Feykir


Feykir - 19.01.2022, Side 3

Feykir - 19.01.2022, Side 3
Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS Húnaþing vestra Húsnæðisáætlun samþykkt Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra en samkvæmt reglugerð skulu sveitarfélög gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og skoða árlega hvort þörf sé á endurskoðun áætlunarinnar með tilliti til þróunar og breytinga sem orðið hafa. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að hlutverk húsnæðis- áætlana sé að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum hús- næðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til skemmri og lengri tíma. „Í Húnaþingi vestra hefur verið mikið byggt af íbúðarhúsnæði á síðustu árum, en þrátt fyrir það er mikil uppsöfnuð þörf er varðar framboð af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Lóðaframboð í sveitarfélaginu er gott og mörg- Húsin spretta upp í Húnaþingi vestra. Hér getur að líta nýleg hús á Hvammstanga en myndin var tekin í ágúst sl. MYND: ÓAB um lóðum hefur verið úthlutað á síðustu árum. Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhús- næði hefur sveitarstjórn samþykkt tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda af níu lóðum á Hvammstanga og tveimur á Laugar- bakka,“ segir á hunathing.is en sveitarstjórn hefur verið í samstarfi við leigufélagið Bríeti og m.a. auglýst eftir byggingaraðilum til samstarfs um byggingu íbúðarhúsnæðis á Hvammstanga. /PF FYRIRTÆKI Á NORÐURLANDI VESTRA Í FREMSTU RÖÐ! Við erum stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Norðurlandi vestra samkvæmt útnefningu Creditinfo. 2021 Auglýsing um skipulag Sveinstún, Sauðárkróki - Skipulagslýsing (3. vikur) Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 419. fundi sínum þann 15. desember 2021 lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Sveinstún á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er við suðurmörk bæjarlandsins á milli Sæmundar- hlíðar og Sauðárkróksbrautar og sunnan Skagfirðingabrautar. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði mótuð ný og aðlaðandi íbúðarbyggð, m.a til að svara aukinni eftirspurn eftir lóðum. Skipulagslýsingin er auglýst frá 19. janúar til og með 10. febrúar 2021. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulags- fulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 10. febrúar 2021. Árkíll 2, Sauðárkróki – Tillaga að deiliskipulagi (augl. 6. vikur) Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 420. fundi sínum þann 12. janúar 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Árkíl 2 skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið markast af lóðarmörkum Árkíls 2 við Borgargerði. Deiliskipulagstillagan felur í sér stækkun á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum. Skipulagstillagan er auglýst frá 19. janúar til og með 03. mars 2021. Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 03. mars 2021. Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrir- tækin voru 17 á NV Eitthvað skolaðist til í frétt Feykis í síðasta blaði um Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra sem fengu viðurkenningu þann 21. október sl. frá Creditinfo. Sagt var að fyrirtækin hefðu verið þrettán talsins á svæðinu en það var gott betur því á Norðurlandi vestra þóttu 17 fyrirtæki framúrskarandi auk fjögurra annarra sem eru með útibú eða aðra starfsemi þar. Þau sautján fyrirtæki af Norðurlandi vestra sem prýða lista Framúrskarandi fyrir- tækja eru Kaupfélag Skagfirð- inga, FISK Seafood, Dögun, Steypustöð Skagafjarðar, Stein- ull hf., Vörumiðlun ehf., Öldu- ós ehf., Sláturhús KVH ehf., Nesver ehf., Friðrik Jónsson ehf., Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga, Vinnuvélar Símonar ehf., Ó.K. Gámaþjónusta ehf., Meleyri ehf., Ámundakinn ehf., Raðhús ehf. og Ísgel ehf. Þá eru fyrirtækin Terra, Ísfell, KPMG og VÍS með starfsemi á Norðurlandi vestra og halda úti starfsemi á svæðinu. Það voru fjögur fyrsttöldu fyrirtækin sem ekki voru talin upp í frétt Feykis fyrir viku síðan og logo fyrirtækjanna Terra og Ísfells fylgdu heldur ekki með í síðasta blaði vegna mistaka og biðjum við þessi fyrirtæki innilega afsökunar. /PF 03/2022 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.