FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 2
ÚTG: FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA ©
Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð
ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild,
þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa.
VINNSLA BLAÐSINS
RITNEFND FLE:
Ritnefnd FLE: Herbert Baldursson, formaður, Ágústa Katrín Guðmundsdóttir,
Kjartan Arnfinnsson og Birta Mogensen
Prentun: Litróf
Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir
Janúar 2022, 44. árgangur 1. tölublað
SKRIFSTOFA FLE, HELSTU UPPLÝSINGAR
Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15
Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is
Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is
Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is
Enn á ný kemur út áhugavert FLE blað með greinum um endurskoðun, skattamál og reikningsskil. Við fjöllum
um arðgreiðslur, spyrjum hvað viðskiptalífið væri án okkar endurskoðenda, rafmyntir og tækni tengdri þeim, nýja
almannaheillaskrá og sígilt umræðuefni, sem er áhættumat. Síðast en ekki síst þá fjöllum við um hvernig lofts-
lagsbreytingar eru að komast á verkefnaskrána hjá okkur. Loftlagsbreytingar verða sameiginlegt úrlausnarefni
mannkyns næstu áratugi og hlaut því að koma að því að málið kæmi inn á borð okkar endurskoðenda, enda fátt
mannlegt okkur óviðkomandi. Loftlagsbreytingar snerta nú þegar störf endurskoðenda, til dæmis í skýrslum með
ársreikningnum, sérstökum grænum innlánum og grænum útlánum banka. Verkefni okkar vegna þessa vágests
munu án efa aukast á næstu árum enda munu veðurfarsbreytingar hafa áhrif á rekstur ýmissa fyrirtækja og efna-
hag þeirra.
Og enn geisar veiran nú í byrjun janúar 2022 eins og enginn sé morgundagurinn og við erum í einangrun, sótt-
kví, heimavinnandi eða í 10-20 manna hólfum á vinnustaðnum eftir því hvernig sóttvarnaraðgerðir standa hverju
sinni. En breytingin sem hefur orðið frá því fyrir ári síðan er að við erum orðin svo vön þessum takmörkunum að
við hristum þær af okkur, notum grímur og fjarfundi og vonum að veiran verði horfin eftir mánuð með örvunar-
skammtinum góða. Hver veit? Það er allt í lagi að vona. En líkt og loftlagsbreytingar er COVID-19 vandamál alls
mannkyns og verður ekki leyst nema með sameiginlegu átaki.
Janúar 2022
Herbert Baldursson, Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, Kjartan Arnfinnsson og Birta Mogensen
FYLGT ÚR HLAÐI