Feykir


Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 10
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Guðmundur Arnfinnsson sem er höfundur að fyrstu limru þessa þáttar. Hún Kamilla flott er og fín og fallega hugsar til mín hún svarar í símann sæt allan tímann og kurteis við karlrembu svín. Eins og flestir vísnavinir vita féll nú frá fyrir stuttu síðan einn af snjöllustu vísnagerðamönnum síðustu áratuga, Sigmundur Benediktsson á Akranesi. Gott í minningu hans að rifja næst upp þessar úrvals hringhendur þessa snjalla vísnagerðamanns. Hugans krímar hyggjuraus hopar skíma bragsins. Andinn hímir aflalaus óskatíma dagsins. Ofan hallar auðnuflá yfir sallar trega. Braga falla bliknuð strá brotin alla vega. Stirðri hriktir óðkvörn í erjar gigtarfjandi. Allar lyktir eru því aðeins fikt að strandi. Eins og lesendur vita hefur verið smávegis um tímamót nú í vetur hjá þættinum okkar vegna tugafmæla. Gaman er að hafa lifað það og í tilefni þess rifjast upp vísa sem gerð var þegar aðeins 100 þættir höfðu birst. Höfundur einn af góðum vinum þáttarins á þeim tíma, Einar Sigtryggsson á Sauðárkróki. Margslunginn er maðurinn mátti blómvönd hirða. Hundraðasta þáttinn þinn þakka ber og virða. Það er Jón bóndi í Víðimýrarseli sem raðar orðum svo laglega í næstu hringhendu: Síst má yndi sundur tætt sorg í lyndi baka. Unaðs myndir getur glætt góð og fyndin staka. Næst rifjum við upp góðar fréttir héðan úr Húnaþingi, vel skiljanleg limra án þess að ég geti nú birt nafn höfundar. Sagði mér Sigga frá Hofi frá sambúðarslitum og rofi, hjá Brynju og Óla sem byrjaði að spóla, í húnvetnsku kvenmanns klofi. Illa hefur Covid veirudjöfullinn leikið margt félagsstarf víða um land. Mun hún hafa komið í Hveragerði eftir næstu vísu að dæma, sem Hjörtur Benediktsson mun hafa ort til félaga síns í kór þar, sem því miður ég veit ekki hvað heitir. Bara ef þú vinur vissir að Viskí hressir, líka gin. Bagalegt ef bassinn missir bragð- og lyktarskyn. Vísnaþáttur 807 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Kannski er undirritaður að fara með fleipur en sagt er að Jón Gunnarsson, nú ráðherra, hafi hér áður fyrr stundað búskap á Barkarstöðum í Miðfirði. Veit því miður ekki sönnur þar á en eftir að sá umdeildi ráðherra hafði ráðið sér, að dómi undirritaðs, tvo afburða aðstoðarmenn komst eftirfarandi vísa á kreik, veit því miður ekki um höfund. Fyrrum bóndi á Barkarstöðum býsna klár og ötull sveinn. Hjálpa til að blaða í blöðum Brynjar Níelsson og Hreinn. Þrátt fyrir Kóvid, yrkja bændur góðar vísur, Indriði á Skjaldfönn mun eiga þessa: Út um byggðir enn á ný illan slóða setur. Covidið er komið í hvern sem betur getur. Mun þessi vonda spá hafa borist alla leið á Selfoss og okkar góði félagi Magnús Halldórsson ort svo og hugsað vestur: Ólánsveiran ekkert flýr aldrei nær þó vestur. Til Indriða sem ennþá býr enginn sést þar brestur. Á þeim tíma sem Guðmundur Bjarnason var ráðherra talaði hann eitt sinn á bændafundi og taldi upp ótal möguleika til tekjuöflunar fyrir bændur. Mun jafnvel hafa ýjað að ánamaðkarækt. Eftir að hafa hlýtt á alla þá speki mun bóndinn og góði hagyrðingurinn Georg Jón Jónsson á Kjörseyri hafa ort svo: Ráðherra af miklum móði mælti fyrir ráðum. Þetta var Guðmundur góði Guð hjálpi okkur báðum. Góði vísnavinurinn úr Mývatnssveit Frið- rik mun hafa dottið oní heitan pott