Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 16

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 16
16 Nesfrétt ir Sólveig Pálsdóttir formaður Soroptimista ­ klúbbs Seltjarnarness afhenti 14. nóvem­ ber sl. styrk að upphæð 600.000 kr, til LÍF­styrktarfélags kvenna deildar Landspítalans. Ingrid Kuhlmann formaður tók við styrknum. Fyrirhuguð eru kaup á flutnings bekk sem verður notaður í bráðaaðstæðum. Styrkurinn var ágóði af kvennagolfmóti á Nesvelli í sumar auk veitingasölu á fjölskyldu degi bæjar- hátíðar á Seltjarnarnesi. Þess má geta að Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness hefur marg oft veitt LÍF-styrktarfélagi styrki til kaupa á nauð- synlegum tækjabúnaði. Soroptimistar styrktu kvennadeildina www.seltjarnarnes.is FJÖLDASÖNGUR Sjáumst í hátíðarskapi á gamlárskvöld. Seltjarnarnesbær óskar bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Áramótabrennan á Valhúsahæð hefst kl. 20.30 Skemmtilegt rithöfundakvöld Skemmtilegt og velheppnað rithöfundakvöld var haldið í bókasafninu á Seltjarnarnesi þann 22. nóvember sl. Bókmenntakvöld í safninu er einn af árvissu hápunktunum í starfsemi þess fyrir jólin. Fjölmenni mætti og góð stemming var þegar að fjórir rithöfundar lásu upp úr og ræddu um nýútkomnar bækur sínar undir stjórn Huldars Breiðfjörð rithöfundar Boðið var upp á veitingar í hléi og virtust gestir skemmta sér hið besta að heyra um söguna á bakvið bækurnar og heyra rithöfundana lesa valda kafla úr bókum sínum. Þeir sem lásu upp að þessu sinnu voru rithöfundarnir: Guðrún Eva Mínervudóttir sem las úr bókinni Útsýni, Snæbjörn Arngrímsson sem las úr bókinni Eitt satt orð, Pétur Gunnarsson las úr Játningum og Bergþóra Snæbjörnsdóttir úr bókinni Allt sem rennur. Frá rithöfundakvöldinu. Rithöfundarnir sitja gegn áheyrendum.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.