Feykir


Feykir - 14.09.2022, Page 5

Feykir - 14.09.2022, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Kvennalið Tindastóls sýndi fádæma öryggi sl. föstudagskvöld þegar það heimsótti lið Augnabliks á Kópavogsvöll. Það var ljóst fyrir umferðina að sigur í Kópavogi mundi tryggja Stólastúlkum sæti í Bestu deild kvenna að ári. Lið Tindastóls tók snemma völdin í leiknum og þær voru 0-4 yfir í hálfleik. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en stelpurnar bættu við einu marki, sigruðu því 0-5, og eru í góðum gír að mæta toppliði FH á Króknum um næstu helgi – sigur tryggir Stóla- stúlkum efsta sætið í Lengjudeildinni. Leikurinn fór rólega af stað en fljótlega varð ljóst að lið Tindastóls var sterkara og ákveðnara í sínum aðgerðum. Það voru föstu leikatriðin – hornspyrnur – sem gáfu vel til að byrja með. Fyrsta markið kom á 19. mínútu eftir horn frá Hönnuh sem sendi boltann beint á kollinn á Melissu Garcia sem skallaði boltann í fjærhornið. Þremur mínútum síðar fengu Stólastúlkur aðra hornspyrnu sína og enn sendi Hannah Cade boltann inn í, hann var hreinsaður til baka til hennar og Hannah skoraði með ágætu skoti sem fór af varnarmanni í markið, framhjá varnarlausri Herdísi Guðbjartsdóttur, Króksaranum í marki Augnabliks. Gestirnir voru ekki af baki dottnir og á 40. mínútu var það Murr sem gerði gott mark, fékk boltann fyrir utan teig, kom sér inn á teiginn og skoraði með góðu skoti. Fjórða markið gerði síðan Melissa tveimur mínútum síðar með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Murr. Heimastúlkur sýndu ágæta baráttu framan af síðari hálfleik á meðan Stólastúlkur, í góðri stöðu, tóku fótinn aðeins af bensíngjöfinni. Augnablik náði þó aldrei að ógna marki Amber svo neinu næmi og fljótlega kviknaði á gestunum að nýju. Það fór ágætlega á því að Murr gerði fimmta og síðasta mark leiksins af harðfylgi á 64. mínútu. Það er því ljóst að næsta sumar verður lið Tindastóls á ný í deild þeirra bestu og hreint frábært að ná þangað strax eftir fall í fyrra. Allir að róa í sömu átt Feykir spurði Bryndísi Rut Haraldsdóttur, fyrir- liða Stólastúlkna, hvað hún gæti sagt um liðið sitt og teymið á bak við liðið. „Þetta lið er bara eins og fjölskyldan manns, erfitt að lýsa því öðruvísi en þannig. Auðvitað eru hæðir og lægðir en við stöndum saman og að falla niður um deild og halda svipuðum mannskap sýnir þrautseigjuna og ástríðuna sem þessi hópur hefur. Elska þessar stelpur svo einfalt er það! Ég hef verið mjög ánægð með þjálfarana, styrktarþjálfarann, sjúkra- þjálfarana, meistaraflokksráðið, stuðningsmenn, framkvæmdastjóra og stjórnina í sumar. Það voru allir að róa í sömu átt en núna þarf að bæta í og leggja enn harðar að sér!“ Til hamingju Stólastúlkur með sætið í Bestu deild. Nú er bara að endurheimta bikarinn um næstu helgi – kannski fáum við að geyma hann lengur en síðast!?! /ÓAB Lengjudeild kvenna | Augnablik – Tindastóll 0-5 Stólastúlkur upp í Bestu deildina Stólastúlkur og staffið í kringum liðið kampakátt eftir að hafa tryggt sér sæti í Bestu deildinni. MYND: SÆÞÓR MÁR Næstsíðasta umferðin í 3. deild karla í knattspyrnu fór fram á laugardaginn en þá fór Kormákur/Hvöt í Kópavoginn þar sem þeir mættu liði Augnabliks. Síðustu vikur hafa verið liði Húnvetninga erfiðar og ekki náðist í stig að þessu sinni þegar áttundi tapleikurinn í röð leit dagsins ljós en lokatölur voru 4-1 fyrir heimaliðið. Staða K/H í fallbaráttunni batnaði þó þrátt fyrir tapið þar sem bæði lið KH og Vængir Júpiters töpuðu sínum leikjum. Lið KH féll því í 4. deild og átta marka sveiflu þarf til, til að Vængirnir komist