Víkurfréttir - 04.01.2023, Qupperneq 8
Lionsklúbbur Grindavíkur færði
Grindavíkurkirkju eina milljón
króna á dögunum. Á jólafundi
klúbbsins, sem að vanda fór fram
í Grindavíkurkirkju, afhenti for-
maðurinn Erling Einarsson for-
manni Sóknarnefndar Heiðari
Hrafni Eiríkssyni eina milljón
króna til viðhalds og viðgerða á
kirkjunni.
Lionsklúbburinn gerði þó fleiri
góðverk í desembermánuði en
með aðstoð Lions-manna tókst
jólasveinunum, þrátt fyrir kaf-
aldsbyl og ófærð, að færa börnum
jólapakka á aðfangadag.
Jólasveinar hafa í meira en 40
ár glatt börn í Grindavík með jóla-
pökkum á aðfangadag. Það leyndi
sér ekki að börnin nutu heim-
sókna jólasveinanna ekki síður
en foreldrar, ömmur og afar, sem
enn á ný upplifðu sín bernskujól
með heimsókn jólasveina.
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur 6.
desember var aðeins fjallað um
hugmyndir og fyrirætlanir Júlíusar
B. Kristinssonar sem á fyrirtækið
Silfurgen, varðandi ræktunarstöð
fyrir skeldýralirfur. Eflaust reka
margir upp stór augu; „skeldýra-
lirfur“? Um hvað snýst málið?
Júlíus sem er einn stofnenda ORF
Líftækni, vann hjá fyrirtækinu þar til
í mars á þessu ári, er doktor í lífeðlis-
fræði laxa og menntaður í viðskipta-
og rekstrarfræðum. Hann menntaði
sig á sínum tíma til að fara út í lax-
eldi, vann í greininni í nokkurn tíma
og var í fyrstu laxeldisbylgjunni. Átti
m.a.frumkvæði að því að Stofnfiskur
hf. (nú Benchmark Genetics) var sett
á laggirnar.
„Í grunninn snýst þetta verkefni
um að rækta lirfur fyrir bláskel
(samheiti kræklingur) en fullvaxin
bláskel er afurðin sem endar á mat-
ardisknum. Bláskel þrífst í fjörum Ís-
lands og við náttúrulegar aðstæður
sest lirfan á steina í sjónum, vex
þar og verður fullvaxin bláskel með
bragðgóðum próteinríkum bita inn
í. Við náttúrulegar aðstæður tekur
á bilinu tvö til fjögur ár fyrir lirfur
að verða að 20 gramma bláskel/
kræklingi en með því að rækta
bláskelina við bestu aðstæður, tel
ég hægt að flýta ferlinu þannig að
kræklingurinn sé kominn á diskinn
eftir rúmt ár. Ræktunarstöðin sem
fyrirhugað er að byggja verður í
leiðinni rannsóknarstöð sem gefur
mikla möguleika á kynbótum og
ýmis konar tækniþróun í skelfisk-
ræktun og mun leiða til betri vöru
og styttri ræktunartíma. Ferlið er
hugsað þannig að lirfan dafnar og
þroskast í þrjá mánuði í ræktunar-
stöð á landi við bestu skilyrði. Henni
er svo komið fyrir á ræktunarreipum
sem hún festir sig við, þeim komið
fyrir í sjónum og þar stækkar skelin
og verður að endanlegri vöru rúmu
ári síðar. Bláskelin þarf ekki tilbúið
fóður því hún nærist á náttúrulegu
þörungasvifi í sjónum,“ segir Júlíus.
