Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 14
Tón-lystin heimsækir
nú stórsöngkonuna og
Hofsósinginn Alexöndru
Chernyshovu (1979) sem
síðustu árin hefur búið í
Reykjanesbæ. Alexandra,
sem er fædd og uppalin
í Kænugarði í Úkraínu,
fluttist á Hofsós árið
2005 ásamt eiginmanni
sínum, Jóni Hilmarssyni,
skólastjóra og ljósmynd-
ara, og börnum þeirra.
Þar bjuggu þau í sjö
ár og var Alexandra
á þeim tíma stóreflis
menningarsprauta inn
í skagfirskt samfélag,
stofnaði meðal annars
söngskóla og setti
upp óperusýningar og
tónleika.
„Ég starfaði sem spænsku-
kennari í Farskólanum, píanó-
kennari og söngkennari í
Tónlistarskóla Skagafjarðar
og skólastjóri í Söngskóla
Alexöndru. Stofnaði Óperu
Skagafjarðar og var kórstjóri
óperukósins og stúlknakórs-
ins Draumaraddir Norðursins,“
segir hún en aðspurð um helstu
afrek sín á tónlistarsviðinu
svarar Alexandra: „Nýtt nafn
Úkraínu fyrir söngafrek (2002),
topp 10 framúrskarandi ungir
Íslendingar fyrir söngafrek á
Íslandi (2014), Fyrsta sæti í
alþjóðlegri tónskáldakeppni
Isaak Dunajevskiy fyrir tón-
smíð á óperunni Skáldið og
Biskupsdóttirin (2020) og
Menningarverðlaun Reykja-
nesbæjar fyrir afrek á sviði
tónlistarinnar (2020).“
Þess má geta að Alexandra
gaf nýlega út frumsamið
lag sem má finna á Spotify,
Magical Love in the Sky
(fourth movement from the
sinfonietta in the time lapse
movie “Magical Sky Iceland”
eftir Jón Hilmarsson).
Hvaða lag varstu að hlusta á?
Norska Jurovísion lagið Give
That Wolf a Banana.
Uppáhalds tónlistartímabil?
Rómantísk klassísk tónlist frá
19. öld og næntís popplög frá
20. öldinni. Svo er líka mjög
gaman bara að uppgötva nýja
tónlist og lifa í nútímanum.
Hvaða tónlist fær þig til að
sperra eyrun þessa dagana?
Það eru Júrovísion lög, ég er
Alexandra Chernyshova | sópransöngkona, tónskáld og kennari
Væri ofboðslega gaman að fara
til Turin að sjá úrslitakvöld Eurovision
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
svoltill aðdáandi þessarar
keppni.
Hvers konar tónlist var hlust-
að á á þínu heimili? Alls konar,
frá Alla Pugacheva til Boney
M, Abba og Mozart. Það var
mikið sungið heima hjá mér.
Pabbi spilaði vel á gítar og
mamma er með mjög góða
söngrödd svo það voru alltaf
við alls konar tækifæri sungin
alls konar þekkt rússneskt og
úkraínsk lög. Svo man ég lika
að ég söng mikið lög úr barna-
og unglingakvikmyndum og
skribó sem voru mjög vinsæl
á þessum tíma eins og Mary
Poppins, Gosti is Buduzego,
Prikluchenija Ljvenka, Garde-
marini vpered o.fl. o.fl. Alltaf
syngjandi.
Hver var fyrsta platan/diskur-
inn/kasettan/niðurhalið sem
þú keyptir þér? Ég man að ég
var u.þ.b. þrettán-fjórtán ára
og bjó mér sjálf til kassettu
sem ég hlustaði mikið á með
uppáhaldslögum: George
Michael, Beatles, Presnjakov,
Meladze, Joe Dassin, Mireille
toppurinn
Lagalisti Alexöndru:
Morgunn
úr Peer Gynt
E. GRIEG
Brindisi
úr La Traviata
G. VERDI
Der Hölle Rache
úr Magical Flute
W. MOZART
Je veux vivre
úr Romeo og Juliettu
CH. GOUNOD
Alexandra við Skógarfoss við gerð tónlistarmyndbands.
MYND JÓN HILMARSSON
Mathieu, Patricia Kaas, Elton
John, Queen, Mariah Carey.
Hvaða græjur varstu þá með?
Sony kassettutæki.
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
What Is Love eftir Haddaway
og All That She Wants með
Ace of Base.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir
þér daginn eða fer óstjórnlega
í taugarnar á þér? O Fortuna
úr Carmina Burana eftir Carl
Orff.
Þú heldur dúndurpartí í
kvöld, hvað læturðu hljóma í
græjunum til að koma öllum
í stuð? Pitbull, Ed Sheeran,
Shakira, JLo, Abba og þekkt
Jurovision lög.
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu
helst heyra? Grieg, Morgun
úr Peer Gynt, og svo Mozart,
Eine Kleine Nachtmusik, K.525
Allegro.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu,
á hvaða tónleika og hvern
tækirðu með þér? Það væri
ofboslega gaman að fara til
Turin með Jóni mínum og sjá
úrslitakvöld Eurovision.
Hvað músík var helst blastað
í bílnum þegar þú varst ný-
kominn með bílpróf? Ég held
það hafi verið útvarp [í bílnum]
og svo finnst mér líka svo gott
að hafa stundum bara þögn
eða syngja sjálf.
Hvaða tónlistarmaður hefur
þig dreymt um að vera? Mig
dreymdi alltaf um að verða
óperusöngkona. Ég las mikið
ævisögur fremstu óperusöngv-
ara heimsins; Pavarotti, Shal-
japin, Tetrazinni o.s.frv. Dáíst að
Joan Sutherland, Natalie Des-
say, Evgeniju Miroshnichenko,
Diana Damrau en mig langaði
alltaf að vera ég sjálf en ekki
einhver önnur. Ég var mjög glöð
að heyra að yndislega sópran
óperusöngkonan Disella hafi
unnið til Grammy-verðlauna –
hún er æði.
Hver er að þínu mati besta
plata sem gefin hefur verið út
eða sú sem skiptir þig mestu
máli? Fjórar árstíðir Vivaldi er
mögnuð tónlist.
14 18/2022