FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 24

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 24
24 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Eftir óvenjuleg nánast tvö starfsár félagsins horfa nú hlutirn- ir vonandi til betri vegar þannig að félagsmenn geti farið að hittast í raunheimum. Allt erlent samstarf fór fram í gegnum Teams, taka þurfti ákvarðanir um fyrirkomulag viðburða stund- um með litlum fyrirvara og nefndastarf leið að vissu leyti fyrir ástandið þó að Teams hafi verið notað í mörgum tilfellum. Heilt yfir verð ég þó að segja það að starfsemin gekk vel í öllum megin atriðum og ber þar ekki síst að þakka stjórn og nefndum félagsins og síðast en ekki síst ykkur félagsmenn góðir. VIÐBURÐIR Hér verður farið yfir helstu atriði hvað varðar þá viðburði sem félagið stóð fyrir á liðnu starfsári sem litaðist að miklu leyti af Covid-19 ástandinu bæði hvað varðar form og framboð. Félagið stóð fyrir samtals 16 viðburðum á starfsárinu sem gáfu 45 einingar í endurmenntunar. Til samanburðar þá voru 14 viðburðir árið á undan sem gáfu 37 einingar. Heildarmæting á liðnu starfsári var um 1.630 samanborið við rúmlega 900 á starfsárinu á undan. Það má jafnframt geta þess að um 90% af heildarmætingu liðins starfsárs var rafræn. Heildarmæting á árunum fyrir Covid-19 hefur verið að meðaltali um 1.100. Þetta er athyglisverð niðurstaða sem sýnir að áhrif Covid-19 voru meiri á síðasta starfsári heldur en á því ári sem við kveðj- um núna. Megin ástæðan er sú að félagið tók þá ákvörðun í byrjun þessa starfsárs að bjóða uppá streymi sem og upptök- ur frá flestum atburðum félagsins. Þar var rennt blint í sjóinn hvað varðar bæði kostnað, þátttöku félagsmanna sem og ýmis tæknileg atriði sem varða upptökur og innheimtu. Það kom aftur á móti í ljós að þátttaka varð mun meiri en björtustu vonir stóðu til og einnig náði félagið hagstæðari samningum og fyr- irkomulagi hvað varðar kostnað eftir því sem leið á starfsárið. Hvað varðar þátttöku félagsmanna þá má ætla að þar hafi ýmis atriði haft áhrif. Stór hluti félagsmanna hefur væntanlega unnið heiman frá sér og þar af leiðandi í ákveðinni einangrun og því kærkomið að geta sinnt endurmenntun frá eldhúsborðinu. Einnig náðum við til fleiri félagsmanna með því að bjóða upp á streymi og upptökur. Það er því ljóst að félagið mun í fram- tíðinni bjóða upp á slíka valkosti í þeim tilfellum sem slíkt fyr- irkomulag hentar og hefur það verið í nánari skoðun. Þar þarf bæði að hafa í huga hvers konar efni er til umfjöllunar hverju sinni og einnig formið. Þá er verið að skoða ýmis praktísk atriði eins og aðgang, kaup á rafrænu efni, skráningu, einingagjöf og STARFSEMI FLE Á NÝLIÐNU ÁRI Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Eins og okkur er öllum kunnugt þá hyllir loksins undir að sérstakur staðall fyrir lítil og einföld félög, eða LCE, líti loksins dagsins ljós

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.