Nesfréttir - 01.02.2023, Page 16

Nesfréttir - 01.02.2023, Page 16
16 Nesfrétt ir Verslaðu með hjartanu! www.systrasamlagid.is Dagskrá og aðrir viðburðir. Þrátt fyrir leiðindaveður og rysjótta tíð undanfarnar vikur þá hefur það ekki stoppað fólkið okkar til þátttöku í félagsstarfinu en ágætis þátttaka hefur verið í öllum dagskrárliðum á nýju ári. Síðasta þriðjudag hvers mánaðar er sérstök stund fyrir eldri borgara í kirkjunni og þann 31. Janúar sl. á Þorranum var ákveðið að bjóða upp á þorramat með öllu sem því tilheyrir. Maturinn var frábær og stundin skemmtileg, en Valdimar Sverrisson skemmti gestum með myndasýningu, sögum og söng. Undanfarna þriðjudaga hefur Steinn B. Gunnarsson íþróttastjóri Nesklúbbsins boðið eldri borgurum í léttar æfingar og teygjur í æfingaaðstöðu Nesklúbbsins að Austurströnd 5. Að loknum æfingunum sem sem eru þannig að allir ráða við þá eru teknar 18 holur í pútti og svo er boðið upp á kaffisopa. Virkilega skemmtileg stund og allir þakklátir fyrir þetta framlag. Það eru allir velkomnir, en þetta er alla þriðjudaga kl. 10.30 og fólki að kostnaðarlausu. Eins og greint hefur verið frá þá þurfti að fresta því að “opna vinnustofan” færi af stað. Einhver vandkvæði eru varðandi húsnæðið og verðum við því að bíða þangað til þau mál leysast sem vonandi verður sem fyrst. Sunnudaginn 12. febrúar var boðið upp á leiksýningu Borgarleikhússins Mátulegir. Uppselt var á sýninguna sem var mjög flott, skemmtileg og frábærir leikarar. NÆSTU VIÐBURÐIR: Bæjarferð, Salurinn Kópavogi og gaman saman Þegar þetta er skrifað er næsti viðburður sameiginleg ferð félagsstarfsins og kirkjunnar fimmtudaginn 16. febrúar, en þá ætlum við að skoða Hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, sal gamla Iðnskólans við Vonarstræti og fara í kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar þar sem Hjördís Geirs tekur lagið og skemmtir gestum. Það er stutt á milli viðburða því sunnudaginn 26. febrúar er boðið upp á söngskemmtun í Salnum í Kópavogi, en þá ætla Örn Árnason og Jónas Þórir að segja frá og fara yfir feril Sigfúsar Halldórssonar og syngja og spila lögin hans. Skráning nauðsynleg. Til stóð að hafa Gaman saman/létta samverustund í salnum nú seinni partinn í febrúar en henni er frestað fram í mars. Þá fáum við til okkar Grillvagninn, bjóðum upp á léttar veitingar og hljómsveitin Sóló kemur og skemmtir. Skráning er nauðsynleg á þann viðburð og verða skráningarblöð bæði á Skólabraut og Eiðismýri. Hvetjum ykkur til að fylgjast með tilkynningu um endanlega dagsetningu, fjölmenna, taka með gesti og lyfta sér aðeins upp eftir langan og strangan vetur. FÉLAGSVIST LIONS OG BINGÓ Í GOLFSKÁLANUM Til stendur að félagsvist Lions verið í salnum á Skólabraut þriðjudaginn 14. mars kl. 19.00, og bingóið í golfskálanum þriðjudaginn 21. mars kl. 14.00 og vonast er til að þessar dagsetningar haldi. FASTA DAGSKRÁIN Annars eru allir fastir dagskrárliðir samkvæmt dagskrárblaðinu sem borið var til allra 67 ár og eldri Seltirninga. Alltaf má nálgast upplýsingar um dagskrána, skráningu og tímasetningar í aðstöðu félagsstarfsins á Skólabraut 3­5. Upplýsingar eru gefnar í síma 8939800 eða senda tölvupóst á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is. Dagskráin er inni á síðunni seltjarnarnes.is, einnig eru settar tilkynningar og auglýsingar á fb. síðu eldri borgarar á Seltjarnarnesi í Morgunblaðið raðauglýsingar/ fólkið/félagsstarf. Það eru allir velkomnir í félagsstarfið sem áhuga hafa, óháð aldri og búsetu. Einnig hvetjum ykkur til að fylgjast með fb. síðunni íbúar á Seltjarnarnes, síðu bókasafnsins og síðu bæjarins. Á þessum síðum eru ýmsar upplýsingar og tilkynningar um margvísleg málefni. Einnig minnum við á að nú standa yfir dagar þar sem kynning á Janus Heilsuefling 65+ er í gullum gangi. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA Það er slökkt á sjálfsafgreiðslunni svo fólkið stendur í röðum við kassana og saknar glaðlegu tölvuraddarinnar. Nú segir mér enginn að muna eftir kvittuninni. Gólfdúkurinn er þakinn slabbdrullu og í loftinu er áberandi lykt af blautri ull. Þetta er við vinnulok á dimmum degi í miðjum febrúar og verkföll og eldsneytisskortur yfirvofandi. Þá lítur einhver upp og bendir út um mjóan þakglugga og sko til, þarna er heiðblár og hálfbjartur himinn á milli skýjanna yfir bílastæðinu. Fólkið fálmar eftir farsímum og armbandsúrum og kinkar ákaft kolli. Jú, það passar, klukkan er orðin fimm ... og það er ekki orðið dimmt úti. Andrúmsloftið fyllist af þögulli ánægju. Kannski verður þetta bara allt í lagi. Þorrinn er liðinn og góa tekin við sem er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu. Þá var forðum farið að ganga vel á matarbirgðir og veður ennþá slæm. Það er því eins gott að einmitt á þessum erfiðasta tíma vetrarins fer að birta aftur og það hefur líklega orðið mörgum hughreystandi áminning um betri tíð framundan, bæði fyrr á öldum og ekki síður í dag. En hvaðan kemur mánaðarheitið góa? Uppruni orðsins sjálfs er ekki þekktur með vissu en í Orkneyingasögu má lesa um hinn goðsagnakennda Þorra konung sem átti dótturina Gói (orðmyndin góa er ekki notuð fyrr en seint á 17. öld). Hvernig nöfn þeirra feðgina urðu að mánaðaheitum er erfitt að fullyrða um en Þorri og Góa eru vetrarvættir, veturinn sjálfur holdi klæddur og dóttir hans snjófölin. Á fyrsta degi góunnar (konudeginum) áttu húsfreyjur að fara fyrstar allra á fætur og bjóða hana velkomna með eftirfarandi vísu: Velkomin sértu, góa mín, og gakktu í bæinn; vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn. Góa er sá árstími þegar allt er enn hálfömurlegt en við fyllumst nýju baráttuþreki því við vitum að með hækkandi sól styttist í vorið og betri færð. Því öll él birtir upp um síðir og jafnan er dimmast undir dögun. Eigum við ekki bara að segja það? TRYGGVI STEINN STURLUSON Bókavörður á Bókasafni Seltjarnarness BÓKAÐ MÁL Góa

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.