Víkurfréttir - 15.02.2023, Qupperneq 13
BÍLSTJÓRI
REYJANESBÆR-REYKJAVÍK
Vegna aukinna verkefna getum við bætt við okkur
bílstjóra.
Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka
daga.
Starfið felst í útkeyrslu á skólamáltíðum frá Reykjanesbæ
til Reykjavíkur. Starfið fellst einnig í vöruflutningum, frá-
gangi í lok dags og öðrum tilfallandi verkefnum á Suður-
nesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Hæfniskröfur:
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Ökuréttindi C
• Íslenskukunnátta er skilyrði
• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði
• Frumkvæði er mikilvægt
• Sveigjanleiki er mikilvægur
Til greina kemur að ráða inn aðila sem ekki er með
meiraprófið og kosta viðkomandi í meiraprófið ef hann
fellur inn í Skólamatar-fjölskylduna.
Skólamatur óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:
SENDILL
Við óskum eftir að ráða sendil til starfa.
Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka
daga.
Starfið felst í að keyra starfsfólk frá Suðurnesjum og á
höfuðborgarsvæðið og tilbaka í lok vinnudags Starfið
felst einnig í útkeyrslu á vörum og að ferja mat á milli
staða.
Hæfniskröfur:
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Meiraprófið eða gamlaprófið kostur.
• Íslenskukunnátta er skilyrði
• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði
• Frumkvæði er mikilvægt
• Sveigjanleiki er mikilvægur
Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upp-
lýsingum um reynslu og fyrri störf.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum
ráðingakerfi Alfreðs.
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.
Ný gufu- og eimböð á útivistar-
svæðinu við Bláa lónið, ásamt
tveimur misháum fossum, er
meðal þess sem sótt er um bygg-
ingarleyfi fyrir til skipulagsyfir-
valda í Grindavík. Eldvörp ehf.
hafa sótt um byggingarleyfi fyrir
fyrri áfanga að endurbótum
baðaðstöðu Bláa Lónsins. Í fyrsta
áfanga eru ný gufu- og eimböð á
útivistarsvæðinu, ásamt tveimur
misháum fossum. Í seinni áfanga,
sem sótt verður um byggingarleyfi
fyrir síðar, er um að ræða stækkun
og endurbætur baðálmu við Bláa
Lónið.
Skipulagsnefnd Grindavíkur
staðfestir að byggingaráformin eru
í samræmi við skipulag.
Skipulagsnefnd Grindavíkur hafnar
því að fjarskiptamastur eða fjar-
skiptaloftnet verði sett á Grunn-
skóla Grindavíkur við Ásabraut 2 í
Grindavík. Skipulagsnefnd leggur
til við Íslandsturna, sem sendi
nefndinni fyrirspurn um stað-
setningu á fjarskiptaloftneti, að
þeir skoði að setja upp loftnet við
hafnarsvæði.
„Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin
komi sér saman um staðsetningu á
hafnarsvæðinu,“ segir í fundargerð
nefndarinnar og sviðsstjóra falið að
vinna málið áfram með það að mark-
miði að finna stað sem aðilar geta
nýtt sameiginlega.
Skipulagsnefnd hafnaði á sama
fundi umsókn um byggingarleyfi frá
Íslandsturnum við Víkurbraut 25,
þ.e. að fjarskiptamastur verði sett
við húsið. „Lagt er til að fjarskipta-
fyrirtækin komi sér saman um stað-
setningu á hafnarsvæðinu,“ segir í
afgreiðslu málsins.
Viðgerð er hafin á gervigrasinu í
Hópinu í Grindavík í samræmi við
úttekt fagaðila en bregðast þurfti
strax við skemmdum eins og
áætlað var í fjárhagsáætlun.
Meirihluti B, D og U-lista í bæjar-
ráði Grindavíkur bókaði m.a. um
málið á síðasta fundi. Þar segir m.a.:
„Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi
gervigrassins er verra en áætlað var,
verður aðilum falið að undirbúa
útboð og kanna afhendingartíma á
nýju gervigrasi.“
Bókun af fundi frístunda- og
menningarnefndar var. lögð fyrir
á fundi bæjarráðs. Í bókun fulltrúa
M-listar við þá bókun segir að full-
trúi M-lista leggur til að það verði
farið í það strax að skipta út gervi-
grasinu í Hópinu.
Meirihluti B, D og U tekur undir
bókun frístunda- og menningar-
nefndar að skoða þann möguleika
að skipta gervigrasinu í Hópinu út
fyrr en áætlað var. „Viðgerð er hafin
á gervigrasinu í samræmi við úttekt
fagaðila en bregðast þurfti strax við
skemmdum eins og áætlað var í fjár-
hagsáætlun. Að viðgerð lokinni, ef
mat á ástandi gervigrassins er verra
en áætlað var, verður aðilum falið að
undirbúa útboð og kanna afhending-
artíma á nýju gervigrasi. Ákvörðun
verður tekin um framhaldið í vinnu
við fjárhagsáætlun í haust,“ segir í
bókun meirihlutans.
Heilbrigðisráðherra tekur vel í sam-
eiginlegt erindi Grindavíkurbæjar
og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
um að heilsugæsla í Grindavík fái
nýja aðstöðu á efri hæð félagsað-
stöðu eldri borgara. Næsta skref er
að fá svar frá fjármála- og efnahags-
ráðuneytinu.
Bæjarráð Grindavíkur lýsir
ánægju sinni með velvilja ráðherra
í garð verkefnisins og felur bæjar-
stjóra að vinna málið áfram.
Heimgreiðslur til foreldra 12
mánaða gamalla barna sem fá ekki
daggæslu fyrir börn sín voru til um-
fjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs
Grindavíkur. Meirihluti bæjarráðs
leggur upp með að heimgreiðsl-
urnar verði ekki skilyrtar, heldur
val foreldra frá 12 mánaða aldri,
að loknu fæðingarorlofi, þangað
til barnið fer í daggæslu eða á leik-
skóla.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöll-
unar í félagsmálanefnd og fræðslu-
nefnd Grindavíkur.
Grindavíkurbær fagnar 50 ára
kaupstaðarafmæli 10. apríl 2024
og er þegar farið að leggja grunn
að hátíðarhöldum vegna þessara
tímamóta.
Frístunda- og menningarnefnd
Grindavíkur leggur til við bæjarráð
að skipuð verði afmælisnefnd sem
í eiga sæti fimm fulltrúar. Fulltrú-
arnir skulu endurspegla fjölbreytni
samfélagsins í Grindavík. Sviðs-
stjóra frístunda- og menningarsviðs
hefur verið falið að vinna erindis-
bréf fyrir nefndina.
50 ára kaupstaðar-
afmæli Grindavíkur-
bæjar undirbúið
Heimgreiðslur til
foreldra 12 mánaða
barna verði val
Ráðherra tók vel
í erindi um heilsu-
gæslu í Grindavík
Fossar og ný
gufu- og eimböð
við Bláa lónið
Vilja ekki loftnet á grunnskólann
Viðgerð hafin
í Hópinu
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
N Ý S P R A U T U N O G B Í L A K J A R N I N N
óska eftir að ráða í eftirtalda stöðu:
B Í L A S A L I
Bílakjarninn óskar að ráða bílasala í starfsstöð
fyrirtækisins að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ.
Umsóknir sendist á netfang: sverrir@nysprautun.is
Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði,
Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustufyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf.
vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 13