Feykir


Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 13

Feykir - 11.05.2022, Blaðsíða 13
 Ég man það fólk sem íslenskt var í anda þó oft það hefði liðið sára nauð. Með sinni þjóð það vildi í veröld standa og vera þar sem skyldan helst því bauð. Ég mætti því á leiðum lífs og anna og löngum fannst mér bjart á dögum þeim. Það fólk var mitt – ég fann þar hugsun sanna sem fyllti mig af trú á betri heim. Ég man það fólk sem Davíðs kvæði kunni og kaus að leggja þau við hjartastað. Í dagsins önn það mælti þau af munni og mér finnst sem ég ennþá heyri það. Það elskaði þau kvæði af öllu hjarta og af þeim sjóði fengið gat ei nóg. Það sá í djúpi sálar geisla bjarta er sindruðu um lífsins Fagraskóg. Ég man það fólk og mun því aldrei gleyma því minninganna sýn til þess er góð. Það vissi hvar það átti að eiga heima og ól þá tryggð sem frægði land og þjóð. Það hafði í engu glatað gefnum rótum en gekk sinn veg með sálar aukið pund. Það var svo fjarri fölskum tíðarhótum, það fólk var mitt og er það hverja stund. AÐSENT | Rúnar Kristjánsson Ég man það fólk Landnáma fræðir oss um upprunann: „Eyvindr auðkúla hjet maðr, hann nam allan Svínadal ok bjó á Auðkúlustöðum“ (Ldn. bls. 135). Skjal finst fyrir því, að bæjarnafnið hefir haldist óstytt til ársins 1489 (DI. VI. 648). En 1510 er það ritað Auðkúla og allar götur úr því, ýmist Kúla eða Auðkúla (DI. IX. 55 og v. í því bindi). Jafnvel er það ekki sett sem eldra nafn -Auðkúlustaðir - í F., svo djúp er gleymskan og hafði þó dr. Finnur Jónsson bent á rjetta nafnið (Safn IV. B. bls. 509). Heimildirnar sýna, að nafnið hefir styzt um aldamótin 1500, eins og svo mörg önnur bæjanöfn sem breyzt hafa um þær mundir. Samnefni finst aðeins eitt á landinu: Auðkúla í Hrafns- eyrarkirkjusókn í Arnarfirði (V.-Ísafj.s.). Má telja víst að sá bær hafi einnig heitið Auðkúlustaðir til forna - kendir við auknefnið, en styzt afarsnemma. Af hverju Eyvindur hafi fengið viðurnefnið auðkúla, Auðkúla í Svínadal TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR verður ekki vitað með vissu. Sennilega þó af auðlegð, og táknar þá sama og „auðgi“, sem ýmsir fengu að auknafni í fornöld. Fremur styðst þetta líka en hitt við merkinguna í n.o. auðkýfingur, sem líklega hefir verið auðkúfur í fornmáli (kýfa af kúfr þ.e. hrúga e-u upp). Þótt hinsvegar „auðkýfingur“ sje gamalt orð (frá 12. öld), sbr. þennan glæsilega vísupart: Þá er glæsimaðr ok gullskati, auðkýfingar ok oflátar. 1) Trúlegt þætti mjer, að forn- menn hafi kallað auðuga upp- gangsmenn „auðkúlur (enar mestu)“, en það orð hafi aldrei í bækur komist, nema sem auknafn. Hitt nafnið er: Striitgur í Langadal 1) Kenningaþulir Sn. Edda bls. 274. Auðkúla og hin fallega áttstrenda kirkja sem vígð var árið 1894. Hún var svo friðuð 1. janúar 1990. MYND: LJÓSMYNDASAFN HÉRAÐSSKJALASAFNS AUSTUR HÚNAVATNSSÝSLU. Feykir fékk frá glöggum lesanda ábendingu um að villa hefði verið í vísu Ólínu Jónasdóttur sem birtist í greininni Einn dagur af Sæluviku 3. hluta minninga Kristrúnar Örnólfsdóttur um Skagafjörð í 16. tbl. Vísan er rétt svona: Ég í steini bundin bý, bási meina þröngum, geisla hreina á þó í andans leynigöngum. Leiðréttist þetta hér með. /PF Leiðrétting „Ég í steini bundin bý“ 18/2022 13 Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blóm- legt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabili hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sund- laugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæð- ingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á bygg- ingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlis- stöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbygg- ingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leið- andi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. X2022 | Gísli Sigurðsson D-lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnu- skrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Gísli Sigurðsson Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.