Nesfréttir - 01.02.2023, Side 4
Seltjarnarnesbær hefur gengið frá samningi
um fullnaðar hönnun á nýjum leikskóla
„Undra brekku“ við Andrúm arkitekta.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Kristján
Garðars son arkitekt undirrituðu samninginn
á vett vangi fyrirhugaðra framkvæmda að
viðstöddum miklum fjölda leikskólabarna og
starfsfólki. Spenna var í lofti og stundin afar
táknræn enda brýn þörf fyrir stærri leikskóla á
Seltjarnarnesi. Efnt var til verðlaunasamkeppni
árið 2018.
Áform um að bæta húsakost leikskólans á
Seltjarnarnesi hefur verið á döfinni um nokkurra
ára skeið. Árið 2018 efndi Seltjarnarnesbær
til verðlaunasamkeppni um hönnun á nýjum
leikskóla þar sem Andrúm arkitektar hlutu
fyrstu verðlaun. Þá voru til skoðunar stórtækar
hugmyndir þar sem skipta átti út öllum fyrir
liggjandi leikskólabyggingum á svæðinu fyrir allt
að 3.600 fm. nýbyggingu. Fallið hefur verið frá
þeirri hugmynd.
Ný útfærsla sem tvöfaldar aðstöðuna
Undanfarið ár hefur verið unnið markvisst
áfram með Andrúm arkitektum miðað við breyttar
forsendur. Nokkrar minni útfærslur hafa verið til
skoðunar og nú liggur fyrir ákvörðun um að byggja
nýja 1.550 fm. byggingu á lóðinni Suðurströnd
1 en nýta áfram húsnæði Mánabrekku og
Sólbrekku. Ráðist verður í endurbætur á húsnæði
þeirra, skipulagið yfirfarið og aðbúnaður bættur
samhliða byggingu á nýja húsnæðinu. Þá verður
gerð tengibygging á milli hinnar nýju byggingar
og Mánabrekku.
Með fyrirhugaðri nýbyggingu mun vinnurými
leikskólans tvöfaldast en nýja byggingin mun
rúma um átta leikskóladeildir og allt 150 börn.
Mánabrekka og Sólbrekka eru um 1.300 fm. og því
bætast við 1.550 fm. við athafnasvæði leikskólans
með þessari framkvæmd og öll starfsemin rúmast
á einum stað. Með stækkuninni verður jafnframt
mögulegt að veita börnum frá 12 mánaða
aldri leikskólavist.
Fullnaðarhönnun og framkvæmdir
framundan
Samningur við Andrúm arkitekta felur í sér
fullnaðarhönnun á nýja leikskólanum. Endanlegar
teikningar verða kynntar fyrir bæjarbúum þegar
þær liggja fyrir. Að
auki mun Andrúm
annast alla hönnunarstjórn verkefnisins, þ.m.t.
arkitekta og verkfræðihönnun sem og umsjón
með gerð allra verklýsinga vegna útboðs. Stefnt er
að því að Ríkiskaup sjái um framkvæmd útboða
vegna verklegra framkvæmda.
Lagt er upp með að kostnaður við fram
kvæmdina verði á bilinu 1.250 – 1.500 m.kr.
en erfitt er að áætla nákvæmlega kostnað við
framkvæmdir í umhverfi þar sem verðbólga
nálgast 10%. Stefnt er að því að framkvæmdum
ljúki seinni hluta árs 2025.
4 Nesfrétt ir
Kristján Garðarsson, arkitekt hjá Andrúm og Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri handsala
hönnunarsamninginn. Með þeim á myndinni eru Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri, starfsfólk
Sólbrekku auk kátra leikskólabarna.
Samningur um hönnun undirritaður
Leikskóli á Seltjarnarnesi
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Stór grenndar stöð við
björgunarsveitarhúsið
Á fundi skipulags-
og umferðarnefndar
Seltjarnarnesbæjar var
lagt fram minnisblað
Ingimars Ingimarssonar
garðyrkjustjóra frá 6.
febrúar 2023 þar sem
lagðar eru til staðsetningar innan deiliskipulagssvæðisins á
móttökustöðvum fyrir endurvinnsluefni.
Skipulags og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna
tillögu að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi
útivistarsvæðis og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Nefndin
leggur til að litlar grenndarstöðvar verða staðsettar við Plútóbrekku
og á mótum Norðurstrandar og Lindarbrautar og stór grenndarstöð
verði staðsett við björgunarsveitarhús á Suðurströnd.