og ort þá svofellda staðarlýsingu. Nú er úti vorblítt veður vart þó hiti meira en stig, skýjaslæður tunglið treður til að geta lýst á mig. Heyrum þá næst laglega hringhendu frá okkar góða vini og gleðimanni hér áður fyrr, Kristjáni Runólfssyni frá Sauðárkróki. Lifnar andinn lítt við glas létt þó blandist skálin, eykur fjandans argaþras einnig vandamálin. Gott að enda með þessum góða keim og dásamlega bragði frá Kristjáni: Er að spinna lífsins ljóð létt í tímahraki, mjög er gaman, mitt er blóð mengað koníaki. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Heim í sýsluna fögru ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is Húnavatnssýslan hefur alltaf átt hug minn og hjarta. Þrátt fyrir að hafa frá barnsaldri gengið í skóla annars staðar er ég svo heppin að eiga yndislegar ömmur, afa og frænkur sem tóku sveitastelpuna inn við hvert tækifæri sem gafst. Eftir að hafa lokið námi í búvísindum á Hvanneyri ásamt dýralæknanámi í Slóvakíu gat ég svo loksins flutt alfarið heim að Akri og tekið fullan þátt í sauðfjárbúskapnum. Ég starfa nú sem dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Glæsibæ, með starfssvæði í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Ég tel það forréttindi, fyrir nýútskrifað ungt fólk að hefja sinn starfsferil í samfélagi eins og okkar. Mér hefur verið sýnd mikil vinsemd, virðing og skilningur og er ég gríðarlega þakklát fyrir það og hlakka til þess að mæta til vinnu á hverjum degi. Það er gaman að fá að ferðast um svæðið, kynnast íbúum þess, búskapnum og að sjá alla þá náttúru sem svæðið hefur upp á að bjóða. Nú er komið að þeim tímamótum að ákveðið hefur verið að sameina Blönduós og Húnavatnshrepp í eitt sveitarfélag. Tvö flott sveitarfélög sem unnið hafa vel að sínum málum en saman tel ég að hægt sé að ná hlutunum enn lengra og sameinuð séum við sterkari. Minn áhugi beinist að landbúnaðinum, náttúrunni og umhverfinu ásamt því að viðhalda þeirri menningu og sögu sem finnst á svæðinu. Bæta þarf kjör bænda, hækka afurðaverð, leggja áherslu á sjálfbæra landnýtingu og nýta hana til frekari markaðssetningar á vörunum okkar. Einnig þurfum við að nýta ullina, auka vinnsluna á henni og styðja við textíliðnað á svæðinu ásamt því að passa vel upp á náttúruperlurnar okkar, jafnt til heiða og í byggð. Aðgengi að þeim þarf að bæta ásamt því að laga tengi- og héraðsvegi. Einnig tel ég að með eflingu gamla bæjarins á Blönduósi gætum við skapað skemmtilega stemningu sem dregur fólk að. Við höfum mörg tækifæri í höndunum til þess að kalla fólk til okkar, fá ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda, til þess að stoppa og njóta þess sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Bjartir sumardagar með göngu í Hrútey, reiðtúr yfir Húnavatnið svo ég tali nú ekki um að keyra hringinn í Vatnsdalnum eða í kringum Svínavatn á fallegu kvöldi, er til eitthvað betra? Nú líður að sveitar- stjórnarkosningum og leggja Sjálfstæðismenn og óháðir fram lista af sterku, frambærilegu fólki sem er annt um sveitarfélagið sitt og framtíð þess. Ég býð mig fram í 10. sæti listans og hlakka til að leggja mitt af mörkum í uppbyggingu á nýju sameinuðu sveitarfélagi. - Ég skora á Freyju Ólafsdóttur í Bólstaðarhlíð að taka við pennanum. Þuríður. MYND AÐSEND Þuríður Hermannsdóttir á Akri 10 18/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.