir og heimamenn þurfi einnig að aðlagast að nýjum
íbúum og þeirra siðum annars sé hætta á menningarlegum átökum og samfélagið skiptist í hópa og
fylkingar.
„Hlutfall íbúa af
erlendum uppruna
er nú um 29% í
Reykjanesbæ, með
um 100 mismun-
andi ríkisföng og
yfir 30 tungumál
töluð í leik- og
grunnskólum sveitarfélagins. Þessu
fylgja eðliega ýmsar áskoranir bæði
fyrir starfsmenn og íbúa en þetta
er ekki einsdæmi á Íslandi. Íslensk
stjórnvöld og mörg önnur sveitar-
félög leita nú leiða til að nýjum
íbúum af erlendum uppruna gangi
betur að aðlagast íslensku samfélagi.
Sagt er að sagan endurtaki sig.
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað
mikið síðustu ár og ekkert sem
bendir til annars en að sú þróun
haldi áfram. Það gerðist einnig
um miðja síðustu öld þegar íbúum
fjölgaði gríðarlega í kjölfar komu
hersins og mikillar uppbyggingar
á Keflavíkurflugvelli. Um þetta má
m.a. lesa í bráðskemmtilegri Sögu
Keflavíkur sem kom út á nýliðnu
ári og spannar tímabilið frá 1949 til
1994.
Íbúafjölgun í Reykjanesbæ síðustu
ár verið mun meiri en gengur og
gerist annars staðar á Íslandi. Þegar
ég hóf störf sem bæjarstjóri, fyrir
rúmum 8 árum þ. 1. sep. 2014, voru
íbúar rúmlega 14 þúsund talsins. Um
það bil ári síðar kom að því að fagna
skyldi 15 þúsundasta íbúanum og
reyndist það vera þriðja barn ungra,
pólskra hjóna sem höfðu þá búið hér
í nokkur ár.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið
til sjávar og íbúum fjölgað um 7
þúsund eða 46% og erum telja nú
rétt tæplega 22 þúsund. Að jafnaði
hefur íbúum því fjölgað um 5% á ári
á þessum tíma sem er margfalt meira
en gengur og gerist annars staðar á
Íslandi.
En hvaða fólk er þetta og hvers
vegna flykkist það til okkar nú? Með
mikilli einföldun má skipta þessum
hópi í þrennt.
Í fyrsta lagi íslenskir ríkisborgarar
sem flytja hingað annars staðar frá
af landinu vegna vinnu, hagstæðs
fasteignaverðs eða annarra ástæðna.
Í öðru lagi erlendir ríkisborgarar,
mikil meirihluti frá Póllandi, sem
flytja hingað til að vinna, langflestir
í tengslum við Keflavíkurflugvöll.
Í þriðja lagi flóttafólk sem hefur
fengið alþjóðlega vernd og ákveður
í framhaldi að setjast að í Reykja-
nesbæ.
En það er ekki nóg. Við heima-
menn þurfum einnig að aðlaga
okkur að þeim og þeirra siðum. Að
breyttum veruleika. Annars er hætt
við menningarlegum átökum og að
samfélagið skiptist í hópa og fylk-
ingar í stað þess að vera ein samfelld
og öflug heild,“ sagði bæjarstjórinn.
Ávarp hans í heild má sjá á Facebook
síðu hans.
Því fylgi miklar áskoranir og heimamenn þurfi einnig að aðlagast að nýjum íbúum og þeirra siðum.
Þriðji hver íbúi af erlendum uppruna
Vorið 2020 undirrituðu Ásmundur
Einar Daðason félags- og barna-
málaráðherra, Birna Þórarins-
dóttir framkvæmdastýra UNICEF
og Kjartan Már Kjartansson bæjar-
stjóri samstarfssamning um verk-
efnið Barnvæn sveitarfélög. Verk-
efnið styður sveitarfélög við að
innleiða Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og
starfsemi.
Á fundi bæjarstjórnar þann 5. nóv-
ember 2022 sl. var aðgerðaáætlun
Reykjanesbæjar vegna innleiðingar
Barnasáttmálans samþykkt. Áætl-
unin byggir á fjölbreyttri greiningar-
vinnu á fyrirliggjandi opinberum
gögnum um stöðu, heilsu og líðan
barna í Reykjanesbæ. Auk þess er
tekið mið af skoðunum barna og
ungmenna sem leitað var eftir í sér-
stakri könnun sveitarfélagsins ásamt
samtölum við sérfræðihópa barna
og á ungmennaþingi. Í áætluninni
eru 17 aðgerðir sem eru misflóknar
og taka mislangan tíma að vinna.
Myndaður hefur verið stýrihópur
með fulltrúum frá öllum sviðum
sveitarfélagsins ásamt fulltrúum úr
meiri og minni hluta bæjarstjórnar.
Stýrihópurinn leiðir verkefnið áfram
og kemur aðgerðunum í framkvæmd.