Færa krækling á diskinn
Júlíus er ekki að finna upp hjólið
en kynbætur og tækniþróun verða
hans viðbætur. „Bláskel hefur verið
ræktuð með ýmsum hætti úti í sjó í
aldir í V-Evrópu. Þetta hefur verið
reynt hér á Íslandi, fyrsta tilraun til
bláskeljaræktunar hér á landi var
gerð í kringum 1985. Þá kom í ljós að
íslenskar aðstæður henta að mörgu
leyti vel en um leið sá vandi að æðar-
kollan sótti í ræktunarreipin og át af
þeim. Þess vegna þarf að koma rækt-
unarreipunum á meira dýpi, en þó
ekki niður á sjávarbotninn því þar
eru krossfiskar sem finnst bláskel
lostæti. Það að rækta lirfur fyrir
bláskel er tiltölulega nýtt. Ég veit um
eina svona stöð í Kanada, sem hyggst
rækta bláskeljalirfur en lirfuræktun
fyrir aðrar tegundir, t.d. ostrur hefur
tíðkast um nokkurn tíma. Kynbætur
á skeldýrum í eldi byrjuðu fyrir
u.þ.b. tíu árum og tækniþróunin
á því sviði hefur verið mjög ör að
undanförnu. Ég hef kynnt mér þær
vel og ætla að nýta þá þekkingu í
mínu verkefni. Áhersla verður lögð
á ræktun lirfanna og selja þeim sem
rækta bláskel til manneldis út í sjó.
Þar er allur heimurinn markaðs-
svæðið en mjög auðvelt og ódýrt
er að flytja lirfurnar, sem eru mjög
fyrirferðalitlar á þessu stigi.“
Reykjanesið mjög hentugt
Aðstæður til fiskeldis og svona starf-
semi eru einkar hentugar á Reykja-
nesi vegna aðgengis að að eldissjó úr
borholum og jarðhita.
„Ekki þarf stórt húsnæði undir
starfsemina, 500 fermetjrar munu
duga til að byrja með. Sjórinn er sí-
aður þar sem hann er tekinn upp úr
borholum í hrauninu, u.þ.b. 50 metra
frá fjörunni en það er mjög mikilvægt
í þessari framleiðslu að nota síaðan
sjó upp á varnir gegn smithættu
að gera. Gert er ráð fyrir að byrja
í leiguhúsnæði en áhersla verður
lögð á sjálfar kynbæturnar. Ég er í
leit að lóð fyrir starfsemina og geri
ráð fyrir að innan fimm ára frá því
að verkefnið fer af stað, verði risin
ný lirfuræktunarstöð. Í draumum
mínum verður byrjað seinni partinn
á næsta ári.“
Umhverfisvæn
matvælaframleiðsla
Júlíus telur möguleika bláskeljarækt-
unar mikla, sérstaklega hér á Íslandi
sökum góðra aðstæðna.
„Það hefur verið stöðnun í blás-
keljarækt í Evrópu, m.a. vegna fast-
heldni við gamlar framleiðslu og
viðskiptaaðferðir. Eins hafa verið
vandamál í Evrópu vegna meng-
unar en við það vandamál þurfum
við Íslendingar ekki að glíma. Að-
stæður eru mjög góðar í sjó hér við
land vegna hafstrauma sem flytja
með sér mikið magn þörunga. Segja
má að áhugi minn á þessu verkefni
hafi kviknað í starfi mínu fyrir ORF
þar sem við unnum að tækniþróun
og uppskölun á frumuvökum fyrir
þá viðskiptavini ORF sem þróa nú
stofnfrumuræktun á kjöti. Í tengslum
við það kynnti ég mér matvælafram-
leiðslu í heiminum en almenningur
er að vakna til vitundar um hversu
mikið við göngum á umhverfið okkar
með núverandi matvælaframleiðslu.
Venjuleg kjötræktun þarfnast mikils
ræktunarlands og tilbúins áburðar og
veldur mikilli losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Það er ekki tilviljun að við
heyrum á hverju ári að regnskógar
séu brenndir til að geta haldið áfram
á sömu braut. Framleiðsla prótein-
ríkra matvæla í dýraeldi þarf mjög
mikið landbúnaðarland til fram-
leiðslu fóðurs og með því er enn
frekar gengið á umhverfi jarðar. Af-
leiðingar þessa er m.a. þær að allt
að milljón tegundir lífvera eru í út-
rýmingarhættu til viðbótar við þær
þúsundir sem nú þegar eru aldauða.
