Nesfréttir - 01.02.2023, Blaðsíða 8
8 Nesfrétt ir
Mikið líf og fjör var í bókasafninu þegar að Safnanóttin var haldin
hátíðleg föstudaginn 3. febrúar sl. Fólk byrjaði að streyma að strax
um klukkan fjögur enda var boðið upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna
dagskrá til átta um kvöldið.
Þar voru leikir, listaverk, getraunir, fróðleikur, föndur, bingó, blöðrur,
tónlistaratriði, veitingar og vinningar svo enginn varð svangur og allir fundu
eitthvað við sitt hæfi að gera. Stemningin var enda góð og gaman hversu
margir tóku þátt á Safnanóttinni eins og sjá má á myndum frá kvöldinu góða
á bókasafni Seltjarnarness.
Skemmtileg Safnanótt á bókasafninu
H u n d a r
ve l ko m n i r !