Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 2

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 895 8298 RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nesfrétt ir www.borgarblod.is Gróttubyggð – nýtt líf Hafnar eru byggingaframkvæmdir við Gróttubyggð. Stefnt er að því að byggja um 170 íbúðaeiningar og fyrstu íbúðirnar verði komnar í sölu að rúmu ári liðnu. Ef miðað er við að þriggja til fjögurra manna fjölskylda deili hverri íbúð að jafnaði má gera ráð fyrir að íbúum Seltjarnarnesbæjar geti fjölgað um allt að 600 þúsund eða fleiri á næstu árum. Gera má ráð fyrir að fólk flytji á Seltjarnarnes og setjist að í hinni nýju byggð. Færi fólk sig um set innan Nessins losna aðrar íbúðir. Gróttubyggð er búin að vera á hugmynda- og síðar undirbúningsstigi um árabil. Á sama tíma hefur fátt annað verið byggt en blokkirnar á Hrólfsskálamel og íbúum ekki fjölgað á við önnur sveitarfélög. Þau sjónarmið hafa oft heyrst að Nesið sé fullbyggt og ekki verði við bætt. Gróttubyggðin sýnir þó annað og sannar. Rekstur Seltjarnaresbæjar er erfiður. Með fjölgun íbúa má gera ráð fyrir að breytingar verði á. Fólk sem sest að í Gróttubyggðinni verður margt á starfsaldri. Þannig koma nýir gjaldendur til bæjarfélagsins. Seltjarnarnes hefur staðið í stað um árabil. Með Gróttubyggð hefur nýju lífi verið hleypt í tilveru fólks og bæjar. Leið ari Gróttubyggð farin að rísa Fyrsta húsið í Gróttubyggð er tekið að rísa. Þar verða 170 íbúðaeiningar. Jáverk er að byggja tvö fjölbýlishús með 24 til 26 íbúðum og þrjú fjórbýlishús. Gerð er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar fara í sölu eftir rúmt ár eða í upphafi árs 2024. Mikill áhugi er á þessu nýja hverfi enda er um eina hverfið sem er í byggingu á Seltjarnarnesi þar sem lítið hefur verið byggt á undanförnum árum. Allt frá að fjölbýlishúsin á Hrólfskálamel voru byggð. Hafin er vinna við byggingu fyrra fjölbýlishússins og gert ráð fyrir að um tíu mánuði að steypa það upp. Gróttubyggð er á landi Bygggarða. Nyrst á norðanverðu nesinu og skammt frá vinsælu útivistarsvæði við Gróttu. Framkvæmdir hafnar við Gróttubyggð. Verslaðu með hjartanu! www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.