Feykir - 05.10.2022, Side 5
Í Gilstúninu á Króknum býr
Hekla Eir ásamt eiginmanni
sínum, Óla Birni, og syni
þeirra Birni Helga. Þau eru
ein af mörgum hundaeigend-
um á Króknum og eiga tvo
hreinræktaða Tíbetan
Spaniel hunda sem heita
Ludo (The magical gamer
Ludo) og Astro (Glowing
Astro, sable boy).
Tíbetan Spaniel hundar eða
Tíbbar, eins og þeir eru oft
kallaðir, eru hvorki veiði-
hundar né smalahundar í sínu
eðli eða uppruna. Þeir eru hins
vegar með óvenju góða sjón
og athygli og voru því notaðir
til að láta vita hvort vinur eða
ókunnugur væri að nálgast
klaustur eða musteri húsbónda
síns og gerði það með ólíku
gelti. Þá lágu þeir gjarnan uppi
í fjallshlíðunum eða á
múrunum umhverfis klaustrin
og þar höfðu þeir góða yfirsýn
yfir heimasvæðið sitt. Þeir eru
sérlega trúfastir og húsbónda-
hollir og gleyma aldrei sínum
velgjörðarmönnum, en eru að
sama skapi minnugir sé þeim
misboðið. Þessi litli og harð-
gerði hundur óskar þess samt
mest að vera í mikilli nálægð
við mannfólkið sitt en gefur
stærri hundum ekkert eftir
hvað úthald varðar. Hann
hefur mikla ánægju af því að
fara í langar gönguferðir, en
sættir sig við þá hreyfingu sem
er í boði og margir tala um að
hér sé á ferð stór hundur í
litlum skrokk. Tíbbinn er ljúfur
hundur sem þráir að fá að
þóknast eiganda sínum en býr
gjarnar til sínar eigin reglur og
setur spurningarmerki við boð
og bönn sem eigandanum á til
að detta í hug að setja, eins og
t.d. að fá að vera uppi í sófa,
honum finnst það sjálfsagt.
Það er gjarnan sagt að tíbbar
séu ,,klókir sem refir,
sjálfstæðir sem kettir og
uppátækjasamir sem apar."
Hvernig eignaðist þú Ludo og
Astro? Ludo fengum við árið
2019 í gegnum Demetríu
ræktun Íslands sem hún Guð-
rún Helga Harðardóttir er með.
Svo kom Astro ári seinna frá
sama ræktanda en þá var ég
komin sex mánuði á leið með
Birni Helga.
Hvað er skemmtilegast við
þá? Hvað þeir eru ólíkir. Astro
er algjört kúrudýr en Ludo
ráðskast með mann hægri
vinstri.
En erfiðast? Erfiðasta við þá er
líklegast veikindin, Ludo hefur
verið frekar óheppin með það
að gera.
Ertu með einhverja sniðuga
eða merkilega sögu af þeim?
Ludo gerir ekki neitt nema að
fá borgað fyrir, þannig hann
hefur tekið upp á því að í hvert
skipti sem hann leikur sér
aðeins þá finnst honum hann
eiga skilið nammi. Hann er
búinn að þjálfa okkur í það að
þegar við byrjum að leika við
hann sækir hann dótið kannski
2x en hleypur svo að nammi
skápnum og rekur á eftir okkur
að verðlauna sér.
Annars er Astro algjör mús
og þegar það kemur að nýju
fólki og hundum þá er hann
mesti tappinn, það tekur
kannski tíu mínútur fyrir hann
að mýkjast við fólk en nokkra
daga með hundum. Má ekki
sýna sína mjúku hlið med det
samme.
Ludo og Astron í fanginu á Heklu Eir.
AÐSEND MYND
Gerir ekkert nema
fá borgað fyrir það
ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is
Hekla Eir Bergsdóttir og hundarnir Ludo og Astro
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Eftir stórsigur í fyrstu umferð
gegn B-liði Breiðablik biðu tveir
erfiðir útliekir Stólastúlkna.
Fyrst sóttu þær Þór Akureyri
heim og síðan lið Ármanns í
Reykjavík. Meiðsli og veikindi
urðu til þess að í báðum leikjum
voru aðeins átta leikmenn á
skýrslu hjá Stólastúlkum. Það
fór svo að báðir leikirnir
töpuðust.
Þór - Tindastóll 74-52
Leikið var í Höllinni á Akureyri
sl. miðvikudag fyrir framan
150 áhorfendur. Lið Þórs fór
betur af stað og í raun gerði
Tindastólsliðið aðeins eina
körfu á fyrstu fimm mínútum
leiksins og staðan þá 11-3. Tíu
stig sem Chloe og Eva Rún
skiptu á milli sín breyttu
stöðunni í 11-13 en það
reyndist eina skiptið sem Stóla-
stúlkur voru yfir í leiknum.
