Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 4
Þór Sigurgeirsson bæjar­ stjóri sagði er hann fylgdi um ræðu um fjárhagsáætlun Seltjarnarnes bæjar úr hlaði á bæjarstjórnarfundi að áætlunin væri unnin við krefjandi aðstæður þar sem rekstur bæjarsjóðs væri í járnum sökum afleiðinga heimsfaraldurs auk stríðsreksturs í Evrópu sem hefur skapað verðbólgu sem mælist nú um 9,4%. Hann sagði verðbólguna hafa stóraukið fjármagnsliði langtímalána bæjarsjóðs. Þór sagði að áætlunin bæri þess merki að verið væri verja grunnþjónustu bæjarfélagsins sem eru skólar, íþrótta og tómstundastarf og félagsþjónusta auk öldrunar­ þjónustu. “Við áformum þó að ráðast í byggingu nýs glæsilegs leikskóla en fyrrnefnd verðbólga og hvernig hún hefur leikið okkur hefur haft tefjandi áhrif á þá vinnu hjá okkur. Við stefnum á að hefja þá vinnu á fullu í upphafi næsta árs. Við lækkum stuðul allra fasteignagjalda og mætum þar sérstaklega mjög ósanngjarnri hækkun fasteignamats sem tekur gildi um næstu áramót. Það sem við sjáum strax og við viljum setja inn í áætlun þessa fyrir síðari umræðu er að í janúar 2023 munum við hækka tómstundastyrk úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Það mun gagnast börnum og ungmennum til íþrótta og tómstunda auk þess að létta undir með barnafjölskyldum. Leikskólagjöld munu ekki hækka um 9,75% heldur um 7,7% sem er samkvæmt forsendum fjárlaga.” Þór sagði að á árunum 2024 til 2026 megi búast við að íbúafjölgun verði um 500 manns. Hvar eru æskulýðs­ og forvarnarfulltrúi og framkvæmdir við félagsheimilið Samfylkingin og óháðir lögðu fram bókum vegna fjárlaga­ gerðarinnar. Þar segir m.a. að ekki sé gert ráð fyrir ráðningu á æskulýðs­ og forvarnarfulltrúa, ekki er gert ráð fyrir hækkun tómstundarstyrks og aftur er gert ráð fyrir miklum niðurskurði í sumarstörfum, þrátt fyrir að sá liður hafi farið verulega framúr áætlun þessa árs. Þá sé ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum í framkvæmdir við félagsheimili Seltjarnarness en þar hafa framkvæmdir staðið yfir, eða ekki, í nokkur ár. Nýr leikskóli var eitt helsta umræðuefni í aðdraganda síðustu kosninga, en í fjárfestingaráætlun næsta árs er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum í það verkefni. Það rímar í raun ágætlega við þá staðreynd að ekkert hefur verið unnið við það verkefni á þessu kjörtímabili, nema ef vera skyldi að óformlegur spjallhópur bæjarstjóra um nýja leikskóla hafi eitthvað þokað því verkefni áfram. 4 Nesfrétt ir Verðbólgan hefur stóraukið fjármagnsliði langtímalána Séð yfir Seltjarnarnes. - sagði Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri við umræðu um fjárhagsáætlun

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.