Víkurfréttir - 04.01.2023, Page 10

Víkurfréttir - 04.01.2023, Page 10
2022 Í MYNDUM Elsa Albertsdóttir var á árinu útnefnd Skyndihjálparmaður ársins í tilefni af 112-deginum. Það er Rauði krossinn sem stendur að valinu. Elsa sýndi mögnuð viðbrögð þegar faðir hennar, Albert Eðvaldsson fór í hjartastopp. „Hún gerir nú lítið úr þessu en við- brögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kall- inum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans er talin eiga stærsta þátt í því að hann er enn meðal vor eftir að hafa farið í hjarta- stopp í lok ágúst í fyrra. Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju húsnæði Skólamatar var tekin í mars en húsið verður tekið í notkun á þessu ári. Axel Jónsson og Þórunn Halldórs- dóttir eiginkona hans, eigendur Skóla- matar, tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddu starfsfólki Skólamatar. Nýja húsnæðið er um 400 fermetra viðbygging þar sem gert er ráð fyrir eldhúsi á neðri hæð og skrifstofu og matsal á efri hæð. Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grinda- víkur var haldið hátíðlegt á árinu en þetta var fyrsta stóra veislan sem haldin var í Grindavík eftir að hömlum vegna kórónuveirufaraldurs var aflétt. Júlíus Guðmundsson, handhafi Súl- unnar 2021, fagnaði á árinu með tón- leikum í Frumleikhúsinu. Stórbruni varð í Helguvík í apríl þegar húsnæði og athafnasvæði Íslenska gámafélagsins varð alelda. Slökkvi- starf tók nokkra daga þar sem eldur læsti sig í eldfima hauga á lóð fyrir- tækisins. Náttúruöflin héldu áfram að minna á sig á árinu 2022. Eldgos hófst í Meradölum við Fagradalsfjall þann 3. ágúst. Þegar gosið hófst var það mun stærra en þegar gosið hófst í Geldingadölum árið áður. Talað var um að það væri fimm til tíu sinnum stærra. Gosið stóð hinsvegar stutt yfir og var afstaðið um þremur vikum síðar. Eldgosið var mikið aðdráttarafl og þúsundir lögðu leið sína að gosinu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fór með Hákon Noregsprins að gosstöðvunum þar sem Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, fræddi þá um umbrotin. Sumardeginum fyrsta var fagnað með skátamessu í Keflavíkurkirkju. Eydís Eyjólfsdóttir lagar hér hálsklút séra Erlu Guðmundsdóttur sóknarprests í Kefla- víkurkirkju fyrir athöfn í kirkjunni. Hannes Friðriksson hafði ástæðu til að slá garð sinn við Freyjuvelli í Keflavík þann 25. nóvember. Það var tveimur dögum fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Á sama tíma var verið að þekja hluta Hafnargötunnar í Keflavík í gervisnjó vegna kvikmyndatöku á True Detective sjónvarpsþáttunum. Veðurhamurinn í upphafi ársins 2022 rataði í fréttirnar. Talsvert tjón varð í Grindavík í sjávarflóðum. Sjórinn flæddi langt upp á land vestan Grindavíkur þar sem ástadið á þjóðveginum var eins og sjá má hér að ofan vegna flóða. Árið 2022 var sérstakt fyrir þær sakir að þá var aftur hægt að halda bæjar- hátíðir eftir höft kórónuveirufarald- ursins. Grindvíkingar héldu upp á sjó- mannadaginn með hátíðinni Sjóarinn síkáti. Hluti af þeirri hátíð er að bæjar- búum og gestum er boðið í skemmti- siglingu með fiskiskipum úr grindvíska flotanum. Hér er Páll Jónsson GK á siglingu, fullur af fólki. Ungbarnasund nýtur vinsælda á Suðurnesjum og hefur verið kennt í sundlaug Akurskóla í mörg ár en þar var myndin tekin. Nýju lífi var fagnað á fallegu sumar- kvöldi á Garðskaga. Ljósanótt var sett í byrjun september. Það var unga fólkið í bænum sem sá um setningarathöfnina í skrúðgarðinum. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur á hátíðinni í ár, sem þótti takast með miklum ágætum og mannfjöldinn í bænum hefur aldrei verið meiri, svo vitnað sér í elstu menn og þeirra minni. Tjón af völdum myglu komst í fréttirnar á árinu. Mikið tjón er á Myllubakkaskóla í Keflavík og hefur m.a. þurft að rífa hluta skólans vegna myglunnar. Þá kom einnig upp mylgla í leikskólanum Sólborg í Sandgerði og víðar. Tveir grunnskólar á Suðurnesjum fögnuðu 150 ára afmæli á árinu. Þetta eru Stóru-Vogaskóli í Sveitarfélaginu Vogum og Gerðaskóli í Suðurnesjabæ. Boðið var til afmælisveislu í báðum skólum. Nemendur og starfsfólk Gerðaskóla kom saman af þessu tilefni og mynduðu töluna 150. 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.