Mikilvægt er að taka það fram að
aðgerðaáætluninni er ekki ætlað að
innleiða Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna eins og hann leggur sig
enda er það verkefni sem lýkur
aldrei, segir í frétt á heimasíðu
Reykjanesbæjar.
Aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar um
innleiðingu Barnasáttmálans klár
Eftir þriggja ára röskun vegna
heimsfaraldurs verður þrettánda-
skemmtun með hefðbundnum
hætti haldin í Reykjanesbæ á nýjan
leik föstudaginn 6. janúar.
Hátíðin hefst kl. 18:00 með blysför
frá Myllubakkaskóla þar sem gengið
verður í fylgd álfakóngs, drottningar
og hirðar þeirra að hátíðarsvæði við
Hafnargötu 12. Foreldrar eru hvattir
til að leyfa börnunum að taka virkan
þátt í gleðinni með því að klæða sig
upp í ýmis gervi, jafnvel púkagervi
og auðvitað að taka lukt meðferðis
í blysförina.
Á hátíðarsvæðinu verður það sjálf
Grýla sem tekur á móti hersingunni,
álfar munu hefja upp raust sína og
syngja þrettándasöngva og alls kyns
kynjaverur verða á sveimi á svæðinu.
Þrettándabrennan verður á sínum
stað við Ægisgötu og gestum verður
boðið upp á heitt kakó til að ylja sér.
Í lok dagskrár verða jólin kvödd
að hætti Björgunarsveitarinnar
Suðurnes með glæsilegri flug-
eldasýningu. Karlakór Keflavíkur,
Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag
Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar,
Björgunarsveitin Suðurnes og lúðra-
sveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
taka þátt í dagskránni.
Loksins þrettándaskemmtun
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Fjármögnun þjónustu við fatlað
fólk var tekin fyrir á fundi bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar fyrir jól.
Með vísan til ákvæða varðandi
breytingu á fjármögnun á þjón-
ustu við fatlað fólk í fyrirliggj-
andi samkomulagi milli ríkis og
sveitarfélaga, dags. 16. desember
2022, er byggir á breytingu á
lögum um tekjustofna sveitar-
félaga sem samþykkt var á Al-
þingi 16. desember 2022, sam-
þykkir sveitarfélagið Reykja-
nesbær að álagningahlutfall út-
svars fyrir árið 2023 hækki um
0,22% og verði 14,74%.
Þar sem að ríkið mun lækka
tekjuskattsálagningu sína um
samsvarandi hlutfall munu skatt-
greiðendur ekki verða fyrir skatta-
hækkun eða lækkun vegna þessa,
að því gefnu að sveitarfélög hækki
útsvarsálagninguna. Þetta var
samþykkt með öllum atkvæðum
á fundi bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar þann 20. desember.
Bæjarstjórnir Suðurnesjabæjar og
Grindavíkur hafa báðar samþykkt
samhljóða að álagningahlutfall út-
svars fyrir árið 2023 hækki um
0,22% og verði 14,74%.
Þetta er gert með vísan til ákvæða
varðandi breytingu á fjármögnun á
þjónustu við fatlað fólk í samkomu-
lagi milli ríkis og sveitarfélaga er
byggir á breytingu á lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga sem samþykkt
var á Alþingi 16. desember sl.
Hækka út-
svar í Suður-
nesjabæ og
Grindavík
Skattgreiðendur verða ekki
fyrir skattahækkun eða lækkun
Skoða nýja staðsetn-
ingu á rauðum ljós-
geisla Vatnsnesvita
Frá Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Alls söfnuðust 10 milljónir í jóla-
styrkjasöfnun Krónunnar þetta
árið, þá söfnuðu viðskiptavinir
rúmlega 4,6 milljónum króna og
lagði Krónan 5,4 milljón krónur á
móti þeirri upphæð. Þessi upphæð
var veitt í formi rúmlega 450
gjafakorta og Krónan afhenti Vel-
ferðarsviði Reykjanesbæjar tuttugu
gjafakort á dögunum, hvert upp á
20 þúsund krónur en alls söfnuðu
Krónan og viðskiptavinir 400
þúsund krónum í Reykjanesbæ.
Gjafakortin eru afrakstur jóla-
söfnunar sem fram fór í verslunum
Krónunnar á aðventunni, þar sem
viðskiptavinum bauðst að styrkja
hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi
sem sjá um matarúthlutanir í að-
draganda jóla.
Söfnunin fór þannig fram að við-
skiptavinum bauðst að bæta 500
krónum við innkaupakörfuna í loka-
skrefi greiðslu í verslunum Krón-
unnar, og myndi greiðslan renna til
hjálparsamtaka í nærsamfélagi sem
styðja þau sem þurfa á matarað-
stoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir
í ár eru sem fyrr segir veittir í formi
gjafakorta og styrkþegar velja því
sjálfir sína matarkörfu.
Söfnuðu 400 þúsund krónum
Frá pólskri menningarhátíð.
2 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM