Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 10

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 10
10 Nesfrétt ir Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Viðtal við Einar S. Gottskálksson Einar S. Gottskálksson fram kvæm da stjóri er Seltirningur. Hann flutti ungur með foreldrum sínum Gott skálk Þ. Eggertssyni og Guð rúnu Einarsdóttur sem þá höfðu reist sér hús á Nesinu. Einar bjó í foreldrahúsum fram um tvítugsaldur en flutti yfir bæjar mörkin til Reykjavíkur þegar hann stofnaði heimili. Hann hefur þó aldrei farið langt. Búið í Vesturbænum og býr nú á Tún götu 20 í húsi sem áður var í eigu Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra Grundar. Einar stofnaði fyrirtækið Harðviðarval 1978 ásamt föður sínum og festi árið 2009 kaup á grónu fyrirtæki sem heitir Egill Árnason hf. ásamt fjölskyldu sinni. Einar segir að uppeldið á Seltjarnarnesi hafi mótað sig að mörgu leyti þar sem hann kynntist þeim tíma þegar Nesið var að byggjast upp. „Ég náði í skottið á gamla tímanum á meðan Seltjarnarnes var einn hálfgerð sveit.“ Einar spjallar við Nesfréttir að þessu sinni. „Ég var fimm ára þegar við fluttum á Seltjarnarnes. Foreldrar mínir höfðu verið að byggja sér hús við Unnarbraut á Nesinu á árunum 1959 til 1960 sem þá var tilbúið til þess að flytja inn. Seltjarnarnes var nokkuð ólíkt því sem nú er á þessum tíma. Byggðin var líkari sveit en bæjarsamfélagi. Við gátum keypt egg á næstu bæjum og eigendur jarða og býla voru að selja lóðir úr landareignum sínum fyrir húsbyggingar. Nálægðin við Náttúruna var mikil. Móinn með miklu fuglalífi var allt um kring og svo fjaran. Hún var mikill leikvangur okkar krakkanna á Nesinu á þessum tíma. Þar var alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Segja má að fjaran og fuglalífið hafi sett ákveðið mark á okkur og svo sveitin. Ég á eingöngu góðar minningar frá æskuárunum. Sigurgeir bæjarstjóri, Albert í Gróttu og Meyvant á Eiði „Skólagangan hófst á Nesinu,“ heldur Einar áfram. Ég hóf hana í Mýrarhúsaskóla. Þá var búið að byggja fyrsta hluta skólahússins. Ég er af fyrsta árganginum sem byrjaði í nýja húsinu en íþróttakennsla fór enn fram í gamla skólanum sem var nýttur þannig um tíma eftir að kennsla í bóklegum fögum hafði verið færð í nýja skólahúsið. Ég fór gangandi af Unnarbrautinni og upp í skóla. Stundum varð ég samferða skólafélögum og þarna á bernskuárunum kynntist ég mörgum æskuvinum mínum. Þetta var eins og þorp eða bæjarfélag úti á landi. Allir þekktu alla. Fólk var náið og hjálpsemi var ríkjandi. Sigurgeir Sigurðsson var bæjarstjóri. Hann var Skagfirðingur. Stýrði bæjarfélaginu af röggsemi og ég held að alltaf hafi verið stutt í sveitamanninn í honum. Flestir voru reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum fyrir þetta litla bæjarfélag. Allt þetta umhverfi var notalegt. Suðurnesið var hreint ævintýri fyrir okkur krakkana. Fuglalífið var fjölbreytt og þar voru líka gamlir öskuhaugar sem gaman var að róta í. Og svo var Grótta og vitinn. Ég man ekki mikið eftir Albert í Gróttu en þó aðeins. Næstum gat flotið yfir Eiðið. Þar voru líka gamlir öskuhaugar. Ég man líka eftir Meyvant Sigurðssyni Eiði. Merkilegur maður og var þekktur í bæjarfélaginu og í Reykjavík. Hann náði háum aldri og var líka barnabarn Vatnsenda Rósu. Hann hafði sérstaka stöðu í hugum margra.“ Ellefu ára að vinna „Svo fórum við strákarnir að vinna. Við fórum að vinna mikið fyrr en tíðkast í dag. Þetta þótti sjálfsagt. Ísbjörninn var í grenndinni. Gu ð mu n d u r Gu ð mu n d ss o n frá Móum bjó stutt frá okkur á Unnarbrautinni. Við áttum Tækifæri að hafa alist upp á Nesinu Einar S. Gottskálksson ásamt Guðrúnu Einarsdóttur móður sinni.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.