Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 14

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 14
14 Nesfrétt ir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ný heimasíða Seltjarnarnesbæjar Þann 1. desember sl. runnu upp langþráð tímamót þegar að nýr vefur Seltjarnarnesbæjar fór í loftið. Nýi vefurinn leysti þar með af hólmi þann gamla sem staðið hefur sína plikt frá árinu 2003. Tímarnir hafa breyst, þróunin verið hröð og gamli vefurinn var löngu orðinn barn síns tíma. Nýr vefur er þróaður í takt við nýja tíma, breyttar þarfir notenda, snjallvæðingu og léttari ásýnd. Opnun á aðalvef bæjarins var fyrsti áfanginn í endurnýjuðum heimasíðum fyrir stofnanir bæjarins en framundan er vinna við vefi fyrir bókasafnið, leikskólann, grunnskólann og tónlistarskólann. Þeir verða í stíl við aðalvefinn og í sama vefumsjónarkerfi en hver og einn fær þó sitt sérkenni. Markmiðið er að vefirnir fari í loftið á nýju ári þó nákvæm tímasetning liggi ekki fyrir. Vafrið og njótið! Bæjarbúar eru hvattir til að vafra um nýjan vef Seltjarnarnesbæjar, læra á hann og upplifa það sem hann hefur upp á að bjóða en nýjungarnar eru fjölmargar. Hafa ber í huga að vefurinn er enn á vinnslustigi því taka mun tíma að koma öllu efni, textum, ljósmyndum o.fl. inn á hann sem og að fínpússa síður og slóðir. Notendur geta því upplifað einhverja hnökra fyrst um sinn eða ekki fundið strax það efni sem leitað er að. Ábendingar varðandi vefinn eru vel þegnar og má m.a. senda þær í gegnum nýju ábendingagáttina á forsíðunni. Þar er einnig hægt að senda inn ábendingar um hvaðeina er snýr að umhverfinu og starfsemi bæjarins. Ásamt lýsingu er hægt að velja staðsetningu á korti og senda mynd með ábendingunni sem komið verður í réttan farveg innan stjórnsýslunnar. Viðburðastika á forsíðunni er nýjung sem vert er að nefna. Þar verða settir inn viðburðir á vegum bæjarins auk þess sem aðrir viðburðahaldarar á Seltjarnarnesi geta skráð inn viðburði sem erindi eiga við bæjarbúa. Með frétta- og viðburðastikunni ættu íbúar að geta fengið góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í menningar- og mannlífinu hér á Seltjarnarnesi. Að auki má deila fréttum, viðburðum og upplýsingum á einfaldan hátt beint af vefnum hvort sem er í tölvupósti eða inn á samfélagsmiðla. Upplifun af nýju heimasíðunni verður vonandi sem best og þróun stafrænnar vegferðar bæjarins mun halda áfram með það að markmiði að auka þjónustu við bæjarbúa. Nýr vefur Seltjarnarnesbæjar. ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Verslaðu með hjartanu! www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.