Þórsarar svöruðu með ellefu
stigum í röð, voru yfir 16-13
eftir fyrsta leikhluta, og hvorki
gekk né rak hjá gestunum langt
fram í annan leikhluta. Á fimm
mínútna kafla gerði lið Þórs 21
stig en Tindastóll tvö, staðan
orðin 32-15 og möguleikar
gestanna litlir gegn ákveðnu
liði Þórs. Staðan í hálfleik var
41-26.
Heimastúlkur héldu áfram
að bæta í í þriðja leikhluta og
voru með 24 stiga forystu að
honum loknum, 59-35, en lið
Tindastóls náði aðeins að klóra
í bakkann í fjórða leikhluta sem
þær unnu, 15-17. Það dugði
auðvitað skammt og sigur
Þórsara öruggur.
Ármann - Tindastóll 78-66
Lið Tindastóls byrjaði leikinn
vel. Stólastúlkur náðu sjö stiga
forystu í lok fyrsta leikhluta,
15-22, og það leit lengstum út
fyrir að gestirnir héldu for-
ystunni út fyrri hálfleikinn.
Staðan 35-40 þegar mínúta var
til hlés en þá skellti Schekinah
Bimpa í tvo þrista í röð og
Ármann leiddi í hálfleik, 41-40.
Hún bætti við íleggju í
upphafi síðari hálfleik og
Jónína Þordís Karlsdóttir skellti
í þrist og heimastúlkur komnar
sex stigum yfir eftir 12-0 kafla.
Þær voru síðan með 4-8 stiga
forskot næstu mínúturnar en
tveir þristar frá Chloe og íleggja
frá Emese sáu til þess að þremur
stigum munaði fyrir lokafjórð-
unginn, staðan 60-57. Bimpa
hélt áfram að bæta í stigasafnið
í upphafi fjórða leikhluta en
þristur frá Ingu Sólveigu kom
Stólastúlkum aftur á bragðið.
Þrjár körfur frá Chloe breyttu
stöðunni úr 64-60 í 64-66 þegar
rúmar fimm mínútur voru til
leiksloka. Þá skellti lið Ármanns
í lás í vörninni og náðu
hrikalegum 14-0 kafla – lið
Tindastóls skoraði semsagt
ekki eina körfu í rúmar fimm
mínútur.
Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB
1. deild kvenna í körfubolta | Tindastóll
Töp gegn Þórsurum og Ármanni
Ungstirnið Emma Karólína (14 ára) var stigahæst Þórsstúlkna. MYND: PALLI JÓH
Á kynningarfundi Subway
deildar karla sem haldinn var í
Laugardalshöll nú á dögunum
voru kynntar annars vegar spár
formanna, þjálfara og fyrirliða í
liðum Subway deildarinnar og 1.
deild karla, og hins vegar spá
fjölmiðla fyrir Subway deild
karla. Lið Tindastóls skoraði hátt
og er spáð tveimur efstu
sætunum.
Í spá félaganna endar
Keflavík í efsta sæti, Tindastóll í
öðru en Njarðvík og Valur
koma þar á eftir. En í spá
fjölmiðlanna hafa efstu liðin
sætaskipti þar sem Tindastóll
vermir forystusætið en Keflavík
sæti neðar. Þá skipta Njarðvík
og Valur einnig um sess því
fjölmiðlar völdu Val ofar
Njarðvík.
Samkvæmt báðum spám
bíður ÍR og Hattar á Egils-
stöðum þau þungu örlög að
falla í 1. deild að ári en KR rétt
sleppa í 10. sætinu.
Í 1. deild fær Álftanes
afgerandi kosningu félaganna
en Fjölnir og Hamar koma þar
næst. Ekki hafa félögin mikla
trú á nágrönnum Stóla á
Akureyri þar sem Þórsurum er
spáð 7. sætinu. Ármanni og ÍA
er hins vegar spáð falli.
Eins og spár hljóma þá
verður forvitnilegt að sjá
hvernig fyrsti leikur efstu
liðanna endar en þau eigast
einmitt við í fyrstu umferð
Subway deildarinnar þann 7.
október er Tindastóll rennir
yfir holt og heiðar til Keflavík-
ur. /PF
Subwaydeild karla í körfuknattleik
Tindastóli og Keflavík
spáð efstu sætum
Eftir góðan sigur Tindastóls á Keflavík síðasta vetur en þau áttust við í átta liða úrslitum
Subway-deildarinnar. MYND: HJALTI ÁRNA
37/2022 5