Feykir - 05.10.2022, Síða 2
Ég rak augun í mjög svo athyglisverða frétt á Hringbraut í gær
með yfirskriftinni - Gísli Marteinn setti Twitter á hliðina: „Veit
einhver hvað við erum að fara drepa mörg lömb næstu
vikurnar?“ Að vonum fékk sjónvarpsmaðurinn og
borgarfulltrúinn fyrrverandi mikil viðbrögð við færslu sinni á
Twitter enda gildishlaðin í topp.
Veit einhver hvað við erum að
fara að drepa mörg lömb næstu
vikurnar? Það er akkúrat ekkert mál
að velja að borða ekki kjöt. Fullt af
frábærum mat til sem krefst þess
ekki að við drepum viti borin og góð
dýr með tilfinningar og karakter,“
sagði Gísli Marteinn í færslunni.
Þetta er alveg rétt hjá Gísla, það
er sjálfsagt ekkert mál að hætta að
borða kjöt eða neyta nokkurra
afurða sem koma frá húsdýrum landsins hvað þá fiskmeti sem
ýmist er dregið upp úr sjó eða alið í kerjum. Og sjálfsagt væri
líka hægt að éta annað en gæsir og rjúpur sem verða skyttum
að bráð seinni hluta árs. Margir hafa valið sér þann lífsstíl og
ekkert nema gott um það að segja. Verði þeim að góðu.
En það er enn þá til fólk sem velur að borða kjöt og ég er
einn af þeim. Lífið án kjötmetis væri galtómt fyrir mér. Ég var
líka alinn upp við það að halda skepnur sem enduðu á
matardisknum, bæði kindur og hross þó ég geri það ekki í dag.
Á engar kindur en lamba- og folaldakjötið kaupi ég út úr búð.
Takk fyrir það bændur góðir.
Það hversu mörgum lömbum er lógað hvert haust er
örugglega hægt að komast að í gegnum skýrslur hjá Þjóðskrá
en þau skipta hundruðum þúsunda og ekki veitir af. Ef eitthvað
er þyrfti að leggja meiri áherslu á markaðsstarf á lambakjöti til
að auka neyslu og gefa sauðfjárbændum kost á að starfa áfram
við þennan geira landbúnaðarins.
En ég er ansi hræddur um það að ef ekki tekst að koma
afurðum dilkakjötsframleiðslunnar til nútímans muni sjálfhætt í
sveitinni. Kynslóðin sem kaupir súpukjöt í byggingaplasti eldist
og við taka kjúklingaæturnar sem vilja lítið hafa fyrir
eldamennskunni.
Góðar stundir!
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Étið meira lambakjöt!
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
AFLATÖLUR | Dagana 25. september til 1. október á Norðurlandi vestra
Tuttugu bátar lönduðu í síðustu viku
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Sævík GK 757 Lína 18.661
Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.838
Samtals á Skagaströnd 477.867
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 133.108
Eskey ÓF 80 Handfæri 5.834
Greifinn SK 19 Handfæri 968
Helga María ER 1 Botnvarpa 88.269
Málmey SK 1 Botnvarpa 84.206
Vinur SK 22 Handfæri 770
Samtals á Sauðárkróki 313.155
SKAGASTRÖND
Bergur Sterki HU 17 Þorskfisknet 2.624
Daðey GK 777 Lína 17.454
Dúddi Gísla GK 48 Lína 16.815
Fjölnir GK 157 Lína 179.094
Guðrún Petrína HU 107 Landbeitt lína 3.013
Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 11.054
Hafrún HU 12 Dragnót 25.062
Hrund HU 15 Handfæri 3.229
Hulda GK 17 Línutrekt 17.045
Hópsnes GK 77 Landbeitt lína 19.383
Páll Jónsson GK 7 Lína 87.486
Sighvatur GK 57 Lína 75.109
Á Skagaströnd lönduðu 14 bátar alls 477.867
kg og var aflahæstur línubáturinn Fjölnir GK
157 sem landaði 179.094 kg í tveim löndunum.
Aflalægsti báturinn að þessu sinni var Viktor
Sig HU 66 sem var við veiðar með handfæri og
landaði 1.838 kg.
Á Króknum lönduðu sex bátar/togarar og var
heildarafli þeirra 313.155 kg. Aflahæst var
Drangey SK 2 með 133.108 kg. En aflalægsti
báturinn var Vinur SK 22 með 770 kg. Á vef fisk.
is segir að Málmey hafi verið við veiðar á
Glettingarnesflaki og Digranesflaki og uppistaða
aflans hafi verið þorskur en restin hafi verið
blandaður.
