Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 21

Nesfréttir - 01.12.2022, Blaðsíða 21
Tómstundir og félagsstarf barna og ungmenna eru mikilvægur þáttur í uppeldi, því félagsmótun fer fram í samskiptum þeirra við vini og jafnaldra. Tíminn eftir skóla skiptir máli og þess vegna er mikilvægt að sem mest jafnræði ríki meðal barna um að geta tekið þátt í uppbyggilegu tómstunda starfi eftir að skóla lýkur. Meginmarkmið tómstunda styrkja er að auðvelda öllum börnum að sinna uppbyggilegu tómstunda starfi óháð efnahag fjölskyldna eða félagslegum aðstæðum og á sama tíma efla tómstunda- og forvarnastarf. Með tómstundastyrkjum má greiða að hluta tómstundaiðkun hvort sem þær eru stundaðar á Seltjarnarnesi eða í nágrannasveitarfélögum. Minnt er á að þeir sem eiga eftir að sækja um styrki fyrir árið 2022 hugi að því fyrir áramót. Öll börn á aldrinum 5 – 18 ára og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi eiga rétt á styrknum. Hærri styrkur frá áramótum Til þess að gera börnum og ungmennum á Seltjarnarnesi betur kleift að taka þátt í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi, setti Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi í stefnuskrá sína í kosningunum í vor að hækka tómstundastyrk barna frá fimm ár aldri úr 50.000 kr. í 75.000 kr. frá og með janúar 2023. Við lítum svo á að þessi stuðningur bæjarins við tómstundastarf barna og unglinga sé mikilvægur liður í forvörnum fyrir þennan aldurshóp. Þá er það von Sjálfstæðisflokksins að hækkunin stuðli að auknu valfrelsi og jöfnuði en eitt af leiðarljósum Seltjarnarnesbæjar sem heilsu- eflandi samfélag er jöfnuður í heilsu með almennum aðgerðum. Sérstök fjárhagsaðstoð Að lokum viljum við nýta tækifærið og benda á þann möguleika sem getið er í reglum um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar frá árinu 2019 og finna má á heimasíðu bæjarins, en í 16. gr. segir að fjölskyldur geti sótt um sérstaka fjárhagsaðstoð til að mynda til að greiða fyrir tómstundir barna. Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður fjölskyldunefndar Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, varaformaður fjölskyldunefndar Nesfrétt ir 21 Tómstundastyrkur barna hækkar Hildigunnur Gunnarsdóttir. Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir Út um víðan völl Ævisaga Júlíusar Sólness komin út Á dögunum kom út bókin Út um víðan völl. Bókin er sjálfsævisaga Júlíusar Sólnes, prófessor emeritus við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands. Júlíus hefur komið víða við í gegnum tíðina og ekki einskorðað sig við verkfræðistörf og kennslu þótt það hafi lengstum verið aðal viðfangsefni hans og störf. Júlíus tók einnig þátt í stjórnmálum. Hann var einn af stofnendum Borgaraflokksins og gegndi fyrstur manna starfi umhverfisráðherra hér á landi eftir að það embætti var stofnað. Hann rekur tilurð og örlög Borgaraflokksins á greinargóðan hátt. Júlíus kom einnig við sögu Kröfluvirkjunar sem setti þjóðfélagið nærri á hvolf út af illvígum deilum. Margir minnast enn frægra orða föður hans Jóns G. Sólness þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali þegar hvað harðast var deilt að Krafla myndi senda frá sér birtu og il sem sannarlega varð að veruleika. Í bókinni fjallar Júlíus um fjölbreyttan feril sinn. Bæði í störfum við Háskóla Íslands, aðkomu að Kröfluvirkjun og stofnun umhverfisráðuneytisins þar sem hatrömm andstaða var á Alþingi gegn stofnun þess. Í bókinni er víða komið við á löngum og viðburðaríkum æviferli sögumannsins. Júlíus segir frá lífi og ferðum þeirra hjóna hans og Sigríðar Maríu Óskarsdóttur eiginkonu hans. „Við kvæntumst ung, og sem oftast tók hún virkan þátt í heimshornaflakki mínu. Hún hefur alla tíð verið mér stoð og stytta og svo sannarlega auðgað líf mitt. Þetta er því ekki síður ævisaga hennar,“ segir Júlíus í bókarkynningu. Innan við þrítugt áttu þau þrjú mannvænleg börn og dvöldust meðal annarrs langdvölum í Tókýó og heimsótt mörg þjóðlönd í Austurlöndum fjær. Þau bjuggu einnig í Danmörku í um 14 ár. Júlíus hefur frá mörgu að segja, bæði frá starfi og ekki síður átökum á þjóðmálasviðinu en einnig úr hans persónulega lífi. Háskólaútgáfan gefur bókin út. www.gilbert.is VERÐ frá: 29.900,- arc-tic Retro klassísk Armbandsúr fyrir dömur og herra tilvalið í jólapakkann

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.