Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Side 8
8 | | 21. september 2022 Umhverfismatsskýrsla um áhrif fyrirhugaðrar landeldisstöðvar á laxi í Viðlagafjöru og byggingu seiðaeldisstöðvar í Friðarhöfn er í umsagnaarferli og er frestur til að skila inn athugasemdum til 4. október. Í skýrslunni er lagt mat á hugsanleg umhverfisáhrif og áhrifin á samfélagið þegar reksturinn verður kominn í fullan gang. Það er fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) sem stendur að verkinu og hefur frá upphafi verið í mjög góðri samvinnu við Vestmannaeyjabæ sem unnið hefur breytingar á aðal- skipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins. Að mati forsvarsmanna ILFS eru Vestmannaeyjar góður kostur fyrir starfsemina. Stutt er á stóra mark- aði í Evrópu og Norður-Ameríku, góð sjógæði, mikill mannauður í Vestmannaeyjum með þekkingu á tækni, vinnslu, sölu og flutninga á sjávarafurðum. Einnig er tiltekið nálægð við höfn og sjávarhiti með ákjósanlegasta móti auk þess sem við Vestmannaeyjar er staðbundin alda frá suðvestri, og því Viðlagafjara, sem er austan á Heimaey í skjóli frá henni. Auk þess hentar Viðlagafjara mjög vel frá náttúrunnar hendi fyrir upp- byggingu mannvirkja og aðgengi að sjó. Allt að 240 stöðugildi Ljóst er að um gríðarstóra starf- semi er að ræða á alla mælikvarða og er áætlað að heildarfjöldi nýrra starfa sem skapist við verkefnið verði um 240 stöðugildi. Þar af allt að 120 störf við eldið sjálft. Áætlað er að framleiða um 11.500 tonn af óslægðum laxi á ári ef allar áætlanir um stækkun ná fram að ganga með mögulegri stækkun í 22.000 tonn af óslægðum laxi. Uppbygging fyrsta áfanga er áætluð í þremur hlutum, fyrst 3.500 tonn, og síðan 2 x 3.500 tonna áfangar, en eldið verður á landi í lokuðum kerjum og sjór úr borholum verður notaður í eldiskerjunum. Auk mateldisins í Viðlagafjöru ætlar fyrirtækið að byggja upp seiðaeldi í botni Friðarhafnar. Þar verður notað svokallað RAS kerfi við vinnsluna sem byggist á því að endurnýta vatn við vinnslu; það þýðir að hver lítri af vatni verður endurnýttur allt að 100 sinnum. Með þessu kerfi er farið betur með orku og auðlindir en almennt gengur og gerist í fiskeldi. Í fjörunni er miðað við að reist verði vinnslubygging fyrir fisk- eldið ásamt um 30 kerjum með eldi. Kerin verða misstór, en þau stærstu allt að 12 metrar á hæð. Forsvarsmenn verkefnisins vilja meina að næg orka og vatn sé til staðar fyrir vinnsluna. En tóku einnig fram að aukin nýtingar- þörf Vestmannaeyja með þessari vinnslu ásamt sífellt stækkandi bæjarfélagi muni án vafa setja aukinn þrýsting á stjórnvöld um sterkari og öruggar innviði og betri dreifileiðir á orku og vatni til bæjarins. Vestmannaeyjabær hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga, stutt það og greitt götur þess, unnið hratt og ákveðið að gerð aðal -og deiliskipulags fyrir svæðið. Efla Verkfræðistofa vann um- hverfismatsskýrsluna fyrir ILFS og þar er lagt mat á áhrif miðað við fullan rekstur. Meðal annars áhrif dælingar á grunnvatns- og jarðsjávarstrauma, sjónræn áhrif, útivist og ferðaþjónustu. Mikil áhrif á byggðaþróun Ljóst er að áhrif á atvinnulíf og byggðarþróun verða talsverð og jákvæð. „Fyrirsjáanlegt er að fjölgun íbúa verði mjög hröð sem getur skapað vaxtaverki fyrir samfélag og atvinnulíf í Eyjum. Því er mikilvægt að standa vel að öllum undirbúningi. Verk- efnið mun styrkja atvinnulíf og byggðarþróun til lengri tíma litið. Verið er að skjóta fleiri, fjöl- breyttari og styrkari stoðum undir atvinnulíf og samfélag í Eyjum, með atvinnuuppbyggingu sem byggir á styrkleikum svæðisins. Leiðarljósið er að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag í Eyjum,“ segir í skýrslunni sem nú er til umsagnar og hægt að nálgast á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is. Stofnendur eru Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson en Lárus Sigurður Ásgeirsson, stjórnarfor- maður kom inn í eigandahópinn á síðari stigum. Landeldi á laxi í Vestmannaeyjum Fleiri, fjölbreyttari og styrkari stoðir undir atvinnulíf og samfélag Tölvuteikning af matfiskastöð ILFS í Viðlagafjöru. Mannvirki eru í þróun og ekki um endanlegt útlit að ræða. Tölvuteikning af seiðastöð ILFS í botni Friðarhafnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.