Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Síða 10
10 | | 21. september 2022 Eyjablikk ehf. var stofnað í apríl 1997 af Stefáni Þ. Lúðvíkssyni og Ísloft blikk- og stálsmiðju þegar Stefán ákvað að flytja til Vestmannaeyja, og var markmiðið með stofnununni að hann hefði eitthvað að gera eftir að hafa flust til Eyjanna. Árið 2000 keypti Eyjablikk sitt eigið húsnæði að Flötum 27 sem varð fljótlega of mikið. „Nú hefur fyrirtækið yfir að ráða fyrsta flokks 1000 fm húsnæði hvað varðar aðbúnað fyrir starfsmenn sem og rúmgóða og bjarta smiðju með góðum tækjakosti og erum við tilbúnir í öll þau verk sem við- skiptavinir okkar fela okkur með bros á vör,“ sagði Stefán. Í dag er starfsfólk Eyjablikks ehf. 20 talsins og eru unnin ýmis verkefni bæði fyrir sjávarútveginn og fólk í Vestmannaeyjum og á fastalandinu. Starfsmenn Eyjablikks, Árni, Daði, Þórir og Victor Eyjablikk þjónar fyrirtækjum og einstaklingum Leo Seafood ehf. er fiskvinnslu- fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Var stofnað 15. október 2001 og hét þá Godthaab í Nöf ehf. Hóf starfsemi í gömlu húsi og fyrsta verkið var að koma því í viðunandi horf. Það kostaði mörg handtökin en tókst og vinnsla hófst þann 1. febrúar 2002. Í fyrstu voru starfsmenn 20. Tækja- búnaður var uppgerð flökunarvél og flæðilína sem keypt var notuð, tveir frystiskápar og tveir frysti- gámar þar sem fullunnar afurðir voru geymdar. Næstu árin jukust umsvifin jafnt og þétt og starfsfólki fjölgaði, um leið var aukið við húsnæðið. „Byggður var frystiklefi og smá saman fjölgaði vélum og tækjum í takt við aukin umsvif. Keypt var ný 24 stæða flæðilína frá Marel og frystibúnaður var endurnýjaður. Reist var 650 fm viðbygging norðan við Nöfina og þar settur upp tækjabúnaður fyrir uppsjáv- arvinnslu þar sem unninn var makríll um nokkurt skeið,“ segir Bjarni Rúnar Einarsson fram- kvæmdastjóri Leo Seafood eins og fyrirtækið heitir í dag. Mikil uppbygging Nafninu var breytt í júní 2018 til að ná frekar til erlendra viðskipta- vina enda mun einfaldara nafn. „Seinni hluta árs 2018 hófust framkvæmdir við uppsetningu á nýjum lausfrysti frá Dantech og Flexicut flakaskurðarvél frá Marel sem hefur aukið samkeppn- ishæfni og fjölbreytni framleiðslu fyrirtækisins til muna,“ segir Bjarni Rúnar og áfram var hús- næðið stækkað. Í nóvember 2018 voru fest kaup á 1800 fm húsnæði á tveimur hæðum að Hlíðarvegi 3 sem var í eigu VSV. Þar er salur fyrir pökk- un á lausfrystum afurðum ásamt umbúðageymslum. Árið 2020 var farið í miklar framkvæmdir og reist 290 fm viðbygging á tveimur hæðum. Á efri hæð í nýrri við- byggingu eru bjartar og skemmti- legar skrifstofur og mötuneyti sem uppfyllir allar nútímakröfur og stærðarinnar svalir. „Á neðri hæðinni var vélasalur stækkaður ásamt móttöku. Á sama tíma var smíðað nýtt þak á allt húsið ásamt því að húsnæðið var klætt að utan þannig að í dag er fátt sem minnir á gömlu Nöfina,“ segir Bjarni Rúnar. Fjölbreytt framleiðsla „Við kaupum hráefni bæði í beinum viðskiptum við útgerðir og á fiskmörkuðum. Fyrirtækið vinnur aðallega þorsk, ufsa og ýsu. Þá höfum við verið að prófa okkur áfram í vinnslu á karfa. Framleiðslan eru fersk flök sem flutt eru sjóleiðis og með flugi í kældum umbúðum á markað í Evrópu. Frystar afurðir eru flök og flakahlutar á markað í Evrópu og Bandaríkjunum og saltaðar afurðir fara á Spánarmarkað. Bein og hausar fara til vinnslu hjá Löngu ehf. í Eyjum þannig að allur fiskur sem við tökum inn er fullnýttur.“ Starfsmenn Leo Seafood eru um 100 í dag og er unnið úr 5000 til 7000 tonnum af hráefni á ári. „Í dag teljum við okkur vera með fiskvinnslufyrirtæki í fremstu röð hér á landi. Auðvitað eru sveiflur í sjávarútvegi, bæði í öflun hráefnis og sveiflur á mörkuðum erlendis. Við byggjum á langri reynslu og hæfu starfsfólki þannig að ég sé ekki ástæðu til annars en bjartsýni á framhaldið. Íslenskur sjávarútvegur hefur ótrúlega að- lögunarhæfni og menn eru ekkert að fara á taugum þó stundum sé vindurinn í fangið,“ sagði Bjarni Rúnar að lokum. Núverandi hluthafahópur sam- anstendur af Sigurjóni Óskars- syni, Daða Pálssyni, Gylfa Sigur- jónssyni, Viðari Sigurjónssyni og Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur. Leo Seafood Fyrirtæki í framlínu í vinnslu á fiski: Allur fiskur fullnýttur Þrír ættliðir saman Ester Ólafsdóttir, dóttir hennar Elva Björk Einarsdóttir og barnabarn Esterar, Hekla Sól Jóhannsdóttir. Fjárfest fyrir 1,6 milljarða. Frá árinu 2009 þangað til á síðasta ári eru fjár- festinar Leo Seafodd samtals 1.637.198 milljónir króna. Og hefur fyrirtækið tekið stór stökk á öllum sviðum fram á við á þessum tíma.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.