Feykir


Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 9

Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 9
en að fara tvisvar eða þrisvar er best. Svo er ég afar hrifin af fornbókaverslunum og æði í þær hvar sem ég finn þær.“ Hversu margar bækur heldurðu að þú eignist árlega og lestu þær allar? „Ég vil einungis eiga bækur sem ég get hugsað mér að lesa oftar en einu sinni. Þess vegna fara ekki allar bækur sem ég fæ sendar eða kaupi upp í hillu hjá mér. Ef mér líkar þær ekki þá læt ég þær frá mér. Auðvitað er dálítið svekkjandi að losa sig við bækur sem maður hefur borgað fyrir, en það verður bara svo að vera. Bókasafnið stækkar á hverju ári, sennilega um 60-80 bækur.“ Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? „Þar sem ég fæ svo mikið af bókum og kaupi heilmikið þá þarf ég ekki að nota bókasöfn og fer þangað varla oftar en tvisvar á ári. En fyrst ég hef tækifæri til þá vil ég hrósa bókasafninu í Vest- mannaeyjum, mér fannst það alveg sérlega skenmmtilegt og aðlaðandi þegar ég kom þangað, reyndar fyrir ansi mörgum árum.“ Hvaða bók heldurðu að þú hafir lesið oftast eða er einhver bók sem þér finnst þú ættir að lesa árlega? „Á hverju ári les ég nokkrar bækur eftir P.G. Wodehouse af því hann er svo skemmtilegur. Bækur hans um Blandings kastala og Jeeves og Wooster koma mér alltaf í gott skap.“ Hefur þú heimsótt staði sér- staklega vegna þess að þeir tengjast bókum sem þú hefur lesið? „Já, ég hef heimsótt hús Charles Dickens í London, farið með blóm að gröf Oscars Wilde í París og að gröf Dostojevskís í Pétursborg. Fyrir mörgum árum heimsótti ég heimili Bronte systranna og það var mikil upplifun. Ég man hversu lítil herbergin voru í húsinu.“ Hver er eftirminnilegasta bókin sem þú hefur fengið að gjöf? „Fólk gefur mér ekki bækur!“ Hvað er best með bóklestri? „Einvera.“ Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? „Ég held að ég myndi gefa fallega útgáfu af ljóðasafni Jónasar Hallgrímssonar. Hann er skáldið mitt.“ 18/2022 9 Niðurstaða aðalvalkosta kemur fram í merkingum A1 – B1b til og með C2. Mjög fagleg var og skipuleg uppsetning á verkefninu með teikningum og myndum af 220 kw raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Athygli vakti hve fáir sveitarstjórnarmenn úr Skagafirði voru mættir, jafnstórt verkefni og línulögnin er um þveran fjörðinn og tenging við spennivirki vestan Varmahlíðar. Allmargir gestir komu til kynningarinnar og veitingar voru veglegar. Blöndustöð- Kiðaskarðsleið Aðalvalkostur er A1 Kiða- skarðsleið sem er 25 km loftlína frá Blöndustöð að nýju tengivirki í Mælifellsdal. Þar með er Vatnsskarðsleið úr sögunni sem var um margt afleitur kostur. Á leið A1 frá Blöndustöð um Kiðaskarð eru rúmlega 20 jarðir flestar í einkaeign. Jarðrask á Kiðaskarðsleið er um 38 hektarar. Möstrin 93. Frá tengivirki á Mælifellsdal er áform- aður jarðstrengur 132 kw norður um Efribyggð 15 km langur að tengivirki við Varmahlíð sem er ágæt lausn í stað loftlínu. Frá tengivirki í Mælifellsdal um Eggjar yfir Skagafjörð og inn í Norðurárdal er alls um 13,7 km leið. Línan fer um tíu jarðir sem allar eru í einkaeign og er jarðraskið sem nemur um 9,5 hekturum og möstrin eru 42. Hamraheiðin og Hnjúkurinn Ásýndin þegar horft er til suðurs í átt að Mælifellshnjúk nokkru ofan við bæinn Horn- hvamm sýnir að línan fellur vel inn í landið. Nálægðin við línuna er meiri þegar kemur í land Starrastaða sem síðan þverar á milli Hafgrímsstaða og Brúnastaða yfir Eggjar. Alvarlegar athugasemdir hafa komið frá bóndanum Maríu Reykdal, Starrastöðum, en þar hefur greinilega skort á samráð og kynningu. Það á ef til vill um fleiri jarðir. Þegar komið er í mynni Norðurárdals við Egilsá er línan norður um 62 km að lengd að núverandi tengivirki AÐSENT | Hörður Ingimarsson skrifar Byggðalína, Blöndulína 3 Kynning á Blöndulínu 3, umhverfismatsskýrslu í Miðgarði fimmtudaginn 31. mars 2022 Myndir frá kynningarfundi á Blöndulínu 3. MYNDIR: HING á Rangárvöllum á Akureyri. Heildar jarð- rask á Öxnadalsleið mun nema um 52 hekturum, möstrin 207. Mikil flutningsgeta Heildarlengd Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar er skv. tillögum 102,6 km með 220 kw spennu á 342 möstrum. Flutningsgetan 550 MVA. Vandséð er að betri tillögur komi um Blöndulínu 3 en skoðanaskiptum um línulögnina er tæpast lokið. Gamla byggðalínan verður fjarlægð þrem árum eftir að Blöndulína 3 kemst í notkun. Hún hverfur frá Miðsitju um þvert skagfirska undirlendið. Það er til bóta sem og víðar verður gamla byggðalínan fjarlægð þar sem hún liggur nú. Hlutverki hennar lokið. Ávinningur sveitanna Nýir vegslóðar sem leiðir af línustæðinu eru um A1 Kiðaskarðsleið 21,7 km. Um B1b leiðina norðan í Mælifellshnjúk um Eggjar til Norðurárdals 10,1 km. Þá C2 Norðurárdalur - Akureyri 53,7 km. Allir þessir vegslóðar munu bæta aðgengi og umferð um margar bújarðir og jarðarparta. Fylliefni í slóðir, mastraplön og strengjalagnir verða með allri Blöndulínu 3 386 þúsund rúmmetrar. Efnistökustöðum eru gerð sérstök skil. Niðurlagsorð Það er óskandi að stórauk- inn orkuflutningur rafmagns verði þjóðinni til gagns við úrvinnslu þjóðargæða í sjávar- útvegi og víðar. Myntslátta á gervimynt tröllríði ekki raforkukerfinu. Almenningur fái notið gæða raforkunnar, auðlindar íslenskrar þjóðar. Hörður Ingimarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.