Feykir


Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 4
Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að með kaupum á fasteigninni verði hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslu- mannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar. Ennfremur kemur fram að með sameiningu Blönduós- bæjar og Húnavatnshrepps hafi verið lagt upp með að skrifstofur hins sameinaða sveitarfélags yrðu á nýjum stað. „Um langa tíð hefur verið sóst eftir eflingu sýslumanns- embættisins og innheimtu- miðstöðvarinnar hér á Ríkið eignast stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar „Auðveldar okkur vinnuna,“ segir Guðmundur Haukur um kaupin Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar, og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. MYND AÐSEND Blönduósi og eru þetta því verulega ánægjulegar fréttir fyrir okkur,“ segir Guð- mundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Blöndu- ósbæjar. „Ekki bara það að við sjáum fram á aukningu starfa á vegum hins opinbera heldur byggir þetta líka undir það sem við höfum unnið að í sameiningarviðræðum sveit- arfélaganna, Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, með að ráðhúsi verði fundinn nýr staður á Blönduósi fyrir nýtt sameinað sveitarfélag.“ Guðmundur segir það ánægjulegt þegar áfram miðar í því sem unnið hefur verið að. „Þetta skref dómsmála- ráðherra mun auðvelda okkur vinnuna við að koma ráðhúsi á nýjan stað við upphaf nýs sveitarfélags, þar sem áhersla verði lögð á að koma stjórn- sýslunni og velferðarsviðinu undir sama þak.“ Í tilkynningu dómsmála- ráðuneytisins kemur fram að kaup ríkisins á húsnæðinu falli vel að áformum dómsmála- ráðherra um að styrkja starf- semi sýslumanna undir einni þjónustustofnun þannig að úr verði nútímalegar stjórn- sýslustöðvar ríkis í heima- byggð, sem veita framúrskar- andi þjónustu, óháð staðsetningu borgarans eða stjórnsýslustöðvarinnar. „Með breyttu skipulagi verður hægara um vik að fela starfsstöðvum ný verkefni hins opinbera sem snúa að þjónustu við almenning á landinu öllu. Samhliða er tækifæri til að bæta starfsaðstöðu lögregl- unnar á Blönduósi,“ segir á stjornarradid.is. /PF Það var nóg að gera hjá Ölmu Möller landlækni sl. föstudag en þá heimsótti hún bæði Blönduósbæ og Húnaþing vestra sem gerðust aðilar að Heilsueflandi samfélagi. Á Hvammstanga skrifuðu hún og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undir samning um innleið- ingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra en á Blönduósi var það Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri sem skrifaði undir fyrir hönd sveitarfélagsins. Með samningnum skuld- binda Húnaþing vestra og Blönduós sig til að innleiða markmið Heilsueflandi sam- félags í sveitarfélögunum í samræmi við samninginn. Fram kemur í frétt á vef Húnaþings vestra að „...með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag ein- setja sveitarfélög sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. Í markvissu lýðheilsustarfi er bilið á milli gagna, stefna og aðgerða brúað með því að nota lýðheilsuvísa, gátlista og önnur gögn til að meta stöðuna og forgangsraða í samræmi við þarfir hvers samfélags. Miðlægt vefkerfi, sem er í þróun, styður samfélög í að halda utanum starfið, meta framvindu þess og miðla áfram.“ /ÓAB Blönduós og Húnaþing vestra Gerðust aðilar að Heilsueflandi samfélagi Ragnheiður Jóna og Alma Möller í góðum félagsskap barna í Húnaþingi vestra. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA 4 18/2022 Í Húnaþingi vestra hefur alltaf verið gott að vera en betur má ef duga skal. Síðustu fimmtán ár hef ég komið reglulega heim og haldið góðum tengslum við mitt fólk hér á svæðinu, hvort sem það er með heimsókn á Hvammstanga í foreldrahús eða í sumarbústað í Vesturhópinu. Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði prófað flest það sem ég hafði áhuga á í Reykjavík og tækifærið á að koma heim og hitta alla gömlu vinina sem voru búnir að skila sér heim, þá greip ég það. Samfélagið hérna býður upp á svo margt sem ekki er í boði annars staðar að það er hreinlega fallegt. Heimsóknirnar, ferð- irnar og allt hitt á einu ári eftir heimkomu, það er alltaf eitthvað um að vera. Þetta er samfélag sem ég vil búa í og ég held að fleiri vilji koma hingað og setjast hér að. Hins vegar vil ég sjá sveitarfélagið gera betur, það eru of margir hlutir sem við erum eftir á með. Við í N - listanum viljum frisbígolfvöll strax upp í Hvamm. Ef samfélagið vill fá völlinn þá gerum við völl! Ef fólk þarf að hjálpast að, þá hjálpumst við að! Þetta er afþreying sem nýtist heimamönnum, ferðamönnum og hægt er að setja upp víðsvegar í sveitarfélaginu! Aðstöðuhúsleysið fyrir íþróttaiðkun í fótbolta og frjálsar íþróttir er bagalegt, sú vinna er komin í gang en það þarf að tryggja að sveitarfélagið styðji við íþróttafélögin hér svo slíkt aðstöðuhús rísi. Íþróttafélögin þurfa að kafa djúpt í grunn- hugmyndafræðina hjá sér og þar þarf fólk að hjálpast að til að hús rísi. Þannig þurfa íþróttafélögin að koma með sjálfboðaliðavinnu að borðinu eins og tíðkaðist hér forðum daga þegar mörg mannvirki risu. Til þess að okkar sveitarfélag geti boðið upp á þjónustu á hæsta stigi þurfum við öll að hjálpast að. Sveitarfélagið þarf þá á sama tíma að koma með fjármagn svo hægt verði að reisa viðunandi aðstöðuhús svo iðkendur hér á svæðinu hafi sambærilega aðstöðu við sína íþróttaiðkun og aðrir krakkar á Íslandi. Við höfum engan fjölnota klefa í Íþróttamiðstöð Húna- þings vestra fyrir fatlaða eða aðra með sérþarfir. Hleðslu- stöðvar fyrir rafmagnsbíla eru komnar út um allt land en engin sjáanleg á Hvamms- tanga, enn eitt dæmið um það þar sem við erum á eftir öðrum. Dæmin eru nokkur þar sem við erum hreinlega á eftir og úr því þarf að bæta svo sveitarfélagið standist nútímakröfur þess samfélags sem við búum í á Íslandi. Allar framkvæmdir telja, um leið og eitt klárast þá margfaldast það í virði fyrir sveitarfélagið allt. Húnaþing vestra á ekki að vera eftirbátur annarra sveitarfélaga á þessum sviðum né öðrum. Því þarf ungt fólk að hafa rödd sem tekið er eftir í sveitarstjórnarmálum Húnaþing vestra og ekki er hægt að bóka bara og ýta til hliðar, heldur þarf ungt fólk að hafa atkvæðisrétt í sveitarstjórn. Setjum x við N þann 14. maí og fáum ungt fólk til ábyrgðar! Þorgrímur Guðni Björnsson 2. sæti N – listans í Húnaþingi vestra X2022 | Þorgrímur Guðni Björnsson N-lista í Húnaþingi vestra Tækifæri til sóknar í Húnaþingi vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.