Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 5

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 5
Öllum bæjarbúum á Seltjarnarnesi er boðið að koma og fylgjast með kjörinu. ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Það er síðan í höndum fulltrúa Íþrótta- og tómstundanefndar að ákveða hverjir það eru sem hljóta tilnefningar. Eingöngu er unnið úr tilnefningum. Upplýsingar um þann sem er tilnefndur til Íþróttamanns Seltjarnarness þurfa að vera ítarlegar og það sem þarf að koma fram er: • Nafn, kennitala, heimili, sími og tölvupóstfang. • Hversu lengi viðkomandi hefur stundað íþróttina/ir. • Ástundun og hversu mikið er æft. • Titlar eða árangur. • Félagslega hliðin. • Annað sem þið viljið koma á framfæri. Athuga að aðeins þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi eiga möguleika á að vera tilnefndir, óháð hvar íþróttin er stunduð. Allar upplýsingar eða ábendingar skulu berast á tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is fyrir 10. janúar 2023. KJÖR ÍÞRÓTTAMANNS SELTJARNARNESS Í KVENNA OG KARLAFLOKKI 2022 FER FRAM FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR 2023 Í HÁTÍÐARSAL GRÓTTU KL. 17:00 Einnig óskar ÍTS eftir umsóknum um styrk úr Afreksmannasjóði íþróttamanna á Seltjarnarnesi Sjá úthlutunarreglur: http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir/nr/3229 Umsóknir um styrki skulu berast til Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness fyrir 15. janúar ár hvert á þar til gerðum eyðublöðum á heimasíðu bæjarins eða á póstfangið haukur@seltjarnarnes.is. Slóð á umsóknareyðublað: https://innskraning.island.is/?id=minarsidur.seltjarnarnes.is Með öllum umsóknum skal leggja fram ítarlega greinargerð um umsækjandann. Úthlutun úr afreksmannasjóði ÍTS fer fram á kjöri Íþróttamanns Seltjarnarness.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.