Feykir


Feykir - 05.10.2022, Page 12

Feykir - 05.10.2022, Page 12
Glöggir lesendur áttuðu sig á því að myndatexti átti engan veginn við í grein um ævintýra- ferð nemenda Grunnskólans austan Vatna sem birtist í síðasta blaði. Þar stóð að húsið á Fjalli væri alveg til fyrir- myndar, sem það er, en myndin er hins vegar af húsinu á Unastöðum í Kolbeinsdal. Villan er alfarið á ábyrgð Feykis og leiðréttist hér með. Í VI. bindi Byggðasögu Skaga- fjarðar stendur að Unastaðir séu eyðibýli utarlega í Kolbeinsdal, vestan ár, og eigi land að Neðra- Ási að norðan, Kolbeinsdalsá að austan móts við Saurbæ og Skriðuland, Fjalli að sunnan, Víðinesi, Laufskálum og Efra-Ási að vestan. Samgöngur eru um Kolbeinsdalsveg yfir Grófina og liggur þaðan jeppafær slóð út að Unastöðum en sýsluvegur neðan úr Ástungu, svonefndur Una- staðavegur, lá upp með Kolbeins- dalsá af Siglufjarðarvegi hjá Sleitustöðum, um 6,5 km vega- lengd. Enn fremur segir í ritinu að engar gamlar byggingar standi á jörðinni nema timburframhúsið sem byggt var 1927 og síðar endurbyggt á árunum eftir 1993 og er nú sumardvalarstaður. Unastaðir voru eins og aðrar jarðir Hólahrepps komnir í eigu biskupsstólsins árið 1388 en ekki er eldri heimilda að finna, sam- kvæmt Byggðasögunni. Jón Jóns- son ábúandi 1794-1808 keypti hins vegar Unastaði á uppboði 1802. Löngu síðar, eða á fardögum 1932, er jörðin komin í eigu Sigurmons Hartmannssonar í Kolkuósi. „Sigurmon og Haflína Björns- dóttir kona hans gáfu Unastaði Kristínu dóttur sinni og tengda- syni, Gísla Magnússyni á Vöglum í Akrahreppi, hinn 1. janúar 1957. Er Kristín á Vöglum núverandi eigandi jarðarinnar sem nú er búin að vera í eigu sömu ættar á rúmlega eina öld,“ segir í ritinu góða sem út kom 2011 en samkvæmt Lögbýlaskrá 2021 er jörðin nú skráð á Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkhrepps og Gísla Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 37 TBL 5. október 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Græna lambið á Minni-Þverá Á Minni-Þverá í Fljótum bar það eitt sinn við að grænt lamb ókunnugt kom í kindurnar og var látið inn með þeim. Um morguninn var lambið horfið, því það var huldulamb, Eini vegurinn til að geta haldið huldukindum þegar þær koma til manns er að afmarka þær. En ekki má skera markið á þær með hníf, heldur á að bíta það á með tönnunum. En þessa var ekki gáð með Minna-Þverár lambið. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Álfar Leiðrétting um bæi í Kolbeinsdal Smávegis um Unastaði og Fjall Erla Þorsteinsdóttir söngkona, þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina, er látin 89 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimili í Holbæk Danmörku þann 25. september sl. Söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár en hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Erla fæddist á Sauðárkróki 1933 og hóf snemma að syngja og leika á gítar á heimaslóðum en gítarinn hafði hún fengið í fermingargjöf. Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að átján ára hafi Erla flutt til Danmerkur til að starfa við þjónustu en söngferill hennar hófst mjög snögglega og fyrir alvöru er henni bauðst að syngja og leika á gítar í dönskum útvarpsþætti snemma árs 1954, það voru lögin Til eru fræ og Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Þrátt fyrir að afkasta miklu spannar ferill Erlu ekki nema rétt um hálfan áratug, sá tími dugði henni þó vel til að gera hana að einni ástsælustu söngkonu landsins. Eiginmaður Erlu var Poul Dancell, látinn 1989, og eignuðust