Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 8

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 8
8 Nesfrétt ir og farsælt komandi ár Bæjarstjórn og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar senda bæjarbúum jólakveðjur með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Gleðileg jó� Litaveita er nýtt veggverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga á hitaveituhúsinu við Gróttu. Þórdís Erla er Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og er veggverkið hennar framlag til Seltjarnarnesbæjar. Listaverkið Litaveita nefnist Litaveita er undir áhrifum frá náttúrufegurðinni í Gróttu og hinu mikla sjónarspili sem að himininn býður upp á þessum útsýnisstað. Verkið er m.a. unnið úr litbreytimálningu og litbreytifilmu sem breytist mikið eftir veðráttu og tíma dags. Sitt hvor hringurinn, sem minnir á sól eða tungl, er á hvorum gafli hússins og geta vegfarendur speglað sig og náttúruna í þeim auk þess að fylgjast með litbreytingum sem þeir bjóða upp á eftir því hvaða tíma dags horft er á þá. Lita- og skuggaspil verksins gerir áhorfandann meðvitaðan um hringrás sólarinnar og líðandi stund. Litaveita á hitaveituhúsinu. Vill byggja raðhús við Steinavör Óskað hefur verið eftir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna við Steinavör 8 og 12. Ósk lóðarhafa er um að heimilað verði að reisa raðhús með fimm íbúðum í stað einbýlishúsa. Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Frá Steinavör. Litaveita er nýtt útilistaverk á Nesinu

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.