Enginn bátur landaði á Hofsósi né Hvamms-
tanga og var heildarafli á Norðurlandi vestra
791.022 kg í síðustu viku í alls 35 löndunum. /SG
Á fundi sveitarstjórnar
Húnabyggðar, sem haldinn var
13. september sl. voru
samþykktar sérstakar aðgerðir
til að liðka fyrir ráðningum
starfsfólks við leikskóla
Húnabyggðar.
Tillögurnar höfðu verið til
meðferðar hjá fræðslunefnd og
byggðaráði Húnabyggðar en
þær eru nú í fimm liðum og
hafa verið kostnaðarmetnar og
kynntar fyrir núverandi
starfsfólki leikskólans sem
rekur tvær starfstöðvar,
Barnabæ á Blönduósi og
Vallarból á Húnavöllum. Á
heimasíðu sveitarfélagsins segir
að gert sé ráð fyrir því að hefja
innleiðingu á aðgerðunum frá
1. október.
„Á 5. fundi fræðslunefndar
sem haldinn var 28. september
s.l. voru samþykkt drög að
nýrri starfsauglýsingu sem
auglýsir m.a. þær aðgerðir til að
liðka fyrir ráðningu starfsfólks
og sveitarstjórn hefur
samþykkt. Þar ber helst að
nefna að starfsfólk leikskóla
sveitarfélagsins uppfylli 100%
vinnuskyldu með 7 klst.,
vinnudegi, hlutastörf skalast
hlutfallslega niður á sama hátt.
Einnig fá fastráðnir starfsmenn
leikskólans árskort í sund og
þrek í Íþróttamiðstöðinni á
Blönduósi án endurgjalds.
Aðrar aðgerðir snúa meðal
annars að auknu hópefli meðal
starfsmanna, viðbótar undir-
búningstíma á deildum og
reglubundinni aðkeyptri
mannauðsráðgjöf fyrir stjórn-
endur og starfsfólk,“ segir á
blonduos.is. Frekari upp-
lýsingar má sjá í auglýsingu
annars staðar í blaðinu. / PF
Starfsfólk vantar á leikskóla á Blönduósi
Sérstakar aðgerðir til
að liðka fyrir ráðningum
Karlmaður var stunginn til bana á Ólafsfirði
aðfaranótt mánudags og er þrennt í
gæsluvarðhaldi í kjölfarið; tvær konur og einn
karl. Í yfirlýsingu frá bæjarstjóra Fjallabyggðar,
Sigríði Ingvarsdóttur, kemur fram að samfélagið
sé harmi slegið í kjölfar atburðarins.
Nágrannasveitarfélögin Skagafjörður og
Dalvíkurbyggð hafa fyrir hönd íbúa sent innilegar
samúðarkveðjur til íbúa Fjallabyggðar.
„Mannlegur harmleikur hefur átt sér stað í
litlu byggðarlagi norður í landi. Harmleikur sem
snertir heilt bæjarfélag og íbúa þess. Sumir
einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir.
Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru
það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem
eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur,
vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“
segir m.a. í yfirlýsingar Sigríðar. „Lögreglan
vinnur faglega að rannsókn málsins og mun
upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja
fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal
ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við
á erfiðum stundum sem þessum,“ segir
ennfremur.
Kveðja Skagafjarðar til íbúa Fjallabyggðar má lesa
hér að neðan:
Kæra sveitarstjórn og íbúar Fjallabyggðar
Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur vegna þeirra atburða
sem áttu sér stað í Ólafsfirði aðfaranótt mánudags.
Hugur okkar er hjá okkar kæru nágrönnum og
öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna
atburðanna.
Sveitarstjórn Skagafjarðar. / ÓAB
Harmleikur á Ólafsfirði
Kveðja til íbúa Fjallabyggðar
Niðurstöður sýnatöku neyslu-
vatns á Hofsósi sýna að vatnið
er hreint. Þetta kemur fram á
heimasíðu Skagafjarðarveitna.
Í síðustu viku kom í ljós að
geislatæki við neysluvatn
Hofsósbúa hafði bilað með
þeim afleiðingum að mengað
vatn hafði komist í kerfið. Að
sögn Steins Leós Sveinssonar,
sviðstjóra veitu- og fram-
kvæmdasviðs Skagafjarðar
kom mengunin í ljós við
reglubundið eftirlit heilbrigðis-
eftirlits NV. Strax var brugðist
við með því að bæta klór í
vatnstankinn samkvæmt
leiðbeiningum þeirra.
Undirbúningur að viðgerð
hófst þegar í stað og er nú lokið.
Á heimasíðu SKV segir að gott
sé að láta renna úr krönum í
um 10 mínútur til að hreinsa
lagnir og er þá óhætt að neyta
vatnsins. / PF
Hofsós
Kaldavatnið komið í lag
2 37/2022