þau fjögur börn Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. Synirnir þrír eru allir búsettir í Danmörku en dóttirin býr í Hollandi. / PF Stúlkan með lævirkjaröddina Erla Þorsteins látin Björn Gíslason, bónda á Völlum, svo jörðin helst enn innan ættar- innar. Fjallskilasjóðurinn eignað- ist suðurhluta Unastaðalands árið 1976 og er nú hluti Kolbeins- dalsafréttar. Bærinn endurbyggður Á Unastöðum stendur nú endur- byggt timburframhús sem reist var árið 1927, 9,4 x 3,8 m að flatarmáli með steyptum kjallara undir suðurhlutanum. „Eigendur jarðarinnar, Kristín og Gísli á Vöglum, höfðu gefið Byggðasafni Skagfirðinga húsið til að nýta úr því viðina en að tilstuðlan Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts, var þeirri áætlun breytt. Þórhallur Hólmgeirsson, þá búsettur á Húsavík en síðar í Reykjavík, vildi fá hús til að gera upp og eftir ábendingu Hjörleifs fékk hann Unastaðahúsið hjá eigendum, ásamt lóð umhverfis. Var frá því gengið árið 1993 og sama ár hóf Þórhallur vinnu við endurgerðina. Í hjáverkum endursmíðaði hann húsið að mestu á næstu árum,“ segir í Byggðasögunni. Næsti bær við Unastaði er Fjall, sem lagðist endanlega í eyði 1956 en er nú nýtt sem afréttarland með Kolbeinsdalsafrétt. „Allar byggingar frá búskapartíma Fjalls eru fallnar en á bæjarstæðinu stendur gangnamannaskáli, byggður af Trésmiðjunni Ýr á Sauðárkróki 1992 úr timbri og fluttur þangað á vagni, hæð og svefnloft, 47 m2,“ segir í Byggðasögunni en húsið var endurbyggt sumarið 2005. „Eftir að jörðin fór í eyði var reynt að halda húsinu við svo að það nýttist sem skýli og svefnstaður gangnamanna. Sumarið 1992 var það brennt og jafnað við jörðu en nýtt timburhús sett niður á sama stað.“ Slóðar og illfærir vegir Vegarslóðin neðan frá Sleitu- stöðum upp með Kolbeinsdalsá og heim að Unastöðum er um 6,5 km en sá vegur var ruddur heim í hlað með Hólaýtunni sumarið 1947. Áður átti þó að heita að komin væri akfær leið sem rudd hafði verið með handverkfærum en hún náði ekki lengra en í Ásnesið, segir í Byggðasögunni, en þá tóku við illfærir kílar og slæmur kerruvegur, tæplega kílómetra leið fram í Unastaði. „Þegar Har- aldur Jóhannesson fluttist í Una- staði með fjölskyldu sína vorið 1943 var búslóðin flutt á vörubíl eftir þessari slóð fram í Ásnesið.“ Um miðja síðustu öld var leiðin lagfærð og breikkuð með ýtu en leiðin frá Unastöðum suður að Grófarvegi var hins vegar ekki rudd almennilega fyrr en um 1986, er Veiðifélag Kolku og Hjaltadalsár lét gera það. Fram að þeim tíma var um vegleysu að ræða. „Haustið 1944 ruddi Hólaýtan vegarslóð, um 3,7 km úr Hjaltadal yfir Grófina niður á Reiðmel við Kolbeinsdalsá. Um 1950, þegar Ferdínand Rósmundsson í Ási nytjaði Fjall, fékk hann lánaða ýtu hjá Búnaðarsambandinu og ruddi vegarslóð frá Reiðmelnum fram um hólana, um kílómetraleið að Fjalli.“ Fjall 4. september 2009, gangnamannahús og hesthús. Í baksýn er Heljarfjall en neðan undir því er Bygghólsreitur. MYNDIR: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR Til vinstri: Unastaðir um 1940. Vinstra megin, á bak við bæinn, sér á stofuna sem byggð var 1935. Til hægri: Sumarið 1948 kom Hólaýtan í Unastaði og var þá brotinn til ræktunar rúmlega hektari lands í hallanum út og upp af bænum. Hér hafa ýtumennirnir Maron Pétursson til vinstri og Kjartan Haraldsson til hægri stillt sér upp á þak ýtunnar til myndatöku og eru glaðbeittir. Mynd: Byggðasaga Skagafjarðar. Stúlkan með lævirkjaröddina, Erla Þorsteinsdóttir. MYND: AÐSEND

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.