Feykir


Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 5

Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Úrslitakeppni Subway-deildarinnar | Valur – Tindastóll 1–0 Valsmenn náðu í sigur í naglbít Á föstudaginn mættust Valur og Tindastóll í fyrsta leik einvígis liðanna um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta. Stuðningsmenn beggja liða létu sig ekki vanta en það þurfti víst að magna upp stemninguna Valsmegin með græjum í tilraun til að yfirgnæfa Grettismenn og aðra með taktföst Tindastóls- hjörtu. Leikurinn reyndist hin mesta skemmtun nema kannski fyrir þá sem þola illa spennu og læti. Það voru hins vegar heimamenn í Val sem náðu í nauman sigur, 80-79, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37-34, og mættu því til leiks í Síkinu sl. mánudag með mikilvægan sigur í farteskinu. Feykir var farinn í prentun þegar sá leikur fór fram en frásögn af leiknum ætti að vera hægt að finna á vefnum góða, Feykir.is. Tólf sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu á föstudagskvöldið og mesti munurinn var átta stig í þriðja leikhluta en Stólarnir voru fljótir að laga það. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi þar sem varnir liðanna reyndust sterkar. Kristófer Acox kom Val þremur stigum yfir með vítaskoti, 80-77, en Siggi minnkaði muninn í eitt stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Pablo Bertone átti að galdra fram eitthvað gómsætt fyrir Val í þeirra lokasókn en missti boltann út af og Stólarnir fengu boltann fyrir eina lokasókn. Sóknin endaði á skoti frá Taiwo Badmus úr vinstra horninu – þar hafði hann ekki klikkað í síðari hálfleiknum – en skotið var slakt. Bess náði boltanum liggjandi í gólfinu og kom honum á Sigga sem varð að taka erfitt skot sem var ekki langt frá því að falla rétt ... en boppaði af hringnum og Valsmenn blökuðu boltanum út af um leið og leiktíminn rann út. Bæði lið spiluðu fast en Stólarnnir fengu villurnar Lið Vals er vel mannað enda einn Tinda- Javon Bess og Hjálmar Stefáns takast á í Valsheimilinu sl. föstudagskvöld. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR stólsmaður meðal leikmanna; Pálmi Geir Jónsson. Rétt eins og hjá Stólunum spila þrír erlendir leikmenn með liðinu; þeir Jacob Calloway, Pablo Bertone og Callum Lawson. Þar fyrir utan eru fjórir landsliðsmenn; Kári Jóns, Kristófer Acox, Pavel og Hjálmar Stef- áns. Minnir pínu á rimmur Stólanna og KR hér í denn en þá þótti nú stuðnningsmönnum Stóla sem landsliðsmenn mótherjanna nytu helst til of mikillar virðingar hjá dómurum. Sú verður vonandi ekki raunin að þessu sinni en sérfræðingar í setti á Stöð2Sport furðuðu sig þó á því, þegar farið var yfir leikinn í gær, að í leik þar sem bæði lið spiluðu harða vörn þá fengu Stólarnir dæmda á sig 21 villu en Valsmenn 12. Taiwo Badmus var stigahæstur í liði Tinda- stóls. Eftir fyrri hálfleik þar sem liðið hitti illa utan 3ja stiga línunnar þá skellti kappinn í fimm slíka í síðari hálfleik og endaði með 25 stig og átta fráköst. Zoran skilaði 17 stigum, Siggi var með 12 stig og tók sjö fráköst líkt og Bess sem gerði tíu stig rétt eins og Arnar. Axel gerði þrjú stig og Pétur tvö. Í liði Vals voru Acox og Law- son stigahæstir með 19 stig en Kristófer tók 16 fráköst í leiknum. /ÓAB 3. deild | Vængir Júpíters – Kormákur/Hvöt 2–1 Vængirnir unnu nauman sigur Keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hófst á föstudag og þar spruttu Húnvetningar fram á Fjölnisvöllinn