Nesfréttir - 01.02.2023, Side 12
12 Nesfrétt ir
www.borgarblod.is
Framhald af bls. 10 og 11.
Margir hafa sagt mér að slaka
aðeins á varðandi að svara þessu
öllu og að vera út um allt, að ég
muni einfaldlega brenna fljótt
upp. Ég lít þannig á að ég sem
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
svari því sem spurt er um, hafi ég
þær upplýsingar á takteinum þ.e.a.s.
Samanber það sem ég sagði rétt
áðan um þjónustu og að setja sig í
spor viðskiptavinarins. Að svara ekki
getur stuðlað að óþarfa óánægju en
auðvitað þurfa að vera mörk á þessu
sem og öðru. Heilt yfir hef ég bara
gaman af þessu öllu saman og er
sko ekkert að brenna upp enda bara
nýbyrjaður. Mér finnst áhugavert
að þróa starf bæjarstjórans með
nýjum og allt öðrum hætti en gert
er annars staðar og feta nýjar brautir.
Nesfréttir hafa meira að segja birt
gsm númerið mitt þannig að nú
vita það allir. “
Að gera eins vel og mér og
okkur er unnt
„Verkefnin sem snúa að
sam félaginu okkar hér eru svo mörg
og margar spennandi hugmyndir
á lofti. Mér finnst t.d. ekki galin
hugmynd að færa bæjarskrifstofuna
á Eiðistorg eins og ég hef áður nefnt
og sé fyrir mér fleiri kosti en galla. Nú
er verið að grófteikna upp húsnæðið
á þessum 260 fermetrum og þegar
við sjáum útkomuna getum við
betur metið hvort starfsemi bæjar
skrifstofunnar muni rúmast þar eða
ekki. Reynist það of lítið þá fer þessi
hugmynd mín bara ofan í skúffu.
Svo er þetta allt spurning um
forgangsröðun því það er svo
margt sem kemur óvænt upp og
þarfnast tafarlausra viðbragða
en hefur ekki verið gert ráð fyrir í
fjárhagsáætlunum. Oftar en ekki
tengist það viðhaldi fasteigna,
gatna kerfis og leiksvæða. Mér finnst
mikilvægt að við sameinumst öll um
að gera bæinn okkar enn fallegri og
snyrtilegri með sameiginlegu átaki
bæjarstarfsmanna og íbúa. Það
eru svo alltaf einhver stór verkefni
sem ekki hafa verið á dagskrá
bæjarins en kominn er tími á. Get
nefnt sem dæmi tímabær útskipti
á gatnalýsingu bæjarins yfir í
hagkvæmara LED kerfi en við
erum tengd áratugagömlu kerfi
ásamt póstnúmeri 107. Það er
afar mikilvægt fyrir okkur að nýta
stærðarhagkvæmni innkaupa og
ná að fylgja nágrönnum okkar í
Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ
sem stefna á að taka þetta saman.
Fyrr en síðar mun byggð rísa og
von á fjölgun íbúa sem ég hlakka
til að taka vel á móti og verkefnum
því tengt. Sem sagt bara virkilega
spennandi tímar framundan og
ég hef gaman í vinnunni, finnst
það sannur heiður að fá að gegna
þessu virðulega embætti. Ég hef þó
ekkert sérstaklega breytt mér heldur
kem bara til dyranna eins og ég er
klæddur. Mitt markmið er að gera
þetta eins vel og mér og okkur sem
störfum fyrir bæjarbúa er unnt.
Almenn vellíðan og ánægja íbúa er
alltaf markmið mitt. Af því verður
enginn afsláttur gefinn.“
Nýrri kvenfatalínu
AS WE GROW fagnað
á Reykjavík EDITION
Kvenleikinn sveif yfir vötnum þegar íslenska fatahönnunar-
merkið As We Grow kynnti nýja fullorðinslínu í Tölt salnum á
Hótel Reykjavík EDITION.
Innblásturinn er sóttur í fatnað kvenna á sjötta áratugnum. Dress, peysur
og fylgihlutir, sem eru í senn fínlegir, kvenlegir, silkimjúkir og þægilegir.
Treflar og sjöl hönnuð með það fyrir augum að auðvelt sé að para saman
við mismunandi flíkur, til að umbreyta ásýnd eða auka hlýju. Markmiðið
er að skapa klassískar og óviðjafnanlega mjúkar flíkur úr hágæða hráefni,
Alpaca ull og stuðla samhliða að jákvæðu hreyfiafli og betri heimi.
As We Grow er þekkt fyrir falleg barnaföt, sem seld eru víða um heim. Á
síðasta ári fagnaði vörumerkið 10 ára afmæli og nú kominn tími til að setja
aukið vægi á fullorðinsvörur. Þess má geta að As We Grow opnaði nýverið
stærri verslun á Klapparstíg 29.
Elíza Reid forsetafrú mætti á fagnaðinn.
• Íslenskur húsasmíðaverkaki
með íslenskum smiðum.
• Sérhæfing í gluggaskiptum og glerjun.
Gæða vottaðir timbur/ál gluggar.
• Hægt er að fá tilboð í nýja glugga
ásamt ísetningu í heildarpakka þar sem
við sjáum um ferlið frá upphafi til enda.
Gluggaskipti
og glerjun
Hafa samband Kobbi: 845 9596.
Heimasíða: www.jeiriks.com
Teymið sem stendur að As We Grow: Agnes Hlöðversdóttir, Snæfríð
Þorsteins, Gréta Hlöðversdóttir, María Th. Ólafsdóttir og Björg
Skarphéðinsdóttir.