Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 19
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir,
skartgripahönnuður og eigandi
fyrirtækisins Aurum, er ættuð frá
Ísafirði og ólst hún þar upp. Þar
æfði hún skíði í mörg ár og var það
hennar helsta áhugamál og ástríða.
Þegar Guðbjörg var 17 ára gömul
tók hún þá ákvörðun að fara sem
skiptinemi út til Bandaríkjanna.
Hún þurfti að senda frá sér umsókn
og þar kom fram að hún væri að æfa
og keppa á skíðum þar sem hún
vildi helst fara til fjölskyldu sem
væri með sama áhugamál og hún.
Það var svo fjölskylda sem staðsett
var á Bainbridge Island, eyja fyrir
utan Seattle, sem var að leita að
skiptinema sem valdi hana. Ástæðan
fyrir valinu var einmitt sú að þessi
fjölskylda var mikið á skíðum og
faðirinn Peter O´Connor var einnig
að kenna á skíðum í Crystal Montain.
Þegar Guðbjörg fer svo í ferðalagið
sitt til Bainbridge Island tók á móti
henni mjög hlý og góð fjölskylda.
Strax og hún kom byrjaði hún að fara
á hverri helgi með Peter O´Connor og
fjölskyldu upp í fjall, þá bæði til að æfa
og einnig til að keppa á skíðum.
Kynntist sínu
framtíðar-starfi
Þegar Guðbjörg byrjaði svo í
skólanum á Bainbridge Island þá
voru hinir ýmsu val áfangar í boði.
Einn þeirra var gullsmíði. Hún
ákvað að velja þann áfanga, ásamt
nokkrum öðrum sem henni fannst
áhugaverðir, en eftir að hafa kynnst
gullsmíðinni var ekki aftur snúið og
hún fann neistann. Hún kom svo
aftur heim til Íslands eftir árs dvöl í
Bandaríkjunum og byrjaði að stunda
4 ára nám við gullsmíðaskólanum í
Danmörku og í framhaldi af því nám
í skartgripa hönnun í Danmörku.
Það má taka það fram að eiginmaður
Guðbjargar Karl Jóhann, fór út til Peter
O´Conner og fjölskyldu í hálft ár eftir
að Guðbjörg kom heim og kynntist því
fjölskyldunni vel.
Peter O´Connor fellur frá
Það var svo fyrir þremur árum
að Peter O´Connor lést. Hann var
virtur arkitekt á eyjunni og voru
margir sem þekktu hans verk vel.
Hann teiknaði hin ýmsu merku hús
þar, ásamt víðar, og m.a. leikhúsið á
eyjunni. Eftir að Peter fellur frá var
ákveðið að endurbyggja leikhúsið og
er eitt herbergið í leikhúsinu tileinkað
honum. Það var því leitað til hinna
ýmsu aðila um fjárhagslegan stuðning
við endurbyggingu leikhússins og
verður það tilbúið í lok árs 2023. Það
var einnig leitað til Guðbjargar og
Karls um stuðning. Þau segja strax
já, en Guðbjörg vildi gera þetta ennþá
eftirminnilegra
og persónulegra
og eftir smá
umhugsun þá
fékk hún þá
hugmynd að
smíða veglegar
silfur nælur (sem
einnig er hægt
að bera sem hálsmen), skartgripurinn
er innblásinn af verkum Peters, hefur
skírskotun í hans verk og persónuleika.
Hann sagði „Each project is a puzzle. If
the details don´t work the project falls
apart. The quality of it is in the details“.
Hugmyndin var að gera takmarkað
magn af Nælunni 50 stykki sem færu
í að fjármagna herbergið hans Peters.
Nælurnar 50 seldust upp um leið og
þær fóru í sölu.
Viðburður og viðhöfn
Afhending skartsins fór fram
við sérstaka athöfn í nóvember
sl. Þar sem allir komu saman sem
keypt höfðu næluna og fengu hana
afhenta. Guðbjörg sagði þar frá
hönnunarferlinu og boðið var upp
á íslenska drykki. Þau sem stóðu á
bakvið söfnunina tóku ekki annað í
mál en Guðbjörg og Karl kæmu út
og yrðu viðstödd, sem þau gerðu. Að
koma til baka, gista í sama herbergi
og þegar þau voru 17 og 19 ára, dvelja
með fjölskyldunni, kallaði fram
margar góðar minningar. Það má til
gaman geta að kennari Guðbjargar
sem kenndi henni Gullsmíðaáfangan
árið 1987, var viðstödd viðburðinn.
Gott að geta gefið tilbaka
Fjármögnun fyrir þessu glæsilega
Leikhúsi á Bainbridge Island er langt
komin og og eru Guðbjörg og Karl
mjög stolt og ánægð að hafa verið
partur af þessu fallega verkefni og
geta þar af leiðandi gefið til baka.
Bæði í málefnið, til O´Connor
fjölskyldunnar og gefa þakklæti tilbaka
þar sem Guðbjörg tók sín fyrstu skref
sem gullsmiður.
Guðbjörg og Karl eiga og reka
skartgripaverslunina Aurum,
Bankastræti 4.
Nesfrétt ir 19
Það er gott að geta gefið til baka
Karl og Guðbjörg.
Mynd tekin fyrir utan heimilið á
Bainbridge Island.
Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is Grandagarði 13 Glæsib , 5.hæð eyesland.is
Þú finnur úrval af fallegum sólgleraugum í verslunum Eyesland,
frá m.a. Jimmy Choo, Isabel Marant, Ray Ban og Gigi Studios.
Skoðaðu úrvalið á eyesland.is
Sólgeraugu
í jólapakkann