Þá er kolefnisfótspor í dýraeldi al-
mennt hátt. Skelræktin hefur hins
vegar mjög lágt kolefnisfótspor, þarf
ekkert fóður sem ræktað er á landi
og engan tilbúinn áburð þar sem
lirfurnar og bláskelin lifa af þörung-
unum í sjónum. Ræktun bláskelja er
því einhver sú umhverfisvænasta
matvælaframleiðsla (framleiðsla pró-
teinríkara matvöru) sem fyrirfinnst.
Ég hef mikla trú á þessu verkefni en
vil alls ekki búa til of miklar vænt-
ingar. Sýnin er skýr á hvað þarf að
gera en það eru ótal hindranir sem
þarf að yfirstíga áður en verkefnið
verður að veruleika,“ sagði Júlíus að
lokum.
„Bláskeljaræktun er framtíðin,“ segir Júlíus B. Kristinsson.
Ræktunarstöð fyrir
skeldýralirfur á Reykjanesi
Lions færði
Grindavíkur-
kirkju eina
milljón
og hjálpaði jóla-
sveinum til byggða
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Bæjarráð Grindavíkur gerir ekki athugasemd við að veitt
verði rekstrarleyfi fyrir hóteli að Víkurbraut 58, í samræmi
við umsókn, svo fremi sem fyrir liggi jákvæðar umsagnir
Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, slökkviliðsstjóra og að
byggingarfulltrúi staðfesti að lokaúttekt hafi farið fram.
Bæjarráð bendir þó á að starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits, sem
veitt var þann 8. desember sl., gildir bara í eitt ár þ.e. til 8.
desember 2023 vegna myglu sem kom upp í húsnæðinu.
Að gefnu tilefni telur bæjarráð rétt að árétta að í afgreiðslu
bæjarráðs felst ekki heimild til þess að reka í húsnæðinu starf-
semi eða útleigu húsnæðis fyrir umsækjendur um alþjóð-
lega vernd eða flóttamenn. Slík starfsemi samræmist að mati
bæjarráðs ekki samþykktri notkun hússins og er í andstöðu
við landnotkun skv. aðal- og deiliskipulagi.
Öldungaráð Grindavíkurbæjar vill
láta athuga hvort hægt sé að skoða
það hvort önnur leið sé til að nýta
fjármuni sem fara í fæði vistmanna
á hjúkrunardeildinni í Víðihlíð. Í
fundargerð öldungaráðsins kemur
fram að akstur með mat vistmanna
sé 370 þúsund krónur á mánuði
eða rúmar 4,4 milljónir króna á ári.
Þá sé verið að greiða 170 þúsund
krónur á mánuði fyrir afnot af eld-
húsi, sem er tvær milljónir króna
á ári.
Öldungaráð leggur það til að
Grindavíkurbær yfirtaki eldhúsið í
Víðihlíð. Þá vill öldungaráð að næsti
fundur ráðsins verði með bæjarráði
Grindavíkur.
Þá lagði öldungaráð fram ályktun
þár sem það veltir því fyrir sér af
hverju eru svo margir í dagvistun
og hver eru framtíðarplön Grinda-
víkurbæjar varðandi dagvistun og
dvalarheimili.
Öldungaráð ályktaði einnig þar
sem kemur fram að bæjarstjórn
Grindavíkur knýi á ríkið um að
stækka hjúkrunarheimilið í hag-
kvæma stærð.
Bærinn taki yfir eldhúsið í Víðihlíð
Hótel í lagi en ekki út-
leiga fyrir flóttafólk
Matreidd bláskel.
Mynd úr safni Víkurfrétta.
Skelræktin hefur hins vegar mjög lágt
kolefnisfótspor, þarf ekkert fóður sem
ræktað er á landi og engan tilbúinn
áburð þar sem lirfurnar og bláskelin
lifa af þörungunum í sjónum.
8 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM