Feykir


Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 7

Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 7
18/2022 7 Næstkomandi laugardag ganga íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Sjálfstæðismenn og óháðir hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að stefnuskrá framboðsins. Við ætlum að láta íbúa sveitarfélagsins njóta góðs af rekstrarhagræðingu sameiningar og búa til fjölskylduvænt, framsýnt og metnaðarfullt samfélag meðal annars með lækkun leikskólagjalda. Með stuðningi samfélagsins ætlum við að byggja okkar starf á vinnu sameiningarnefndar þar sem grunnur var lagður að skipulagi nýs sveitarfélags. Við viljum efla innviðina í samfélaginu okkar enn frekar samhliða því að ástunda ábyrga fjármálastjórn sem er forsenda framfara. Við ætlum að byggja á skipuriti sameiningarnefndar þar sem gert er ráð fyrir fjórum stjórnsýslusviðum; stjórnsýslu og fjármálasviði, þróunarsviði, velferðarsviði og framkvæmdasviði. Með kaupum ríkisins á stjórn- sýsluhúsnæði Blönduósbæjar opnast tækifæri fyrir nýtt stjórnsýsluhús sem sameinar alla starfsemi sveitarfélagins undir eitt þak, sem og eflingu sýslumannsembættisins og lögreglunnar. Við ætlum að fjölga störf- um meðal annars með því að ráða mannauðsstjóra til sveitarfélagsins og efla starf menningar-, íþrótta- og tóm- stundafulltrúa og bæta við ferðamálum svo úr verði tvö störf. Þau sveitarfélög sem nú verða sameinuð í eitt, mynda mörg minni samfélög. Við viljum að styrkleikar þeirra fái að njóta sín. Við viljum stefnumörkun í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem áherslu á forvarnir í sam- vinnu við íþróttafélögin. Við viljum fjallskiladeildir starfi í núverandi fyrirkomulagi. Við viljum leggja áherslu á að fá fullvinnslu ullar heim í hérað og auka þannig áherslu á rannsóknir og þróun í textíliðnaði ásamt því að fjölga atvinnutækifærum. Við viljum að stofnuð verði Umhverfisakademía á Húna- völlum til að tryggja starf- semi og uppbyggingu á Húna- vallasvæðinu. Við viljum efla bæði félags- og skólaþjónustu með aukinni stoðþjónustu sem og leggja áherslu á húsnæðisuppbyggingu fyrir X2022 | Guðmundur Haukur Jakobsson D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Austur-Húnavatnssýslu Við biðjum um þinn stuðning! aldraða, meðal annars í sam- starfi einkaaðila. Við leggjum áherslu á sterka innviði, öryggi og samgöngubætur í hérað- inu. Við ætlum að sameina grunnskóla sveitarfélagsins á einn kennslustað haustið 2023. Við munum vinna náið með skólasamfélaginu, starfs- mönnum og foreldrum, í því verkefni til að sem mest sátt ríki. Fjögur framboð hafa boðið fram krafta sína til sveitar- stjórnar. Við biðjum um þinn stuðning. Á lista Sjálfstæðis- manna og óháðra eru 18 ein- staklingar, níu konur og níu karlar, sem allir hafa brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt, metnaðarfullt og fjöl- skylduvænt samfélag. Fólkið sem myndar listann er búsett víða um sveitarfélagið, í dreifbýli og þéttbýli. Reynsla þeirra úr samfélaginu er víð- tæk. Á listanum eru bændur, iðnaðarmenn, kennarar og fólk í þjónustustörfum víðsvegar um sveitarfélagið. Bakland framboðsins, er sterkt. Þingmenn kjördæmisins, bæði Sjálfstæðisflokks og óháðra þingflokka hafa sýnt í verki að þeir munu vinna með framboðinu hér eftir sem hingað til. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir uppbyggingu sveitarfélagsins. Við sem gefum kost á okkur til að starfa í sveitarstjórn, og í raun allir íbúar sveitarfélagsins, þurfum og eigum að vera samstíga í að minna hvert annað á hvað betur megi fara. Tölum um það sem vel er gert og horfum jákvæðum augum fram á veginn og þau tækifæri sem gefast, gerum lífið í sam- félaginu enn betra – saman. Setjum X við D á kjördag. Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. „Að koma saman er upphafið; að halda saman eru framfarir; að vinna saman er árangur.“ Fyrstu kosningar til sameinaðs sveitarfélags Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru framundan næstkomandi laugardag. Á þeim tímamótum er ágætlega við hæfi að rifja upp framangreind orð bílaframleiðandans og brautryðjandans Henry Ford. Með sameiningunni komum við saman og nú gildir ekki eingöngu að standa saman heldur leggja grunn að góðum árangri með því að vinna saman. Vonandi er að ný sveitarstjórn beri gæfu til þess að gefa tóninn í þeim efnum og ekki er síður vonandi að samstaða á meðal íbúanna verði lyftistöng framfara á ýmsum sviðum. Við sameininguna verðum við fjölmennasta dreifbýlissam- félag landsins. Dreifbýlið nýtur síðan góðs af fjöl- breyttu þjónustuframboði í þéttbýliskjörnunum. Samfélag í dreifbýli styrkist enn frekar með stöðugt fleiri möguleikum til búsetu þar án þess að lífsviðurværið sé háð hefð- bundnum búrekstri. Frábær vaxtarskilyrði fyrir atvinnulíf og búsetu eru um allt héraðið. Við viljum stuðla að því að Skagafjörður verði áfram ákjósanlegur og eftirsóttur staður til að búa á. Undir stjórn Framsóknar hefur á síðustu kjörtímabilum átt sér stað gífurleg uppbygging á innviðum sveitarfélagsins. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli hefur til að mynda haft stór- aukin atvinnutækifæri í för með sér og eigum við í Skagafirði að nýta sóknarfærin hvað varðar störf án staðsetningar til hins ýtrasta, jafnt í sveitunum sem byggðakjörnunum. Samhliða uppbyggingu innviða um allan fjörð skiptir einnig miklu máli að umhverfisvæn nýting nátt- úruauðlinda byggi á bestu fáanlegu tækni og þekkingu. Nýsköpun í tengslum við landbúnað og matvæla- framleiðslu hefur sjaldan verið mikilvægari enda verður krafan um sjálfbærni og fullnýtingu afurða sífellt meiri. Í þeirri eftirspurn eru ýmis tækifæri X2022 | Eyrún Sævarsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir B-lista Framsóknarflokks í Skagafirði Nýtum sóknarfærin fólgin og við stöndum vel að vígi til þess að vera í fremstu röð á þessu sviði. Í málefnaskrá Framsóknar í Skagafirði höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga íbúum í Skagafirði eins og unnt er. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf umgjörð atvinnulífsins, og um leið atvinnutækifæranna, að vera hvetjandi. Grund- vallarforsenda þess eru síðan sterkir innviðir, t.d. í samgöngum, raforkuöryggi og háhraðanettengingum sem auðvelda störf óháð stað- setningu. Við höfum náð miklum árangri í þessum efnum á undanförnum árum og full ástæða er til að halda áfram markvissri uppbyggingu á þeim góða grunni. Samstaða okkar sem byggjum þetta öfluga sveitar- félag er lykilforsenda árangurs. Hún grundvallast á vandaðri upplýsingagjöf, gagnsæi og trausti. Mikilvægt er að allar raddir íbúa heyrist og fái hljómgrunn við ákvarðanatöku sem hefur bein áhrif á daglegt líf þeirra. Að sama skapi er ábyrgur og vel ígrundaður rekstur sveitarfélagsins meginforsenda þess að hægt sé að sinna lögbundnu þjónustuhlutverki sveitarfélagsins. Framsókn hefur lagt sitt af mörkum til þeirra verkefna í forystu- hlutverki sínu við stjórnvölinn á undanförnum árum. Við viljum halda áfram á sömu braut og öflugur stuðningur í kosningunum yrði kærkominn byr í seglin. Eyrún Sævarsdóttir er sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skipar 5. sæti á framboðslista Framsóknar. Tp: eyrun@gmail.com Hrefna Jóhannesdóttir er skógfræðingur og oddviti Akrahrepps. Hún skipar 3. sæti á framboðslista Framsóknar. TP: hrefnajo@gmail.com

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.