undir sameiginlegu merki Kormáks/Hvatar. Andstæðingarnir voru Vængir Júpíters sem er eins konar B-lið Fjölnis. Heimamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en gekk illa að hrista af sér nýliðina en það fór svo að lokatölur urðu 2-1. Daníel Smári Sigurðsson kom þeim vængj- uðu yfir eftir 12 mínútna leik og á 33. mínútu bætti nafni hans, Daníel Ingvar Ingvarsson, við öðru marki heimamanna. Ekki gerðu þeir fleiri mörk í leiknum en á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma skoraði Ingvi Rafn Ingvars- son fyrir lið Kormáks/Hvatar en það dugði ekki til að þessu sinni. Tólf lið taka þátt í 3. deildinni og munu Húnvetningar spila næsta leik sinn á útivelli um næstu helgi, mæta þá liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði, en áætlað er að fyrsti heimaleikur Kormáks/Hvatar fari fram á Blönduósvelli 21. maí. /ÓAB Tindastóll og Grindavík mætt- ust í fyrstu umferð Lengju- deildarinnar á Króknum sl. föstudagskvöld. Stólastúlkur náðu snemma forystunni og voru mun sterkara liðið í fyrri hálfleik en gestirnir pressuðu töluvert í síðari hálfleik og heimaliðinu gekk verr að halda boltanum. Það kom þó ekki að sök því undir lokin bætti Murr við öðru marki sínu í leiknum og lokatölur 2-0. Það voru í raun fínar aðstæður fyrir fótboltaleik á Króknum þó hitastigin hafi ekki verið mörg. Það hreyfði vart vind og gervigrasvöll- urinn iðagrænn að vanda. Það var augljóst strax í upp- hafi leiks að Stólastúlkum hafði verið uppálagt að halda boltanum betur innan liðsins og láta reyna meira á stutta spilið. Þessi aðferð var fljót að bera ávöxt því Murr kom liði Tindastóls yfir eftir tíu mínútna leik með góðu marki eftir að vörn gestanna hafði verið opnuð upp á gátt eftir frábært spil. Lið Tinda- stóls var mun sterkara fyrsta hálftímann og hefði átt að bæta við mörkum en úr- slitasendingin skilaði sér ekki rétta leið. Lið Grindavíkur kom öflugt til leiks í síðari hálf- leik og minnti leikurinn um margt á bikarleikinn við HK hér heima um síðustu helgi. Munurinn var þó sá að það var ekkert slugs í varnar- leiknum að þessu sinni og gestirnir fengu varla færi; helst tilraunir utan teigs og fyrirgjafir eftir hornspyrnur sem skiluðu litlu. Leikurinn opnaðist fyrir sókn Stóla- stúlkna þegar á leið og gestirnir þurftu að taka meiri sénsa. Murr losnaði aðeins úr gjörgæslunni og gat farið að spretta upp kantana og nýtt hraða sinn og styrk. Eftir eina slíka rispu, sem endaði með skoti sem Lauren Houghton í marki Grindavíkur varði uppskáru heimastúlkur hornspyrnu á 88. mínútu. Bergljót náði að skalla fyrir- gjöfina inn að markteig og þar rak Murr tána í boltann og stýrði í markið. Eftir það áttu Grindvíkingar ekki séns og fyrsti sigur Stóla- stúlkna í Lengjudeildinni þetta sumarið staðreynd. Í heildina var sigurinn sanngjarn því lið Tindastóls skapaði sér betri færi í leiknum. Það gekk þó sem fyrr segir brösuglega að halda í boltann framan af síðari hálfleik og gestirnir voru duglegir að vinna seinni boltann. Það er skammt stórra högga á milli hjá liði Tindastóls því á miðvikudaginn bruna þær í Árbæinn og etja kappi við lið Fylkis sem tapaði á sama tíma 1-3 gegn HK. Á sunnu- dag kemur svo lið ÍR í heim- sókn á Krókinn í annarri umferð Mjólkurbikarsins. /ÓAB Lengjudeildin | Tindastóll – Grindavík 2–0 Murr á skotskónum í sigri á Grindvíkingum Murr brunar upp vinstri kantinn með Grindvíking á hælunum. MYND: ÓAB 18/2022 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.