upp fyrir Kormák/Hvöt. Fyrsta markið í Fífunni í Kópavogi g kom eftir 29. mínútna leik en um 20 mínútum þurfti að bæta við fyrri hálfleik sökum meiðsla. Aliu Djalo yfirgaf völlinn á tólftu mínútu uppbótartíma. Á 63. mínútu jafnaði Acai Rodriguez leikinn fyrir Kormák/Hvöt en eins og oft áður í taphrinu Húnvetninga þá kom slæmur kafli þar sem flóðgáttir opnuðust og andstæðingarnir kláruðu leikinn. Að þessu sinni gerðu Augnablikar þrjú mörk á átta mínútum. Fyrst skoraði Óskar Hákonarson á 79. mínútu og Halldór Atli Kristjánsson bætti marki við tveimur mínútum síðar. Það var síðan Tómas Bjarki Jónsson sem gerði fjórða mark Augnabliks úr víti á 87. mínútu. Síðasti leikur Kormáks/Hvatar fer síðan fram næstkomandi laugardag og hefst kl. 14:00 á Blönduósvelli. Ljóst er orðið að það verða lið Dalvíkur/Reynis og Sindra sem hafa tryggt sér sæti í 2. deild að ári. /ÓAB 3. deild karla | Augnablik – Kormákur/Hvöt 4-1 Áttundi tapleikurinn í röð Meistaramóti GSS í holukeppni lauk nú í lok sumars og var það Sigríður Garðarsdóttir sem sigraði að lokum eftir úrslita- viðureign við Sylvíu Dögg Gunnarsdóttur. Sigga vann leikinn á 14. holu og er þar með sigurvegari Meistara- móts GSS 2022. Alls voru 22 keppendur skráðir til leiks í holukeppn- inni en þar er keppt í einstaklings viðureignum í útsláttarkeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Á leið sinni að sigrinum spilaði Sigga fyrst við Ingva Þór Óskarsson, þá var næst Una Guðmundsdóttir en í undanúrslitum mætti hún Sigríði Svavarsdóttur, for- manni GSS. Í úrslitum mætti hún, sem fyrr segir, Sylvíu Dögg bekkjarsystur sinni. Sigga segir að það sé gaman að segja frá því að það hafi einmitt verið Sylvía sem hringdi í hana klukkutíma áður en skráningu í mótið lauk og skoraði á hana að taka þátt í mótinu. Þá vissi Sigga ekki einu sinni hvernig holukeppnin virkar og í fyrstu viðureigninni þurfti Ingvi að kenna henni hvernig keppnin gengi fyrir sig. Hvenær byrjaðir þú að stunda golf? „Sumarið 2019 fór ég á byrjendanámskeið, eiginlega vegna þess að krakkarnir voru byrjaðir í golfi. Það er svolítið erfitt að vera caddy og kunna ekki neitt. Áhuginn verður alltaf meiri og meiri og í sumar náði ég markmiði sumarsins sem var að komast undir 40 í forgjöf! Það náðist á Steinullarmótinu í lok ágúst,“ segir Sigga sátt. /ÓAB Golf | Meistaramóts GSS 2022 Sigga varð meistari Sigga með verðlaunagripinn. MYND AF FB-SÍÐU GSS Á Facebook-síðu körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls segir frá því að gengið hefur verið frá samningum við öflugan flokk ungra og sprækra heimamanna um að leika með Stólunum á komandi leiktíð. Þetta eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Orri Már Svavars- son, Veigar Örn Svavarsson, Eyþór Lár Bárðarson, Reynir Barðdal og Axel Kárason. Þessir kappar hafa nú flestir komið við sögu áður með meistaraflokki Stólanna nema hvað Reynir Barðdal kemur upp úr yngri flokka starfinu en kappinn spilaði körfubolta í Ameríkuhreppi síðasta vetur ef Feykir er ekki í bullinu. Orri Már, Veigar Örn og Eyþór Lár voru með liðinu síðasta vetur og eru ungir og sprækir og síðan eru það Axel og Helgi Rafn sem eru sprækir en minna ungir, báðir fæddir 1983 og verða því fertugir á næsta ári. „Við leggjum mikla áherslu á að byggja á sterkum grunni heimamanna og erum stolt af þessum magnaða hóp,“ segir Dagur Þór, for- maður kkd. Tindastóls. /ÓAB Körfuknattleiksdeild Tindastóls | Samningar Ungir og heldri heima- menn taka slaginn Leikmennirnir sex ásamt Degi formanni. MYND AF FB-SÍÐU KKD. TINDASTÓLS 34/2022 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.